Hátækni og þjónusta 5,5% af útflutningstekjum þjóðarinnar 23. apríl 2010 10:29 Verðmæti útflutnings á hátæknivörum og þjónustu á síðasta ári nam 37 milljörðum íslenskra króna. Það jafngilti 5,5% af heildarútflutningstekjum þjóðarinnar. Þetta kom fram í ræðu sem Svana Helen Björnsdóttir, forstjóri Stika og formaður Samtaka sprotafyrirtækja, flutti á aðalfundi Samtaka atvinnulífsins á síðasta degi vetrar. Ræðan er birt í heild á vefsíðu SA. Svana segir að á síðustu 10 árum hafi þessi verðmæti nærri fimmfaldast og frekari sóknarfæri séu til staðar innan hátækni- og sprotagreina á Íslandi. Tími sé kominn til að virkja mannauð betur á Íslandi en verið hefur til verðmætasköpunar. „Á árunum 2002 til 2008, meðan á meintu góðæri stóð, ríkti kreppa og nauð í hátæknigeiranum hér á landi. Kreppa sem stoppaði vöxt þessarar greinar í mörg ár og orsakaðist fyrst og fremst af því að bankar og fjármálastofnanir soguðu til sín tæknimenntað vinnuafl og hrifsuðu til sín starfsfólk sprotafyrirtækjanna með alls kyns gylliboðum," segir Svana. „Hrun íslenska fjármálamarkaðarins og íslensku krónunnar í árslok 2008 hafði í för með sér auknar útflutningstekjur þeirra fyrirtækja sem útflutning stunda og sprotafyrirtæki urðu á ný samkeppnishæf á vinnumarkaði. Svo virtist sem tími íslenskra sprotafyrirtækja væri runninn upp, en er víst að svo sé?" Spurningunni svarar Svana í 12 liðum. Þar segir m.a.: „Það vantar sérmenntað tæknifólk á Íslandi og íslensk sprotafyrirtæki þurfa sem fyrr að sækja hæfa sérfræðinga til starfa frá útlöndum. Það eru einfaldlega ekki nógu margir tölvunarfræðingar, verkfræðingar og aðrir slíkir sérfræðingar hér á landi. En það er einnig skortur á sérmenntuðu fólki erlendis, þannig að samkeppnin um vinnuaflið er alþjóðleg." Svana segir að sprotafyrirtækin þurfi alþjóðlega samvinnu, við kaupendur vöru og þjónustu, til að rannsóknarstarf og vöruþróun beri tilætlaðan árangur. Sprotafyrirtæki þurfa að eiga greiða leið að samstarfi við háskóla, ekki aðeins innlenda heldur einnig erlenda. Þar er uppspretta þekkingar og þaðan koma í mörgum tilvikum sérfræðingarnir sem sprotafyrirtækin þurfa svo sárlega. Þá vill Svana efla Tækniþróunarsjóð, afnema gjaldeyrishöftin og auka hvata innan menntastofnana, ekki síst háskólanna, til að starfsmenn þeirra vilji taka þátt í hagnýtri og atvinnuskapandi nýsköpun svo dæmi séu tekin. Mest lesið Systurfélag ÞG verktaka kaupir Arnarland Viðskipti innlent Búinn að fá sig fullsaddan af þjónustunni hjá Wolt Neytendur Dældi dísil á bensínbíl en fær kostnaðinn endurgreiddan Neytendur „Er nú rétt að jafna mig á slæmu Wham! blæti“ Atvinnulíf Play sé ekki að fara á hausinn Viðskipti innlent Framkvæmdastjórar kveðja og sviðum stokkað upp Viðskipti innlent Sýnishornið of ólíkt borðplötunni sem skilaði sér heim Neytendur Nýtti glugga þegar hann opnaðist og þurfti ekki að kaupa fyrirtækið til baka Viðskipti innlent Fór yfir breytingarnar sem verði ekki allar þægilegar fyrir starfsfólk Viðskipti innlent Stefán stefnir á opnun fyrir jól: „Þetta verður bullandi stemning“ Viðskipti innlent Fleiri fréttir Systurfélag ÞG verktaka kaupir Arnarland Play sé ekki að fara á hausinn Fór yfir breytingarnar sem verði ekki allar þægilegar fyrir starfsfólk Framkvæmdastjórar kveðja og sviðum stokkað upp Sammála um aukna verðbólgu í september Tekur við stöðu framkvæmdastjóra LÍS Kristín nýr framkvæmdastjóri Eflu Taka tvær Airbus-þotur