Viðskipti innlent

Hefði átt að upplýsa hluthafa FL um hvarf á þremur milljörðum

Helga Arnardóttir skrifar
Jóhannes Rúnar Jóhannsson segir að Ragnhildur hafi haft skyldum að gegna gagnvart hluthöfum félagsins.
Jóhannes Rúnar Jóhannsson segir að Ragnhildur hafi haft skyldum að gegna gagnvart hluthöfum félagsins.
Stjórn FL Group og forstjóra bar skylda til að upplýsa hluthafa félagsins um að þrír milljarðar hefðu horfið úr bókum þess í apríl 2005, andstætt því sem forstjórinn fyrrverandi hélt fram í gær. Þetta fullyrðir sérfræðingur í félagarétti.

Ragnhildur Geirsdóttir varð forstjóri FL Group sumarið 2005. Hún komst að því að Hannes Smárason þáverandi stjórnarformaður hefði í apríl sama ár millifært tæpa 3 milljarða af reikningi félagsins til Kaupþings í Lúxemborg án skýringa. Rúmum tveimur mánuðum síðar skilaði peningurinn sér aftur inn á reikning félagsins. Ragnhildur greindi stjórn félagsins frá þessu en lét þar við sitja. Hún greindi hvorki fjármálaeftirlitinu frá því né lögreglu.

Í viðtali við Stöð 2 í gær sagði hún sínar skyldur einungis hafa verið gagnvart stjórn félagsins. Jóhannes Rúnar Jóhannsson hæstaréttarlögmaður og aðjúnkt í félagarétti við HR segir að það hvíli ekki kæruskylda á forstjóra félagsins ef afbrot koma upp en hann telji að félagsstjórn og forstjóra hafi borið að upplýsa hluthafa félagsins um að innan félagsins hafi viðgengist starfsemi sem gæti ekki verið eðlileg. Hann segist telja að Ragnhildur hafi haft skyldum að gegna gagnvart hluthöfum.








Fleiri fréttir

Sjá meira


×