Viðskipti innlent

Hætti hjá FL Group vegna dularfullrar millifærslu

Ragnhildur Geirsdóttir hætti vegna dularfullrar millifærslu FL Group og kaupa félagsins á Sterling sem var furðu hátt eftir að Fons keypti það.
Ragnhildur Geirsdóttir hætti vegna dularfullrar millifærslu FL Group og kaupa félagsins á Sterling sem var furðu hátt eftir að Fons keypti það.

Ragnhildur Geirsdóttir, fyrrverandi forstjóri FL Group hefur sent frá sér yfirlýsingu vegna starfsloka sinna hjá FL Group. Hún segir ástæðuna hafa verið dularfulla millifærslu af reikningi FL Group yfir í Kaupþingi í Lúxemborg upp á þrjá milljarða króna.

Í yfirlýsingunni segir hún orðrétt: Engar skýringar, lánaskjöl eða önnur gögn voru til um málið og millifærslan var án vitneskju annarra stjórnarmanna félagsins. Hannes [Smárason. innsk.blaðamanns] gaf þá skýringu að fjármunirnir væru í vörslu Kaupþings í Lúxemborg og ættu að vera þar til reiðu ef taka þyrfti skyndiákvarðanir um fjárfestingar. Hins vegar neitaði Kaupþing í Lúxemborg ítrekað að gefa mér og öðrum stjórnendum FL Group upplýsingar um peningana og bar við bankaleynd.

Ragnhildur segist hafa rætt við stjórnarformann félagsins, sem var Hannes Smárason, og gert honum grein fyrir því að ekki væri unnt að una við óbreytta stöðu málsins. Annað hvort yrði að upplýsa hvar fjármunirnir væru niðurkomnir eða að þeir skiluðu sér aftur til FL Group með vöxtum.

Hún segir að það hafi ekki verið fyrr en hún talaði beint við forstjóra Kaupþings banka og greindi honum frá málavöxtum að peningarnir skiluðu sér loksins inn á reikning FL Group ásamt vöxtum, fyrir lok júní árið 2006.

Svo spyr hún: „Hvar voru svo peningarnir niður komnir? Stjórnarformaður FL Group gaf aldrei viðunandi skýringu á því, að mínu mati. Hins vegar barst á þessum tíma útprentun úr Excel skjali frá Kaupþingi í Lúxemborg þar sem fram komu upplýsingar sem mátti skilja sem svo að peningarnir hefðu á einhverjum tímapunkti, í einhverjum tilgangi, verið millifærðir á Fons. Staðfestingu á því hef ég hins vegar aldrei fengið, hvorki hjá stjórnarformanninum, bankanum né öðrum aðilum.“

Ragnheiður segist svo hafa hætt að lokum hjá FL Group vegna kaupa félagsins á Sterling flugfélaginu.

Orðrétt segir í tilkynningunni: „Mér þótti því ekki skynsamlegt fyrir FL Group að kaupa Sterling, allra síst þegar horft var til þess að kominn var verðmiði á félagið upp á tæpa 15 milljarða króna, sem var að mínu mati óskiljanleg verðhækkun á þeim fáu mánuðum sem Sterling var í eigu Fons."

Hægt er að lesa tilkynninguna hér fyrir neðan.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×