Fleiri fréttir Gylfi: Ekki hægt að sameina Arion banka og Íslandsbanka Gylfi Magnússon efnahags- og viðskiptaráðherra segir að það sé ekki hægt að sameina Arion banka og Íslandsbanka eins og staðan er í dag. Sem kunnugt er af frétt hér á síðunni í morgun segir Finnur Sveinbjörnsson fráfarandi bankastjóri Arion banka að óformlegar viðræður hafi átt sér stað um slíka sameiningu. 6.1.2010 11:18 Gordon Brown hótar diplómatísku stríði við Íslendinga Gordon Brown forsætisráðherra Bretlands hefur hótað diplómatísku stríði við Íslendinga ef að íslensk stjórnvöld standi ekki við skuldbindingar sínar í Icesave málinu. 6.1.2010 11:03 Gert er ráð fyrir 653 milljóna tapi hjá Reykjanesbæ í ár Gert er ráð fyrir að rekstrarniðurstaða bæjarsjóðs Reykjanesbæjar verði jákvæð um 47 milljónir kr. en samstæðan sem inniheldur framkvæmdir Reykjaneshafnar og félagslegar íbúðir verði neikvæð um 653 milljónir kr. á næsta ári. Heildartekjur bæjarsjóðs eru áætlaðar 7.924 milljónir kr. en útgjöld 7.877 milljónir kr. 6.1.2010 10:31 Innflutningur bíla í fyrra aðeins 16,7% af 10 ára meðaltali Innflutningur bíla hrapaði í fyrra og nam aðeins 16,7% af meðaltali síðustu 10 ára þar á undan. Í fyrra voru nýskráningar bíla samtals 2.211 talsins. Á tímabilinu 1999 til 2008 námu nýskráningar hinsvegar rúmlega 12.500 að meðaltali á hverju ári. 6.1.2010 10:10 Skuldatryggingaálag ríkissjóðs orðið hærra en hjá Dubai Ekkert lát hefur verið á hækkunum á skuldatrygginaálagi ríkissjóðs síðan um hádegisbilið í gærdag. Samkvæmt Credit Market Analysis er álagið komið í rúma 458 punkta og er orðið hærra en álagið hjá Dubai sem stendur í 432 punktum. 6.1.2010 09:53 Vöruskiptin í nóvember hagstæð um 6,2 milljarða Í nóvembermánuði voru fluttar út vörur fyrir 44,3 milljarða króna og inn fyrir 38,1 milljarð króna. Vöruskiptin í nóvember voru því hagstæð um 6,2 milljarða króna. Í nóvember 2008 voru vöruskiptin hagstæð um 2,6 milljarða króna á sama gengi. 6.1.2010 09:32 75 fyrirtæki á hausinn í nóvember Í nóvember 2009 voru 75 fyrirtæki tekin til gjaldþrotaskipta samanborið við 73 fyrirtæki í nóvember 2008, sem jafngildir tæplega 3% fjölgun milli ára. Þetta kemur fram í tölum Hagstofunnar en eftir bálkum atvinnugreina voru flest gjaldþrot eða 26 í byggingarstarfsemi og mannvirkjagerð og 11 gjaldþrot í Heild- og smásöluverslun og fyrirtækjum sem sinna viðgerðum á vélknúnum ökutækjum. 6.1.2010 09:24 Norðmenn veita Íslandi ekki lán fyrr en eftir þjóðaratkvæði Sigbjörn Johnsen fjármálaráðherra Noregs segir að norsk stjórnvöld muni ekki taka afstöðu til þess hvort þau láni Íslandi í tengslum við áætlun Alþjóðagjaldeyrissjóðsins fyrr en eftir að þjóðaratkvæðagreiðslunni um Icesave er lokið. Þar með er ljóst að önnur endurskoðun á áætlun AGS sem átti að fara fram í lok þessa mánaðar mun frestast. 