Viðskipti innlent

Stofnfjáreigendur missa allt sitt í Byr og Spkef

Sigríður Mogensen skrifar

Fjármálaeftirlitið hefur tekið yfir starfsemi Byrs og Sparisjóðsins í Keflavík (Spkef) og eru þeir nú að fullu í eigu ríkisins. Stofnfjáreigendur missa allt sitt.

Yfirtaka ríkisins á sparisjóðunum tveimur þýðir að stofnfjáreigendur tapa öllu sínu. Staðan er einstaklega slæm fyrir þá stofnfjáreigendur sem tekið hafa lán í tengslum við stofnfjáraukningu sparisjóðanna.

Hjá Byr er um að ræða 500 manns sem í heild skulda Íslandsbanka um 10 milljarða króna. Hafa þeir átt í deilum við bankann um hvaða tryggingar séu fyrir lánunum og mun það mál væntanlega verða leitt til lykta fyrir dómstólum.

Hvað stofnfjáreigendur hjá Spkef varðar gerðu samningaviðræðurnar við kröfuhafa ráð fyrir að stofnfjáreigendurnir myndu halda 3-5% af andvirði hluta sinna. Nú þegar ríkið hefur yfirtekið rekstur sparisjóðsins má reikna með að þetta litla hlutfall þurrkist alfarið út.











Athugið. Vísir hvetur lesendur til að skiptast á skoðunum. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Lesendur skulu halda sig við málefnalega og hófstillta umræðu og áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ummæli og/eða umræðu sem fer út fyrir þau mörk. Vísir mun loka á aðgang þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni eða gerast ítrekað brotlegir við ofangreindar umgengnisreglur.

Fleiri fréttir

Sjá meira


×