til á leigu Stefán stefnir á opnun fyrir jól: „Þetta verður bullandi stemning“ Vilja selja Landsbankann Lísbet nýr lögfræðingur Viðskiptaráðs Ráðin forstöðumaður Trygginga hjá Landsbankanum Samdráttur hafinn í byggingariðnaði sem skapi efnahagslegan vítahring Yrði fljótt kvíðinn með aleiguna í Bitcoin Kormákur og Skjöldur yfirgefa Leifsstöð Egill Örn inn fyrir Stefán hjá Solid Clouds Nýtti glugga þegar hann opnaðist og þurfti ekki að kaupa fyrirtækið til baka Breytingar á tollskrá megi ekki grafa undan íslenskri framleiðslu Matvöruverslanir kattslakar en lyfjarisi fylgist grannt með Stofnar einkahlutafélagið Uppselt ehf. Lítið fékkst upp í háar kröfur í bú Blackbox Bein útsending: Borgar sig að vanmeta menntun? Breytir tollflokkun pitsaosts eftir allt saman Ueno snýr aftur og Haraldur framkvæmdastjóri „Hvert á ég að ráðstafa séreigninni?“ „Óhóflegt gjald“ fyrir símanotkun í Bretlandi heyri fljótt sögunni til Elín Tinna nýr framkvæmdastjóri 66°Norður á Íslandi Heiðrún Lind kaupir í Sýn Ráðin forstöðukona markaðsmála hjá Olís Eldri stjórnendur sætti sig oftar við slæma hegðun og frammistöðu Sjá meira
Verðmæti útflutnings á hátæknivörum og þjónustu á síðasta ári nam 37 milljörðum íslenskra króna. Það jafngilti 5,5% af heildarútflutningstekjum þjóðarinnar. Þetta kom fram í ræðu sem Svana Helen Björnsdóttir, forstjóri Stika og formaður Samtaka sprotafyrirtækja, flutti á aðalfundi Samtaka atvinnulífsins á síðasta degi vetrar. Ræðan er birt í heild á vefsíðu SA. Svana segir að á síðustu 10 árum hafi þessi verðmæti nærri fimmfaldast og frekari sóknarfæri séu til staðar innan hátækni- og sprotagreina á Íslandi. Tími sé kominn til að virkja mannauð betur á Íslandi en verið hefur til verðmætasköpunar. „Á árunum 2002 til 2008, meðan á meintu góðæri stóð, ríkti kreppa og nauð í hátæknigeiranum hér á landi. Kreppa sem stoppaði vöxt þessarar greinar í mörg ár og orsakaðist fyrst og fremst af því að bankar og fjármálastofnanir soguðu til sín tæknimenntað vinnuafl og hrifsuðu til sín starfsfólk sprotafyrirtækjanna með alls kyns gylliboðum," segir Svana. „Hrun íslenska fjármálamarkaðarins og íslensku krónunnar í árslok 2008 hafði í för með sér auknar útflutningstekjur þeirra fyrirtækja sem útflutning stunda og sprotafyrirtæki urðu á ný samkeppnishæf á vinnumarkaði. Svo virtist sem tími íslenskra sprotafyrirtækja væri runninn upp, en er víst að svo sé?" Spurningunni svarar Svana í 12 liðum. Þar segir m.a.: „Það vantar sérmenntað tæknifólk á Íslandi og íslensk sprotafyrirtæki þurfa sem fyrr að sækja hæfa sérfræðinga til starfa frá útlöndum. Það eru einfaldlega ekki nógu margir tölvunarfræðingar, verkfræðingar og aðrir slíkir sérfræðingar hér á landi. En það er einnig skortur á sérmenntuðu fólki erlendis, þannig að samkeppnin um vinnuaflið er alþjóðleg." Svana segir að sprotafyrirtækin þurfi alþjóðlega samvinnu, við kaupendur vöru og þjónustu, til að rannsóknarstarf og vöruþróun beri tilætlaðan árangur. Sprotafyrirtæki þurfa að eiga greiða leið að samstarfi við háskóla, ekki aðeins innlenda heldur einnig erlenda. Þar er uppspretta þekkingar og þaðan koma í mörgum tilvikum sérfræðingarnir sem sprotafyrirtækin þurfa svo sárlega. Þá vill Svana efla Tækniþróunarsjóð, afnema gjaldeyrishöftin og auka hvata innan menntastofnana, ekki síst háskólanna, til að starfsmenn þeirra vilji taka þátt í hagnýtri og atvinnuskapandi nýsköpun svo dæmi séu tekin.