6.1.2010 07:57 Greining: Frekari stýrivaxtalækkanir eru úr sögunni í bili Greining Arion Banka segir að afleiðingar af ákvörðun forseta Íslands í Icesavemálinu verði þær að vonir um stýrivaxtalækkanir hljóta að vera úr sögunni í bili. 6.1.2010 07:03 Standard & Poors ætlar líka með lánshæfismatið í ruslflokk Matsfyrirtækið Standard & Poors hefur aftur sett lánshæfiseinkunn ríkissjóðs á neikvæðar horfur og segir jafnframt að töfin sem verður á Icesave málinu muni valda því að einkunnin verði lækkuð um einn til tvo flokka innan mánaðar. Þetta kemur fram á vefsíðu Seðlabankans. 6.1.2010 06:51 Venjulegt segir Seðlabankinn „Ég hef ekki orðið var við neitt sérstakt,“ sagði Stefán Jóhann Stefánsson, upplýsingafulltrúi Seðlabankans, spurður í gær um gjaldeyrisviðskipti eftir að forseti Íslands kynnti synjun sína í Icesave-málinu. 6.1.2010 05:30 Vísaði gróusögum á bug um áramót Saga Capital hefur ekki fellt niður skuldir starfsmanna sinna líkt og Kaupþing og þá hafa engir fjármunir farið frá ríkinu til Saga Capital. Þetta er meðal þess sem fram kemur í bréfi frá Þorvaldi Lúðvík Sigurjónssyni, forstjóra bankans, til hluthafa á gamlársdag. 6.1.2010 05:00 Decode vísað burt af Nasdaq Decode, móðurfélag Íslenskrar erfðagreiningar, hefur verið tekið úr skráningu á Nasdaq-hlutabréfamarkaðnum í New York í Bandaríkjunum. Þetta gildir frá og með deginum í dag. Eins og kunnugt er óskaði Decode eftir greiðslustöðvun seint á síðasta ári, erlenda starfsemin var farin í þrot og tilboða leitað í reksturinn á innlendri starfsemi fyrirtækisins. Að því er fram kemur í tilkynningu frá Decode er mögulegt að viðskipti verði með hlutabréf félagsins á svokölluðum „Pink sheet“ millimarkaði vestanhafs. Það er hins vegar sagt óvíst þar sem ekki sé gefið að einhver miðlari vilji skrá bréfin. 6.1.2010 04:45 Ísland í ruslflokk og í einangrun Lánshæfiseinkunn Íslands er komin í ruslflokk samkvæmt mati sem breska matsfyrirtækið Fitch Ratings gaf út síðdegis í gær í kjölfar þess að Ólafur Ragnar Grímsson, forseti Íslands, neitaði að staðfesta lög frá Alþingi vegna Icesave-saminga við Breta og Hollendinga. 6.1.2010 04:30 Nýr við stýrið hjá Hagfræðistofnun „Þetta verður með hefðbundnu sniði, ámóta og það hefur verið undanfarin ár,“ segir Sveinn Agnarsson hagfræðingur sem um áramótin tók við starfi forstöðumanns Hagfræðistofnunar háskólans af Gunnari Haraldssyni. Ekki var vatnið sótt langt yfir lækinn en Sveinn hefur unnið sem fræðimaður hjá stofnuninni í áratug. 6.1.2010 04:30 Fækkar um 17% milli ára Farþegum sem fóru um Keflavíkurflugvöll fækkaði um 16,7 prósent milli síðasta árs og ársins 2008. Alls fóru tæplega 1,7 milljónir ferðamanna um völlinn á nýliðnu ári, um 4.500 á dag, samanborið við um 5.500 árið áður, samkvæmt upplýsingum frá Ferðamálastofu. 