Höftum ekki aflétt í bráð Óli Kristján Ármannsson skrifar 22. apríl 2010 06:00 Fulltrúar AGS Franek Rozwadowski, sendifulltrúi AGS á Íslandi, og Mark Flanagan, yfirmaður sendinefndar AGS á Íslandi, voru til svara á símafundi með blaðamönnum í gær. Franek í Reykjavík og Mark í Washington í Bandaríkjunum. Fréttablaðið/GVA Vaxandi líkur eru á að kreppan á Íslandi verði ekki jafndjúp og búist var við, þótt hún verði djúp engu að síður. Þetta segir í niðurstöðum skýrslu starfshóps Alþjóðagjaldeyrissjóðsins (AGS) vegna annarrar endurskoðunar efnahagsáætlunar stjórnvalda og sjóðsins. Mark Flanagan, yfirmaður sendinefndar AGS um málefni Íslands, kynnti skýrsluna í gær. Búist er við að efnahagsbati hefjist á seinni hluta þessa árs, en líði þó fyrir nokkurn mótvind vegna skulda einkageirans og niðurskurðar hins opinbera. „Við lukum annarri endurskoðun efnahagsáætlunarinnar á föstudaginn var, 16. apríl, og á grundvelli hennar hefur sjóðurinn greitt Íslandi 160 milljónir dala,“ sagði Mark Flanagan, við upphaf símafundar þar sem skýrsla sendinefndar sjóðsins var kynnt. Hann áréttaði að sú töf sem orðið hafi á endurskoðuninni nú hafi ráðist af óvissu um fjármögnun áætlunarinnar. „Í lok mars fengum við staðfest að fjármögnun væri í höfn og að hún væri trygg til næstu tólf mánaða. Og að horfur væru á að full fjármögnun fengist fyrir lok tímamarka áætlunarinnar,“ sagði hann. Mark Flanagan lagði á það áherslu að orðalag í viljayfirlýsingu stjórnvalda um lausn Icesave-deilunnar væru frá stjórnvöldum komin. AGS stæði fyrir utan tvíhliða viðræður stjórnvalda hér við Breta og Hollendinga um málið og kæmu ekki að þeim á nokkurn hátt. Hann taldi þó líklegt að orðalagið hafi liðkað fyrir því að Norðurlönd hafi veitt vilyrði fyrir stuðningi við fjármögnun efnahagsáætlunar ríkisins og AGS, en stjórnvöld áréttuðu vilja sinn til að ná samkomulagi um Icesave. Fram kemur í skýrslunni að þremur lykilþáttum efnahagsáætlunar ríkisins og AGS sé nú lokið og sá fjórði, endurskipulagning sparisjóðanna, sé á lokastigi. Fram kemur að viðræður sendinefndar AGS og stjórnvalda hér hafi að mestu snúist um hvernig styðja mætti við efnahagsbata um leið og mætt væri markmiðum um bætta fjárhagsstjórn hins opinbera og endurskipulagningu fjármálakerfisins. Stjórnvöld og starfsfólk sjóðsins hafi verið sammála um að betri horfur fyrir hið opinbera leyfi heldur minni samdrátt opinberra útgjalda á þessu ári en stefnt hafi verið að. Um leið þurfi að hraða vinnu við endurskipulagningu einkaskulda, hvort heldur þær eru einstaklinga eða fyrirtækja. Í skýrslu sendinefndar AGS er fagnað þeim skrefum sem Seðlabankinn tók til stuðnings krónunni með því að efla gjaldeyrishöft, en með því hafi myndast rúm fyrir tilslökun vaxta sem styðji við hagvöxt. En vegna óvissu sem enn sé uppi um nákvæma tímasetningu fjármögnunar efnahagsáætlunar stjórnvalda hafi verið samdóma álit starfshóps AGS og stjórnvalda að leggja aukna áherslu á að auka gjaldeyrisforða Seðlabankans. Mark Flanagan segir að því stefnt að aflétta höftum jafnskjótt og auðið sé, en það verði þó tæpast á næstu tólf mánuðum, þótt það gæti mögulega hafist fljótlega eftir þann tíma. „Við þurfum að gera þetta í skrefum þar sem hægt verður að tryggja stöðugleika gjaldmiðilsins.“ Flanagan segir búist við að viðræður vegna þriðju endurskoðunar efnahagsáætlunarinnar hefjist í kringum júní á þessu ári. „Þá leggjum við mat á stöðuna og gerum þær leiðréttingar á stefnunni sem við teljum þörf á. Meðal þeirra mála sem við búumst við að ræða eru lok endurfjármögnunar sparisjóðanna, umbætur á reglum um endurskipulagningu einkaskulda til að ganga úr skugga um að hún gangi vel og þær aðgerðir sem þörf er á í fjármálum hins opinbera á árunum 2011 og 2012.