Viðskipti innlent

Starfsemi útibúa Byrs og SpKef óbreytt í dag

Ríkið hefur tekið yfir rekstur Sparisjóðs Keflavíkur og Byrs-sparisjóðs. Þetta var staðfest í tilkynningu sem fjármálaráðuneytið sendi frá að ganga hálfeitt í nótt en fyrr um kvöldið hafði Vísir greint frá fyrirætlunum ríkisins.

Fjármálaeftirlitið hefur flutt innlán og eignir sparisjóðanna til nýrra fjármálafyrirtækja í eigu ríkisins og verður starfssemi í útibúum sjóðanna með eðlilegum hætti og innistæður viðskiptavina tryggðar.

Í tilkynningunni segir að að stjórnir sparisjóðanna hafi óskað eftir að Fjármálaeftirlitið tæki yfir starfssemi þeirra þar sem að samningaviðræður við kröfuhafa hafi ekki skilað árangri.

Í stjórn sparisjóðsins, SpKef sparisjóður sem tekur við starfsemi Sparisjóðsins í Keflavík, sitja Ásta Dís Óladóttir, formaður, Helga Loftsdóttir, Valdimar Halldórsson, Anna María Pétursdóttir og Ottó Hafliðason.

Nýtt hlutafélag, Byr hf., tekur við starfsemi Byrs sparisjóðs, en í stjórn þess eiga sæti Stefán Halldórsson, formaður, Ólafur Halldórsson, Dóra Sif Tynes, Árelía Guðmundsdóttir og Páll Ásgrímsson.

Stjórnirnar munu funda með starfsfólki í dag.








Tengdar fréttir

Byr og SpKef teknir yfir af ríkinu

Byr Sparisjóður verður tekinn yfir af Fjármálaeftirlitinu í fyrramálið. Heimildir Vísis herma að stjórn sjóðsins hafi farið fram á þetta í kvöld. Á vef Víkurfrétta er greint frá því að stjórn Sparisjóðsins í Keflavík hafi farið fram á hið sama og að sá sjóður verði því einnig tekinn yfir á morgun.





Athugið. Vísir hvetur lesendur til að skiptast á skoðunum. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Lesendur skulu halda sig við málefnalega og hófstillta umræðu og áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ummæli og/eða umræðu sem fer út fyrir þau mörk. Vísir mun loka á aðgang þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni eða gerast ítrekað brotlegir við ofangreindar umgengnisreglur.

Fleiri fréttir

Sjá meira


×