6.1.2010 04:15 Fyrirtækin verða til á servíettum Hugmyndasamkeppni Gulleggsins, sem frumkvöðlasetrið Innovit heldur í samstarfi við fjóra háskóla, er í fullum gangi en lokafrestur til að taka þátt í henni og skila inn viðskiptahugmyndum rennur út 20. janúar næstkomandi. Keppnin hefur verið haldin í tvö ár. Í fyrra bárust 120 hugmyndir í keppnina og urðu fimmtíu að fullmótuðum viðskiptahugmyndum. Á meðal fyrirtækja sem litið hafa dagsins ljós úr henni eru sprotafyrirtækið Clara, Eff², sem þróar tækni og búnað til að greina myndefni sem dreift er ólöglega um Netið, og fjármálafyrirtækið Meniga. Alls hafa tuttugu fyrirtæki og hundrað störf orðið til í tengslum við keppnina. 6.1.2010 04:00 Síðasta haldreipið í myrkrinu Sjaldan ef nokkru sinni hefur verið farsælt að lenda í ruslbréfaflokki alþjóðlegu matsfyrirtækjanna. Þó er glæta í myrkrinu sem skall á í gær í hugum sumra eftir að Ólafur Ragnar Grímsson forseti synjaði staðfestingu á lögum um ríkisábyrgð á Icesave-samningunum og setti málið í hendur þjóðarinnar. Glætan felst nefnilega í tækifærunum sem felast í kaupum á skuldabréfum í ruslbréfaflokki. Þetta er vissulega gífurleg áhætta en líkt og matsfyrirtækið Standard & Poor‘s benti á í gær hefur ávöxtun fjárfesta sem keyptu bandarísk skuldabréf með einkunnina CCC eða minna skilað 124 prósenta ávöxtun frá í mars í fyrra. 6.1.2010 04:00 AGS: Icesave ekki skilyrði fyrir áætlun okkar en... „Samkomulag í Icesave málinu er ekki skilyrði fyrir áæltun Alþjóðagjaldeyrissjóðsins (AGS) svo lengi sem áætlunin er að fullu fjármögnuð." 5.1.2010 21:22 Ríkissjóður Íslands kominn í ruslflokk Fitch lánshæfismatsfyrirtækið hefur lækkað lánshæfismat Íslands niður í ruslflokk í kjölfar ákvörðunar Ólafs Ragnars Grímssonar um að synja Icesave lögunum staðfestingar. Þetta kemur fram á fjármálavefnum Marketwathc. 5.1.2010 17:45 Velta skuldabréfa nam 15,83 milljörðum í dag Heildarvelta skuldabréfa á markaði í dag nam 15,83 milljörðum króna. Þar af var velta með verðtryggð íbúðabréf 2,01 milljarður og velta með óverðtryggð ríkisbréf nam 13,82 milljarða króna. 5.1.2010 17:22 FT: Ólíklegt að Bretar semji um betri kjör á Icesave skuldum Viðskiptablaðið Financial Times segir að það sé lítill áhugi á því innan bresku stjórnarinnar að semja við Íslendinga um betri kjör á Icesave skuldinni. Kjörin séu þegar nægilega örlát í garð Íslendinga og gefi þjóðinni sjö ára frið til að endurbyggja efnahag sinn. 5.1.2010 15:14 Tilkynnt um 5 hópuppsagnir í desember Vinnumálastofnun bárust 5 hópuppsagnir í desembermánuði þar sem sagt var upp 167 manns. Um er að ræða fyrirtæki í fiskvinnslu, iðnaði, verslun, flutningastarfsemi og upplýsinga- og útgáfustarfsemi. 5.1.2010 14:14 Skuldatrygginarálag ríkissjóðs hækkaði strax Skuldatryggingarálag ríkissjóðs hækkaði strax eftir að Ólafur Ragnar Grímsson forseti Íslands tilkynnti ákvörðun sína í Icesave málinu. Álagið stóð í 411 punktum við lok markaða í gærdag en er nú komið í rúma 428 punkta og er á uppleið. 5.1.2010 12:58 Flugferðir til Evrópuborga á 8.900 kr. aðra leið Hægt er að komast til Berlínar, Kaupmannahafnar, London Gatwick, London Stansted og Varsjár fyrir 8.900 krónur með sköttum og gjöldum aðra leiðina. 