Forstjóri Símans segir starfsfólki brugðið vegna húsleitar 21. apríl 2010 11:09 Sævar Þráinsson, forstjóri Símans, telur að fyrirtækið hafi farið að lögum og reglum. Mynd Pjetur. „Okkur er töluvert brugðið," segir Sævar Þráinsson, forstjóri Símans, en Samkeppniseftirlitið er nú í höfuðstöðvum Símans í Ármúlanum og framkvæmir þar húsleit vegna gruns um mögulega misnotkun Símans á markaðsráðandi stöðu á farsímamarkaði. Það var farsímafyrirtækið Nova sem kvartaði til Samkeppnisyfirvalda en að sögn Sævars þá var rannsókn í gangi fyrir allnokkru. Síðan fengust þær upplýsingar að rannsóknin hefði verið látin niður falla. En svo virðist sem ný gögn hafi leitt til húsleitarinnar nú. „Við erum 104 ára gamalt fyrirtæki og leggjum mikla áherslu á að fara eftir lögum og reglum," segir Sævar sem áréttar að það hafi ávallt verið stefna fyrirtækisins að aðstoða Samkeppniseftirlitið við rannsóknir þegar slík tilvik kæmi upp. Þetta er þó í fyrsta skiptið sem húsleit er framkvæmd í höfuðstöðvum Símans. Starfsmenn Samkeppniseftirlitsins mættu í höfuðstöðvar Símans og Skipta klukkan níu í morgun. Áætlað er að þeir ljúki húsleitinni um hádegisbilið. Sjálfur telur Sævar Símann hafa hreina samvisku. „Eins og staðan er nú teljum við að við séum að fara eftir lögum og reglum," segir Sævar sannfærður um sakleysi Símans. Tengdar fréttir Húsleit hjá Símanum - Nova kvartaði Samkeppniseftirlitið gerði í morgun húsleit hjá Skiptum og Símanum vegna gruns um brot á Samkeppnislögum og stendur hún yfir samkvæmt tilkynningu frá Símanum. 21. apríl 2010 09:58 Mest lesið Fyrsta íslenska grænkera ostagerðin í hættu Viðskipti innlent Stígur til hliðar vegna „ólíkrar sýnar“ á breytingar Viðskipti innlent Seldi íbúðina og keypti Bitcoin í staðinn Viðskipti innlent Davíð nýr framkvæmdastjóri áfangastaða hjá Arctic Adventures Viðskipti innlent Íbúðum í byggingu fækkar Viðskipti innlent Hótar Kanadamönnum hærri tollgjöldum Viðskipti erlent Starbucks opnaði á Laugavegi í dag Viðskipti innlent Selja Lagarfoss með tæplega hálfs milljarðs tapi Viðskipti innlent Búinn að afnema regluverkið sem tafði fyrir opnun Kastrup Viðskipti innlent Um forvitna yfirmanninn Atvinnulíf Fleiri fréttir Stígur til hliðar vegna „ólíkrar sýnar“ á breytingar Davíð nýr framkvæmdastjóri áfangastaða hjá Arctic Adventures Seldi íbúðina og keypti Bitcoin í staðinn Íbúðum í byggingu fækkar Selja Lagarfoss með tæplega hálfs milljarðs tapi Ójafnrétti að konur þurfi að ganga á veikindarétt vegna barneigna Fyrirtæki í vopnaframleiðslu eru á rauðum lista Völdu Noreg fram yfir Ísland þrátt fyrir að besta lausnin væri hér Eiginkona stjórnarmanns keypti óvart í bankanum Raunverð íbúða hefur þrefaldast frá aldamótum Atli Óskar ráðinn rekstrarstjóri framleiðslu Engin U-beygja hjá Play Veitingamenn verulega óánægðir með eftirlitið Hindranir í vegi þess að lífeyrissjóðirnir taki þátt í hernaðaruppbyggingu Evrópu Spá umtalsverðum samdrætti í byggingu nýrra íbúða Falsaði fleiri bréf Veltir því upp hvort eigendum hafi verið refsað fyrir að tjá sig Hætta við yfirtökuna Harpa og Linda ráðnar forstöðumenn Stærsti samruninn í áraraðir á borð Samkeppniseftirlitsins Sylvía Kristín ráðin forstjóri Nova Íslenskur pítsastaður í Kína: „Það verður skrítnara og skrítnara að segja frá þessu“ Farþegum til landsins fjölgaði um tuttugu prósent Kvika hafi grætt töluvert á því að hafna upphaflegum tilboðum „Sem betur fer eru aðrir fiskar í sjónum“ Arion og Kvika í samrunaviðræður Eyþór hættur sem framkvæmdastjóri Hopp Svona munu stækkuð Skógarböð og hótel líta út Skrautleg saga laganna hans Bubba Sætta sig ekki við höfnun Kviku Sjá meira
„Okkur er töluvert brugðið," segir Sævar Þráinsson, forstjóri Símans, en Samkeppniseftirlitið er nú í höfuðstöðvum Símans í Ármúlanum og framkvæmir þar húsleit vegna gruns um mögulega misnotkun Símans á markaðsráðandi stöðu á farsímamarkaði. Það var farsímafyrirtækið Nova sem kvartaði til Samkeppnisyfirvalda en að sögn Sævars þá var rannsókn í gangi fyrir allnokkru. Síðan fengust þær upplýsingar að rannsóknin hefði verið látin niður falla. En svo virðist sem ný gögn hafi leitt til húsleitarinnar nú. „Við erum 104 ára gamalt fyrirtæki og leggjum mikla áherslu á að fara eftir lögum og reglum," segir Sævar sem áréttar að það hafi ávallt verið stefna fyrirtækisins að aðstoða Samkeppniseftirlitið við rannsóknir þegar slík tilvik kæmi upp. Þetta er þó í fyrsta skiptið sem húsleit er framkvæmd í höfuðstöðvum Símans. Starfsmenn Samkeppniseftirlitsins mættu í höfuðstöðvar Símans og Skipta klukkan níu í morgun. Áætlað er að þeir ljúki húsleitinni um hádegisbilið. Sjálfur telur Sævar Símann hafa hreina samvisku. „Eins og staðan er nú teljum við að við séum að fara eftir lögum og reglum," segir Sævar sannfærður um sakleysi Símans.
