Viðskipti innlent

Ný framkvæmdastjórn SA skipuð

Á fyrsta fundi nýrrar stjórnar Samtaka atvinnulífsins (SA) í vikunni var skipuð ný framkvæmdastjórn SA fyrir starfsárið 2010-2011. Framkvæmdastjórn SA er skipuð formanni og varaformanni samtakanna ásamt 6 mönnum sem stjórnin kýs úr hópi stjórnarmanna.

Fjallað er um málið á vefsíðu SA. Þar segir að í framkvæmdastjórn SA 2010-2011 sitja auk Vilmundar Jósefssonar, formanns SA, og Gríms Sæmundsen, varaformanns SA, Birna Einarsdóttir, Finnur Árnason, Friðrik J. Arngrímsson, Helgi Magnússon, Margrét Kristmannsdóttir og Rannveig Rist.

Á aðalfundi SA 21. apríl var ákveðið að fjölga um einn í framkvæmdastjórn SA en úr framkvæmdastjórninni gekk Kristín Pétursdóttir, forstjóri Auðar Capital.

Framkvæmdastjórn SA stýrir starfsemi samtakanna í samræmi við stefnumörkun stjórnar og aðalfundar










Fleiri fréttir

Sjá meira


×