Mest lesið Systurfélag ÞG verktaka kaupir Arnarland Viðskipti innlent Búinn að fá sig fullsaddan af þjónustunni hjá Wolt Neytendur Dældi dísil á bensínbíl en fær kostnaðinn endurgreiddan Neytendur „Er nú rétt að jafna mig á slæmu Wham! blæti“ Atvinnulíf Play sé ekki að fara á hausinn Viðskipti innlent Framkvæmdastjórar kveðja og sviðum stokkað upp Viðskipti innlent Sýnishornið of ólíkt borðplötunni sem skilaði sér heim Neytendur Nýtti glugga þegar hann opnaðist og þurfti ekki að kaupa fyrirtækið til baka Viðskipti innlent Fór yfir breytingarnar sem verði ekki allar þægilegar fyrir starfsfólk Viðskipti innlent Stefán stefnir á opnun fyrir jól: „Þetta verður bullandi stemning“ Viðskipti innlent Fleiri fréttir Systurfélag ÞG verktaka kaupir Arnarland Play sé ekki að fara á hausinn Fór yfir breytingarnar sem verði ekki allar þægilegar fyrir starfsfólk Framkvæmdastjórar kveðja og sviðum stokkað upp Sammála um aukna verðbólgu í september Tekur við stöðu framkvæmdastjóra LÍS Kristín nýr framkvæmdastjóri Eflu Taka tvær Airbus-þotur til á leigu Stefán stefnir á opnun fyrir jól: „Þetta verður bullandi stemning“ Vilja selja Landsbankann Lísbet nýr lögfræðingur Viðskiptaráðs Ráðin forstöðumaður Trygginga hjá Landsbankanum Samdráttur hafinn í byggingariðnaði sem skapi efnahagslegan vítahring Yrði fljótt kvíðinn með aleiguna í Bitcoin Kormákur og Skjöldur yfirgefa Leifsstöð Egill Örn inn fyrir Stefán hjá Solid Clouds Nýtti glugga þegar hann opnaðist og þurfti ekki að kaupa fyrirtækið til baka Breytingar á tollskrá megi ekki grafa undan íslenskri framleiðslu Matvöruverslanir kattslakar en lyfjarisi fylgist grannt með Stofnar einkahlutafélagið Uppselt ehf. Lítið fékkst upp í háar kröfur í bú Blackbox Bein útsending: Borgar sig að vanmeta menntun? Breytir tollflokkun pitsaosts eftir allt saman Ueno snýr aftur og Haraldur framkvæmdastjóri „Hvert á ég að ráðstafa séreigninni?“ „Óhóflegt gjald“ fyrir símanotkun í Bretlandi heyri fljótt sögunni til Elín Tinna nýr framkvæmdastjóri 66°Norður á Íslandi Heiðrún Lind kaupir í Sýn Ráðin forstöðukona markaðsmála hjá Olís Eldri stjórnendur sætti sig oftar við slæma hegðun og frammistöðu Sjá meira