Tengdar fréttir Húsleit hjá Símanum - Nova kvartaði Samkeppniseftirlitið gerði í morgun húsleit hjá Skiptum og Símanum vegna gruns um brot á Samkeppnislögum og stendur hún yfir samkvæmt tilkynningu frá Símanum. 21. apríl 2010 09:58 Mest lesið Fyrsta íslenska grænkera ostagerðin í hættu Viðskipti innlent Stígur til hliðar vegna „ólíkrar sýnar“ á breytingar Viðskipti innlent Seldi íbúðina og keypti Bitcoin í staðinn Viðskipti innlent Davíð nýr framkvæmdastjóri áfangastaða hjá Arctic Adventures Viðskipti innlent Íbúðum í byggingu fækkar Viðskipti innlent Hótar Kanadamönnum hærri tollgjöldum Viðskipti erlent Starbucks opnaði á Laugavegi í dag Viðskipti innlent Selja Lagarfoss með tæplega hálfs milljarðs tapi Viðskipti innlent Búinn að afnema regluverkið sem tafði fyrir opnun Kastrup Viðskipti innlent Um forvitna yfirmanninn Atvinnulíf Fleiri fréttir Stígur til hliðar vegna „ólíkrar sýnar“ á breytingar Davíð nýr framkvæmdastjóri áfangastaða hjá Arctic Adventures Seldi íbúðina og keypti Bitcoin í staðinn Íbúðum í byggingu fækkar Selja Lagarfoss með tæplega hálfs milljarðs tapi Ójafnrétti að konur þurfi að ganga á veikindarétt vegna barneigna Fyrirtæki í vopnaframleiðslu eru á rauðum lista Völdu Noreg fram yfir Ísland þrátt fyrir að besta lausnin væri hér Eiginkona stjórnarmanns keypti óvart í bankanum Raunverð íbúða hefur þrefaldast frá aldamótum Atli Óskar ráðinn rekstrarstjóri framleiðslu Engin U-beygja hjá Play Veitingamenn verulega óánægðir með eftirlitið Hindranir í vegi þess að lífeyrissjóðirnir taki þátt í hernaðaruppbyggingu Evrópu Spá umtalsverðum samdrætti í byggingu nýrra íbúða Falsaði fleiri bréf Veltir því upp hvort eigendum hafi verið refsað fyrir að tjá sig Hætta við yfirtökuna Harpa og Linda ráðnar forstöðumenn Stærsti samruninn í áraraðir á borð Samkeppniseftirlitsins Sylvía Kristín ráðin forstjóri Nova Íslenskur pítsastaður í Kína: „Það verður skrítnara og skrítnara að segja frá þessu“ Farþegum til landsins fjölgaði um tuttugu prósent Kvika hafi grætt töluvert á því að hafna upphaflegum tilboðum „Sem betur fer eru aðrir fiskar í sjónum“ Arion og Kvika í samrunaviðræður Eyþór hættur sem framkvæmdastjóri Hopp Svona munu stækkuð Skógarböð og hótel líta út Skrautleg saga laganna hans Bubba Sætta sig ekki við höfnun Kviku Sjá meira
Húsleit hjá Símanum - Nova kvartaði Samkeppniseftirlitið gerði í morgun húsleit hjá Skiptum og Símanum vegna gruns um brot á Samkeppnislögum og stendur hún yfir samkvæmt tilkynningu frá Símanum. 21. apríl 2010 09:58