5.1.2010 12:19 Veruleg óvissa ríkir um lánshæfismat ríkissjóðs Eftir yfirlýsingu forsetans um að undirrita ekki lögin um Icesave-frumvarpið er ljóst að veruleg óvissa ríkir um lánshæfismat ríkissjóðs. 5.1.2010 12:12 Greining: Líklegra að lánshæfismat ríkissjóðs lækki Greining Íslandsbanka greinir frá fyrstu viðbrögðum fjármálamarkaðarins við ákvörðun forsetans í Icesave málinu. Þar kemur m.a. fram að nú sé líklegra en ella að lánshæfismat ríkissjóðs lækki. 5.1.2010 12:09 Evrugengi Microsoft heldur áfram, hefur sparað 1,5 milljarð Viðskipti Microsoft við íslensk fyrirtæki, stofnanir og almenning munu verða gerð á evrugenginu 145 krónum fram til 31. mars. Sérstakt Microsoft-gengi hefur verið notað hér á landi í rúmt ár en það var innleitt í byrjun desember 2008 til að bregðast við algjöru frosti á hugbúnaðarmarkaðnum í kjölfar bankahrunsins og falls krónunnar. Sparnaður af genginu hefur sparað 1,5 milljarð kr. 5.1.2010 10:50 Exeter Holdings rætt á stofnfjáreigendafundi hjá Byr Málefni Exeter Holdings verða meðal umræðuefna á fundi stofnfjáreigenda Byrs sparisjóðs sem verður haldinn föstudaginn 15. janúar n.k. á Hilton Nordica, Suðurlandsbraut 2, Reykjavík. 5.1.2010 10:12 Lífsmark á krónumarkaðinum í árslok Töluvert lífsmark var á krónumarkaðinum á síðasta ársfjórðungi í fyrra en á tímabilinu nam veltan á þeim markaði 107 milljörðum kr. Þar af nam veltan í desember 50 milljörðum kr. Þetta kemur fram í hagtölum Seðlabankans. 5.1.2010 08:37 Stærsta þrotabúið Fjárhæð krafna í þrotabú Kaupþings banka liggur fyrir 22. janúar næstkomandi. Gangi áætlanir slitastjórnar eftir verða kröfurnar 29 þúsund talsins. 5.1.2010 04:15 Fleiri kröfur í Kaupþing en Glitni og LÍ Áætlað er að á bilinu 27 þúsund til 29 þúsund kröfur hafi borist í þrotabú Kaupþings. Um þrjátíu manns hafa unnið við móttöku og skráningu krafna síðustu vikur og hefur hópurinn nú þegar lokið við að skrá 23 þúsund kröfur í bú Kaupþings. Frestur til að gera kröfu í bú bankans rann út 30. desember síðastliðinn. 5.1.2010 04:00 Lán færð í 110% af virði eigna Landsbankinn kynnir úrræði fyrir fólk með húsnæðislán hjá bankanum. 5.1.2010 00:01 Business.dk: Ísland gæti orðið efnahagslegt svarthol „Ákvörðunin gæti steypt Íslandi niður í efnahagslegt svarthol," segir m.a. í umfjöllun á vefsíðunni business.dk um þá ákvörðun Ólafs Ragnars Grímssonar forseta Íslands að hafna Icesave frumvarpinu. Fyrirsögnin á frétt business.dk um málið er eitthvað á þá leið að Ísland gæti endað sem fjárhagslegur útkjálki í heiminum (finansparia). 5.1.2010 13:21 Seinagangur eitt þúsund kröfuhafa Slitastjórn Kaupþings hafa borist rúmlega eitt þúsund kröfur eftir að sex mánaða frestur til að lýsa kröfum í bankann rann út fyrir tæpri viku. Þrátt fyrir rúman tíma til að senda inn kröfurnar eru mörg bréfanna dagsett á milli jóla og nýárs. Leiða má líkum af því að slæmt veður víða í Evrópu undanfarnar vikur hafi haft áhrif á að umrædd bréf bárust ekki fyrr en fresturinn var runnin út. Samkvæmt heimildum fréttastofu er að megninu til ekki um að ræða háar kröfur. 