“ Mest lesið Systurfélag ÞG verktaka kaupir Arnarland Viðskipti innlent Búinn að fá sig fullsaddan af þjónustunni hjá Wolt Neytendur Dældi dísil á bensínbíl en fær kostnaðinn endurgreiddan Neytendur Play sé ekki að fara á hausinn Viðskipti innlent „Er nú rétt að jafna mig á slæmu Wham! blæti“ Atvinnulíf Framkvæmdastjórar kveðja og sviðum stokkað upp Viðskipti innlent Sýnishornið of ólíkt borðplötunni sem skilaði sér heim Neytendur Fór yfir breytingarnar sem verði ekki allar þægilegar fyrir starfsfólk Viðskipti innlent Nýtti glugga þegar hann opnaðist og þurfti ekki að kaupa fyrirtækið til baka Viðskipti innlent Stefán stefnir á opnun fyrir jól: „Þetta verður bullandi stemning“ Viðskipti innlent Fleiri fréttir Systurfélag ÞG verktaka kaupir Arnarland Play sé ekki að fara á hausinn Fór yfir breytingarnar sem verði ekki allar þægilegar fyrir starfsfólk Framkvæmdastjórar kveðja og sviðum stokkað upp Sammála um aukna verðbólgu í september Tekur við stöðu framkvæmdastjóra LÍS Kristín nýr framkvæmdastjóri Eflu Taka tvær Airbus-þotur til á leigu Stefán stefnir á opnun fyrir jól: „Þetta verður bullandi stemning“ Vilja selja Landsbankann Lísbet nýr lögfræðingur Viðskiptaráðs Ráðin forstöðumaður Trygginga hjá Landsbankanum Samdráttur hafinn í byggingariðnaði sem skapi efnahagslegan vítahring Yrði fljótt kvíðinn með aleiguna í Bitcoin Kormákur og Skjöldur yfirgefa Leifsstöð Egill Örn inn fyrir Stefán hjá Solid Clouds Nýtti glugga þegar hann opnaðist og þurfti ekki að kaupa fyrirtækið til baka Breytingar á tollskrá megi ekki grafa undan íslenskri framleiðslu Matvöruverslanir kattslakar en lyfjarisi fylgist grannt með Stofnar einkahlutafélagið Uppselt ehf. Lítið fékkst upp í háar kröfur í bú Blackbox Bein útsending: Borgar sig að vanmeta menntun? Breytir tollflokkun pitsaosts eftir allt saman Ueno snýr aftur og Haraldur framkvæmdastjóri „Hvert á ég að ráðstafa séreigninni?“ „Óhóflegt gjald“ fyrir símanotkun í Bretlandi heyri fljótt sögunni til Elín Tinna nýr framkvæmdastjóri 66°Norður á Íslandi Heiðrún Lind kaupir í Sýn Ráðin forstöðukona markaðsmála hjá Olís Eldri stjórnendur sætti sig oftar við slæma hegðun og frammistöðu Sjá meira
Vaxandi líkur eru á að kreppan á Íslandi verði ekki jafndjúp og búist var við, þótt hún verði djúp engu að síður. Þetta segir í niðurstöðum skýrslu starfshóps Alþjóðagjaldeyrissjóðsins (AGS) vegna annarrar endurskoðunar efnahagsáætlunar stjórnvalda og sjóðsins. Mark Flanagan, yfirmaður sendinefndar AGS um málefni Íslands, kynnti skýrsluna í gær. Búist er við að efnahagsbati hefjist á seinni hluta þessa árs, en líði þó fyrir nokkurn mótvind vegna skulda einkageirans og niðurskurðar hins opinbera. „Við lukum annarri endurskoðun efnahagsáætlunarinnar á föstudaginn var, 16. apríl, og á grundvelli hennar hefur sjóðurinn greitt Íslandi 160 milljónir dala,“ sagði Mark Flanagan, við upphaf símafundar þar sem skýrsla sendinefndar sjóðsins var kynnt. Hann áréttaði að sú töf sem orðið hafi á endurskoðuninni nú hafi ráðist af óvissu um fjármögnun áætlunarinnar. „Í lok mars fengum við staðfest að fjármögnun væri í höfn og að hún væri trygg til næstu tólf mánaða. Og að horfur væru á að full fjármögnun fengist fyrir lok tímamarka áætlunarinnar,“ sagði hann. Mark Flanagan lagði á það áherslu að orðalag í viljayfirlýsingu stjórnvalda um lausn Icesave-deilunnar væru frá stjórnvöldum komin. AGS stæði fyrir utan tvíhliða viðræður stjórnvalda hér við Breta og Hollendinga um málið og kæmu ekki að þeim á nokkurn hátt. Hann taldi þó líklegt að orðalagið hafi liðkað fyrir því að Norðurlönd hafi veitt vilyrði fyrir stuðningi við fjármögnun efnahagsáætlunar ríkisins og AGS, en stjórnvöld áréttuðu vilja sinn til að ná samkomulagi um Icesave. Fram kemur í skýrslunni að þremur lykilþáttum efnahagsáætlunar ríkisins og AGS sé nú lokið og sá fjórði, endurskipulagning sparisjóðanna, sé á lokastigi. Fram kemur að viðræður sendinefndar AGS og