Ragnhildur Geirsdóttir: „Mér leið ekki vel hjá FL Group“ Sigríður Mogensen skrifar 20. apríl 2010 19:15 Ragnhildur Geirsdóttir útskýrði í dag ástæður þess að hún lét af störfum hjá FL Group. Mynd/ E. Ól. Þegar Ragnhildur Geirsdóttir tók við starfi forstjóra FL Group sumarið 2005 fékk hún vitneskju um að Hannes Smárason, stjórnarformaður, hefði í apríl sama ár látið millifæra tæpa 3 milljarða króna af reikningum félagsins til Kaupþings í Lúxemborg. Engin gögn voru til um málið og hefur Ragnhildur aldrei fengið fullnægjandi skýringar á millifærslunni, þó vísbendingar hafi verið um að peningarnir hafi á einhverjum tímapunkti verið millifærðir á Fons. En af hverju stígur Ragnhildur fram núna með þessar upplýsingar? „Mér finnst vegið að mér í umræðunni sem hefur átt sér stað í framhaldi af útkomu skýrslu Rannsóknarnefndar Alþingis, þar sem ýjað er að því að ég hafi fengið peninga fyrir að þegja - sem er engan veginn rétt" Ragnhildur segist aldrei hafa fengið almennilegar skýringar á millifærslunni: „Eina skýringin var að peningurinn ætti að vera til reiðu hjá Kaupþingi í Lúx, en þrátt fyrir ítrekaða eftirgrennslan þá komu engar upplýsingar um peninginn og hvar hann væri og af hverju hann væri þarna, mér fannst það aldrei viðunandi skýring og að þurfa að eyða stórum hluta vinnu minnar í margar vikur að þurfa að leysa úr þessu máli fannst mér ekki eðlilegt," segir Ragnhildur. Rúmum tveimur mánuðum eftir að peningurinn fór til Kaupþings skilaði hann sér aftur inn á reikning FL Group, ásamt vöxtum. „Grunar þig að þessir þrír milljarðar hafi verið notaðir til að fjármagna kaup Fons á Sterling? „Ég ætla ekki að vera með vangaveltur um það, en ég hef séð gögn sem gefa til kynna að Fons hafi haft eitthvað með málið að gera, en þau gögn sem ég hafði á þeim tíma voru það takmörkuð að þau gátu ekki staðfest það, " segir Ragnhildur. Hún hafi engar óyggjandi sannanir fyrir aðkomu Fons að málinu né gögn sem geti rökstutt þá aðkomu. Ragnhildur segist ekki hafa tilkynnt Fjármálaeftirlitinu um millifærsluna eftir að hún hætti. Sem forstjóri hafi hennar skyldur verið við stjórn félagsins. Hún hafi farið framhjá Hannesi, og í raun brotið trúnað við hann, talað við aðra stjórnarmenn í félaginu og gert þeim grein fyrir málinu. „Það var það sem ég gerði og taldi vera rétt, og ég hef ráðfært mig við lögfræðinga bæði þá og núna og niðurstaðan var sú að það væri það rétta í stöðunni," segir Ragnhildur enda hafi hún ekki sannanir um að eitthvað ólöglegt hafi átt sér stað. Tilefni sé til að yfirvöld skoði málið í ljósi aðstæðna í dag. Ragnhildur segir að sér hafi liðið illa sem forstjóri FL Group. „Þetta var ekki umverfi sem hentaði mér," segir Ragnhildur. Lagalega hafi hún borið ábyrgð á FL Group, en aðrir hafi tekið ákvarðanirnar. „Mér leið ekki vel í vinnunni og það var ástæðan fyrir því að ég ákvað að hætta". Ragnhildur segir að erfitt hafi verið að hætta í draumastarfinu, eftir nokkurra mánaða setu. Ragnhildur segist ekki hafa hitt Hannes Smárason frá því hún gekk út úr FL Group árið 2005. Í yfirlýsingu sem Ragnhildur sendi frá sér í dag kemur fram að árið 2005 hafi hún séð Excel skjal þar sem fram komu upplýsingar sem mátti skilja sem svo að peningarnir hafi á einhverjum tímapunkti, í einhverjum tilgangi verið millifærðir á Fons. Um excel skjalið segir Ragnhildur: „Það kemur þarna fram að þessir peningar hefðu mögulega verið millifærðir á Fons en þetta var hins vegar á því formi að það er ekki hægt að rökstyðja neitt með því að mínu mati." En kom Pálmi eitthvað að þessum ákvörðunum og að því sem var í gangi inn í FL Group á þessum tíma, sem eigandi Fons? "Nei ég átti aldrei nein samskipti við hann," segir Ragnhildur Geirsdóttir, fyrrverandi forstjóri FL Group. Mest lesið Verðbólgan hjaðnar á ný Viðskipti innlent Í vinnutengdri ástarsorg Atvinnulíf Gáfust upp á Facebook og opna verslun fyrir notaðar íþróttavörur Viðskipti