4.1.2010 21:11 Tilraunir þrotabús Baugs gætu haft þveröfug áhrif Tilraunir þrotabús Baugs til að lækka kröfu Straums í þrotabúið gætu að endingu haft þveröfug áhrif. Þrotabúið kallaði eftir nýju verðmati á íslensku hugbúnaðarfyrirtæki sem gerði risasamning við Microsoft sem reyndist svo vera lægra en upphaflegt mat. Baugur var aðaleigandi fyrirtækisins áður en Straumur tók það yfir. 4.1.2010 19:00 Slitastjórnin höfðar hugsanlega mál gegn stjórnendum Kaupþings Slitastjórn Kaupþings er að kanna hvort forsendur séu fyrir skaðabótamáli gegn fyrrverandi stjórnendum bankans, meðal annars Hreiðari Má Sigurðssyni, fyrrverandi forstjóra og Sigurði Einarssyni, fyrrverandi stjórnarformanni. Beðið er eftir hvort niðurstaða rannsóknar endurskoðunarfyrirtækisins PriceWaterhouseCoopers leiði í ljós hvort þeir hafi brotið hlutafélagalög. 4.1.2010 18:34 Nauðasamingar SPM hafa öðlast gildi Nauðasamningar Sparisjóðs Mýrasýslu (SPM) sem hérðasdómur Vesturlands staðfesti þann 15. desember s.l. var ekki áfrýjað til Hæstaréttar og hafa þeir því öðlast gildi. 4.1.2010 17:25 Sement hækkar um 8 prósent Sement hækkar um átta prósent en samkvæmt tilkynningu sem Sementserksmiðjan hf. sendi frá sér þá er ástæðan miklar verðhækkanir á erlendum aðföngum og nýsamþykktar auknar skattaálögur á íslenskt atvinnulíf sem hafa umtalsverð áhrif á framleiðslukostnað og dreifingu sements. Í ljósi þess hefur Sementsverksmiðjuna hf. hækkað sementsverð um 8% frá og með mánudeginum 4. janúar 2010. 4.1.2010 16:10 Veltan í Kauphöllinni 11,2 milljarðar á dag í fyrra Heildarvelta 2009 hjá Kauphöllinni var 2.776 milljarðar kr. sem jafngildir 11,2 milljarða kr. veltu á dag. Rúm 98% veltunnar var með skuldabréf og er því meðal dagsveltan með skuldabréf tæpir 11 milljarðar kr. 4.1.2010 15:57 Hæsta krafan í Kaupþing nemur 200 milljörðum Hæsta krafan í Kaupþing nemur 200 milljörðum kr. en sú lægsta nemur 250 kr. Kröfur í Kaupþing hafa borist frá 111 löndum en flestar þeirra koma frá Þýskalandi. 4.1.2010 15:20 Glitnir áfrýjar upplýsingaúrskurði varðandi risalán án veða Skilanefnd Glitnis hefur áfrýjað úrskurði Héraðsdóms Reykjavíkur til Hæstaréttar Íslands um að bankanum sé skylt að afhenda Vilhjálmi Bjarnasyni, lektor og fjárfesti, upplýsingar um 24 milljarða króna veðlaust lán Glitnis til fjárfestingarfélagsins Fons. Þrotabú Fons þarf hins vegar ekki að afhenda Vilhjálmi sambærileg gögn. 4.1.2010 14:50 Lánasjóður sveitarfélaga vill afla 7-9 milljarða til nýrra útlána Áætluð útgáfa skuldabréfa Lánasjóðs sveitarfélaga árið 2010 til fjármögnunar nýrra útlána er 7 til 9 milljarðar króna. 4.1.2010 14:04 NSA kaupir 35% af hlutafé í Kerecis ehf. Lækningavörufyrirtækið Kerecis ehf. og Nýsköpunarsjóður atvinnulífsins (NSA) tilkynntu í dag um undirritun fjárfestingarsamnings. Samkvæmt samningnum mun NSA kaupa 35% í Kerecis í formi hlutafjár og jafnframt veita fyrirtækinu lán með breytirétti. Fjárfestingin verður í nokkrum áföngum næstu 12 mánuði og eru áfangagreiðslur háðar framgangi þróunarverkefna Kerecis. 