stjórnvalda hér hafi að mestu snúist um hvernig styðja mætti við efnahagsbata um leið og mætt væri markmiðum um bætta fjárhagsstjórn hins opinbera og endurskipulagningu fjármálakerfisins. Stjórnvöld og starfsfólk sjóðsins hafi verið sammála um að betri horfur fyrir hið opinbera leyfi heldur minni samdrátt opinberra útgjalda á þessu ári en stefnt hafi verið að. Um leið þurfi að hraða vinnu við endurskipulagningu einkaskulda, hvort heldur þær eru einstaklinga eða fyrirtækja. Í skýrslu sendinefndar AGS er fagnað þeim skrefum sem Seðlabankinn tók til stuðnings krónunni með því að efla gjaldeyrishöft, en með því hafi myndast rúm fyrir tilslökun vaxta sem styðji við hagvöxt. En vegna óvissu sem enn sé uppi um nákvæma tímasetningu fjármögnunar efnahagsáætlunar stjórnvalda hafi verið samdóma álit starfshóps AGS og stjórnvalda að leggja aukna áherslu á að auka gjaldeyrisforða Seðlabankans. Mark Flanagan segir að því stefnt að aflétta höftum jafnskjótt og auðið sé, en það verði þó tæpast á næstu tólf mánuðum, þótt það gæti mögulega hafist fljótlega eftir þann tíma. „Við þurfum að gera þetta í skrefum þar sem hægt verður að tryggja stöðugleika gjaldmiðilsins.“ Flanagan segir búist við að viðræður vegna þriðju endurskoðunar efnahagsáætlunarinnar hefjist í kringum júní á þessu ári. „Þá leggjum við mat á stöðuna og gerum þær leiðréttingar á stefnunni sem við teljum þörf á. Meðal þeirra mála sem við búumst við að ræða eru lok endurfjármögnunar sparisjóðanna, umbætur á reglum um endurskipulagningu einkaskulda til að ganga úr skugga um að hún gangi vel og þær aðgerðir sem þörf er á í fjármálum hins opinbera á árunum 2011 og 2012.“
Mest lesið Systurfélag ÞG verktaka kaupir Arnarland Viðskipti innlent Búinn að fá sig fullsaddan af þjónustunni hjá Wolt Neytendur Dældi dísil á bensínbíl en fær kostnaðinn endurgreiddan Neytendur Play sé ekki að fara á hausinn Viðskipti innlent „Er nú rétt að jafna mig á slæmu Wham! blæti“ Atvinnulíf Framkvæmdastjórar kveðja og sviðum stokkað upp Viðskipti innlent Sýnishornið of ólíkt borðplötunni sem skilaði sér heim Neytendur Fór yfir breytingarnar sem verði ekki allar þægilegar fyrir starfsfólk Viðskipti innlent Nýtti glugga þegar hann opnaðist og þurfti ekki að kaupa fyrirtækið til baka Viðskipti innlent Stefán stefnir á opnun fyrir jól: „Þetta verður bullandi stemning“ Viðskipti innlent Fleiri fréttir Systurfélag ÞG verktaka kaupir Arnarland Play sé ekki að fara á hausinn Fór yfir breytingarnar sem verði ekki allar þægilegar fyrir starfsfólk Framkvæmdastjórar kveðja og sviðum stokkað upp Sammála um aukna verðbólgu í september Tekur við stöðu framkvæmdastjóra LÍS Kristín nýr framkvæmdastjóri Eflu Taka tvær Airbus-þotur til á leigu Stefán stefnir á opnun fyrir jól: „Þetta verður bullandi stemning“ Vilja selja Landsbankann Lísbet nýr lögfræðingur Viðskiptaráðs Ráðin forstöðumaður Trygginga hjá Landsbankanum Samdráttur hafinn í byggingariðnaði sem skapi efnahagslegan vítahring Yrði fljótt kvíðinn með aleiguna í Bitcoin Kormákur og Skjöldur yfirgefa Leifsstöð Egill Örn inn fyrir Stefán hjá Solid Clouds Nýtti glugga þegar hann opnaðist og þurfti ekki að kaupa fyrirtækið til baka Breytingar á tollskrá megi ekki grafa undan íslenskri framleiðslu Matvöruverslanir kattslakar en lyfjarisi fylgist grannt með Stofnar einkahlutafélagið Uppselt ehf. Lítið fékkst upp í háar kröfur í bú Blackbox Bein útsending: Borgar sig að vanmeta menntun? Breytir tollflokkun pitsaosts eftir allt saman Ueno snýr aftur og Haraldur framkvæmdastjóri „Hvert á ég að ráðstafa séreigninni?“ „Óhóflegt gjald“ fyrir símanotkun í Bretlandi heyri fljótt sögunni til Elín Tinna nýr framkvæmdastjóri 66°Norður á Íslandi Heiðrún Lind kaupir í Sýn Ráðin forstöðukona markaðsmála hjá Olís Eldri stjórnendur sætti sig oftar við slæma hegðun og frammistöðu Sjá meira