innlent Endurskipuleggja reksturinn „í vinsemd og virðingu“ Viðskipti innlent Tekjur jukust um helming milli ára Viðskipti innlent Hátt í þrjátíu sagt upp hjá Play Viðskipti innlent Japanskir bílaframleiðendur í skýjunum eftir tollasamkomulag Viðskipti erlent „Þær eru bara of dýrar“ Neytendur Róðurinn þungur en hefur ekki áhyggjur af Play Viðskipti innlent Plötuðu erlent fyrirtæki til að greiða sér tugi milljóna: Annar sagður hrokafullur en hinn sýndi iðrun Viðskipti innlent Fleiri fréttir Verðbólgan hjaðnar á ný Gáfust upp á Facebook og opna verslun fyrir notaðar íþróttavörur Endurskipuleggja reksturinn „í vinsemd og virðingu“ Tekjur jukust um helming milli ára Hátt í þrjátíu sagt upp hjá Play Gengið rétti lítillega úr kútnum en hefur aldrei verið lægra Róðurinn þungur en hefur ekki áhyggjur af Play HBO Max streymisveitan komin til Íslands Gengi Play í frjálsu falli Alþjóðlegt bílafyrirtæki kaupir Öskju og systurfélög Búast við tveggja milljarða tapi Samruninn muni taka langan tíma Orri til liðs við Íslandsbanka Tæpur milljarður í höfundarréttartekjur Erlendir farþegar á bak við 81 prósent tekna Icelandair Auður leiðir nýja samsteypu á íslenskum markaði Virði Icelandair hrapar eftir uppgjör „Við erum alls ekki í nokkru stríði“ Plötuðu erlent fyrirtæki til að greiða sér tugi milljóna: Annar sagður hrokafullur en hinn sýndi iðrun Vaka stýrir Collab Hagnaður Arion flaug fram úr væntingum Fjárfestar í sjávarútvegi fari að líta annað Hvenær er skynsamlegt að taka út viðbótalífeyrissparnað? Stígur til hliðar vegna „ólíkrar sýnar“ á breytingar Davíð nýr framkvæmdastjóri áfangastaða hjá Arctic Adventures Seldi íbúðina og keypti Bitcoin í staðinn Íbúðum í byggingu fækkar Selja Lagarfoss með tæplega hálfs milljarðs tapi Ójafnrétti að konur þurfi að ganga á veikindarétt vegna barneigna Fyrirtæki í vopnaframleiðslu eru á rauðum lista Sjá meira
Þegar Ragnhildur Geirsdóttir tók við starfi forstjóra FL Group sumarið 2005 fékk hún vitneskju um að Hannes Smárason, stjórnarformaður, hefði í apríl sama ár látið millifæra tæpa 3 milljarða króna af reikningum félagsins til Kaupþings í Lúxemborg. Engin gögn voru til um málið og hefur Ragnhildur aldrei fengið fullnægjandi skýringar á millifærslunni, þó vísbendingar hafi verið um að peningarnir hafi á einhverjum tímapunkti verið millifærðir á Fons. En af hverju stígur Ragnhildur fram núna með þessar upplýsingar? „Mér finnst vegið að mér í umræðunni sem hefur átt sér stað í framhaldi af útkomu skýrslu Rannsóknarnefndar Alþingis, þar sem ýjað er að því að ég hafi fengið peninga fyrir að þegja - sem er engan veginn rétt" Ragnhildur segist aldrei hafa fengið almennilegar skýringar á millifærslunni: „Eina skýringin var að peningurinn ætti að vera til reiðu hjá Kaupþingi í Lúx, en þrátt fyrir ítrekaða eftirgrennslan þá komu engar upplýsingar um peninginn og hvar hann væri og af hverju hann væri þarna, mér fannst það aldrei viðunandi skýring og að þurfa að eyða stórum hluta vinnu minnar í margar vikur að þurfa að leysa úr þessu máli fannst mér ekki eðlilegt," segir Ragnhildur. Rúmum tveimur mánuðum eftir að peningurinn fór til Kaupþings skilaði hann sér aftur inn á reikning FL Group, ásamt vöxtum. „Grunar þig að þessir þrír milljarðar hafi verið notaðir til að fjármagna kaup Fons á Sterling? „Ég ætla ekki að vera með vangaveltur um það, en ég hef séð gögn sem gefa til kynna að Fons hafi haft eitthvað með málið að gera, en þau gögn sem ég hafði á þeim tíma voru það takmörkuð að þau gátu ekki staðfest það, " segir Ragnhildur. Hún hafi engar óyggjandi sannanir fyrir aðkomu Fons að málinu né gögn sem geti rökstutt þá aðkomu. Ragnhildur segist ekki hafa tilkynnt Fjármálaeftirlitinu um millifærsluna eftir að hún hætti. Sem forstjóri hafi hennar skyldur verið við stjórn félagsins. Hún hafi farið framhjá Hannesi, og í raun brotið trúnað við hann, talað við aðra stjórnarmenn í félaginu