4.1.2010 13:00 Landsbankinn: Íbúðalán færð niður í 110% af markaðsvirði eignar Viðskiptavinum Landsbankans stendur nú til boða að færa íbúðalán bæði í erlendri mynt og íslenskum krónum með einföldum hætti niður í 110% af markaðsvirði eignar. Það þýðir að skuldir eru lagaðar að virði eignar lántaka og eftirstöðvar upphaflegs láns, umfram 110% af markaðsvirði fasteignar, eru felldar niður. 4.1.2010 11:52 Sjá næstu 50 fréttir
Gylfi: Ekki hægt að sameina Arion banka og Íslandsbanka Gylfi Magnússon efnahags- og viðskiptaráðherra segir að það sé ekki hægt að sameina Arion banka og Íslandsbanka eins og staðan er í dag. Sem kunnugt er af frétt hér á síðunni í morgun segir Finnur Sveinbjörnsson fráfarandi bankastjóri Arion banka að óformlegar viðræður hafi átt sér stað um slíka sameiningu. 6.1.2010 11:18
Gordon Brown hótar diplómatísku stríði við Íslendinga Gordon Brown forsætisráðherra Bretlands hefur hótað diplómatísku stríði við Íslendinga ef að íslensk stjórnvöld standi ekki við skuldbindingar sínar í Icesave málinu. 6.1.2010 11:03
Gert er ráð fyrir 653 milljóna tapi hjá Reykjanesbæ í ár Gert er ráð fyrir að rekstrarniðurstaða bæjarsjóðs Reykjanesbæjar verði jákvæð um 47 milljónir kr. en samstæðan sem inniheldur framkvæmdir Reykjaneshafnar og félagslegar íbúðir verði neikvæð um 653 milljónir kr. á næsta ári. Heildartekjur bæjarsjóðs eru áætlaðar 7.924 milljónir kr. en útgjöld 7.877 milljónir kr. 6.1.2010 10:31
Innflutningur bíla í fyrra aðeins 16,7% af 10 ára meðaltali Innflutningur bíla hrapaði í fyrra og nam aðeins 16,7% af meðaltali síðustu 10 ára þar á undan. Í fyrra voru nýskráningar bíla samtals 2.211 talsins. Á tímabilinu 1999 til 2008 námu nýskráningar hinsvegar rúmlega 12.500 að meðaltali á hverju ári. 6.1.2010 10:10
Skuldatryggingaálag ríkissjóðs orðið hærra en hjá Dubai Ekkert lát hefur verið á hækkunum á skuldatrygginaálagi ríkissjóðs síðan um hádegisbilið í gærdag. Samkvæmt Credit Market Analysis er álagið komið í rúma 458 punkta og er orðið hærra en álagið hjá Dubai sem stendur í 432 punktum. 6.1.2010 09:53
Vöruskiptin í nóvember hagstæð um 6,2 milljarða Í nóvembermánuði voru fluttar út vörur fyrir 44,3 milljarða króna og inn fyrir 38,1 milljarð króna. Vöruskiptin í nóvember voru því hagstæð um 6,2 milljarða króna. Í nóvember 2008 voru vöruskiptin hagstæð um 2,6 milljarða króna á sama gengi. 6.1.2010 09:32
75 fyrirtæki á hausinn í nóvember Í nóvember 2009 voru 75 fyrirtæki tekin til gjaldþrotaskipta samanborið við 73 fyrirtæki í nóvember 2008, sem jafngildir tæplega 3% fjölgun milli ára. Þetta kemur fram í tölum Hagstofunnar en eftir bálkum atvinnugreina voru flest gjaldþrot eða 26 í byggingarstarfsemi og mannvirkjagerð og 11 gjaldþrot í Heild- og smásöluverslun og fyrirtækjum sem sinna viðgerðum á vélknúnum ökutækjum. 6.1.2010 09:24