og gert þeim grein fyrir málinu. „Það var það sem ég gerði og taldi vera rétt, og ég hef ráðfært mig við lögfræðinga bæði þá og núna og niðurstaðan var sú að það væri það rétta í stöðunni," segir Ragnhildur enda hafi hún ekki sannanir um að eitthvað ólöglegt hafi átt sér stað. Tilefni sé til að yfirvöld skoði málið í ljósi aðstæðna í dag. Ragnhildur segir að sér hafi liðið illa sem forstjóri FL Group. „Þetta var ekki umverfi sem hentaði mér," segir Ragnhildur. Lagalega hafi hún borið ábyrgð á FL Group, en aðrir hafi tekið ákvarðanirnar. „Mér leið ekki vel í vinnunni og það var ástæðan fyrir því að ég ákvað að hætta". Ragnhildur segir að erfitt hafi verið að hætta í draumastarfinu, eftir nokkurra mánaða setu. Ragnhildur segist ekki hafa hitt Hannes Smárason frá því hún gekk út úr FL Group árið 2005. Í yfirlýsingu sem Ragnhildur sendi frá sér í dag kemur fram að árið 2005 hafi hún séð Excel skjal þar sem fram komu upplýsingar sem mátti skilja sem svo að peningarnir hafi á einhverjum tímapunkti, í einhverjum tilgangi verið millifærðir á Fons. Um excel skjalið segir Ragnhildur: „Það kemur þarna fram að þessir peningar hefðu mögulega verið millifærðir á Fons en þetta var hins vegar á því formi að það er ekki hægt að rökstyðja neitt með því að mínu mati." En kom Pálmi eitthvað að þessum ákvörðunum og að því sem var í gangi inn í FL Group á þessum tíma, sem eigandi Fons? "Nei ég átti aldrei nein samskipti við hann," segir Ragnhildur Geirsdóttir, fyrrverandi forstjóri FL Group.
Mest lesið Verðbólgan hjaðnar á ný Viðskipti innlent Í vinnutengdri ástarsorg Atvinnulíf Gáfust upp á Facebook og opna verslun fyrir notaðar íþróttavörur Viðskipti innlent Endurskipuleggja reksturinn „í vinsemd og virðingu“ Viðskipti innlent Tekjur jukust um helming milli ára Viðskipti innlent Hátt í þrjátíu sagt upp hjá Play Viðskipti innlent Japanskir bílaframleiðendur í skýjunum eftir tollasamkomulag Viðskipti erlent „Þær eru bara of dýrar“ Neytendur Róðurinn þungur en hefur ekki áhyggjur af Play Viðskipti innlent Plötuðu erlent fyrirtæki til að greiða sér tugi milljóna: Annar sagður hrokafullur en hinn sýndi iðrun Viðskipti innlent Fleiri fréttir Verðbólgan hjaðnar á ný Gáfust upp á Facebook og opna verslun fyrir notaðar íþróttavörur Endurskipuleggja reksturinn „í vinsemd og virðingu“ Tekjur jukust um helming milli ára Hátt í þrjátíu sagt upp hjá Play Gengið rétti lítillega úr kútnum en hefur aldrei verið lægra Róðurinn þungur en hefur ekki áhyggjur af Play HBO Max streymisveitan komin til Íslands Gengi Play í frjálsu falli Alþjóðlegt bílafyrirtæki kaupir Öskju og systurfélög Búast við tveggja milljarða tapi Samruninn muni taka langan tíma Orri til liðs við Íslandsbanka Tæpur milljarður í höfundarréttartekjur Erlendir farþegar á bak við 81 prósent tekna Icelandair Auður leiðir nýja samsteypu á íslenskum markaði Virði Icelandair hrapar eftir uppgjör „Við erum alls ekki í nokkru stríði“ Plötuðu erlent fyrirtæki til að greiða sér tugi milljóna: Annar sagður hrokafullur en hinn sýndi iðrun Vaka stýrir Collab Hagnaður Arion flaug fram úr væntingum Fjárfestar í sjávarútvegi fari að líta annað Hvenær er skynsamlegt að taka út viðbótalífeyrissparnað? Stígur til hliðar vegna „ólíkrar sýnar“ á breytingar Davíð nýr framkvæmdastjóri áfangastaða hjá Arctic Adventures Seldi íbúðina og keypti Bitcoin í staðinn Íbúðum í byggingu fækkar Selja Lagarfoss með tæplega hálfs milljarðs tapi Ójafnrétti að konur þurfi að ganga á veikindarétt vegna barneigna Fyrirtæki í vopnaframleiðslu eru á rauðum lista Sjá meira
Plötuðu erlent fyrirtæki til að greiða sér tugi milljóna: Annar sagður hrokafullur en hinn sýndi iðrun Viðskipti innlent
Plötuðu erlent fyrirtæki til að greiða sér tugi milljóna: Annar sagður hrokafullur en hinn sýndi iðrun
Plötuðu erlent fyrirtæki til að greiða sér tugi milljóna: Annar sagður hrokafullur en hinn sýndi iðrun Viðskipti innlent