Norðmenn veita Íslandi ekki lán fyrr en eftir þjóðaratkvæði Sigbjörn Johnsen fjármálaráðherra Noregs segir að norsk stjórnvöld muni ekki taka afstöðu til þess hvort þau láni Íslandi í tengslum við áætlun Alþjóðagjaldeyrissjóðsins fyrr en eftir að þjóðaratkvæðagreiðslunni um Icesave er lokið. Þar með er ljóst að önnur endurskoðun á áætlun AGS sem átti að fara fram í lok þessa mánaðar mun frestast. 6.1.2010 07:57
Greining: Frekari stýrivaxtalækkanir eru úr sögunni í bili Greining Arion Banka segir að afleiðingar af ákvörðun forseta Íslands í Icesavemálinu verði þær að vonir um stýrivaxtalækkanir hljóta að vera úr sögunni í bili. 6.1.2010 07:03
Standard & Poors ætlar líka með lánshæfismatið í ruslflokk Matsfyrirtækið Standard & Poors hefur aftur sett lánshæfiseinkunn ríkissjóðs á neikvæðar horfur og segir jafnframt að töfin sem verður á Icesave málinu muni valda því að einkunnin verði lækkuð um einn til tvo flokka innan mánaðar. Þetta kemur fram á vefsíðu Seðlabankans. 6.1.2010 06:51
Venjulegt segir Seðlabankinn „Ég hef ekki orðið var við neitt sérstakt,“ sagði Stefán Jóhann Stefánsson, upplýsingafulltrúi Seðlabankans, spurður í gær um gjaldeyrisviðskipti eftir að forseti Íslands kynnti synjun sína í Icesave-málinu. 6.1.2010 05:30
Vísaði gróusögum á bug um áramót Saga Capital hefur ekki fellt niður skuldir starfsmanna sinna líkt og Kaupþing og þá hafa engir fjármunir farið frá ríkinu til Saga Capital. Þetta er meðal þess sem fram kemur í bréfi frá Þorvaldi Lúðvík Sigurjónssyni, forstjóra bankans, til hluthafa á gamlársdag. 6.1.2010 05:00
Decode vísað burt af Nasdaq Decode, móðurfélag Íslenskrar erfðagreiningar, hefur verið tekið úr skráningu á Nasdaq-hlutabréfamarkaðnum í New York í Bandaríkjunum. Þetta gildir frá og með deginum í dag. Eins og kunnugt er óskaði Decode eftir greiðslustöðvun seint á síðasta ári, erlenda starfsemin var farin í þrot og tilboða leitað í reksturinn á innlendri starfsemi fyrirtækisins. Að því er fram kemur í tilkynningu frá Decode er mögulegt að viðskipti verði með hlutabréf félagsins á svokölluðum „Pink sheet“ millimarkaði vestanhafs. Það er hins vegar sagt óvíst þar sem ekki sé gefið að einhver miðlari vilji skrá bréfin. 6.1.2010 04:45
Ísland í ruslflokk og í einangrun Lánshæfiseinkunn Íslands er komin í ruslflokk samkvæmt mati sem breska matsfyrirtækið Fitch Ratings gaf út síðdegis í gær í kjölfar þess að Ólafur Ragnar Grímsson, forseti Íslands, neitaði að staðfesta lög frá Alþingi vegna Icesave-saminga við Breta og Hollendinga. 6.1.2010 04:30
Nýr við stýrið hjá Hagfræðistofnun „Þetta verður með hefðbundnu sniði, ámóta og það hefur verið undanfarin ár,“ segir Sveinn Agnarsson hagfræðingur sem um áramótin tók við starfi forstöðumanns Hagfræðistofnunar háskólans af Gunnari Haraldssyni. Ekki var vatnið sótt langt yfir lækinn en Sveinn hefur unnið sem fræðimaður hjá stofnuninni í áratug. 6.1.2010 04:30
Fækkar um 17% milli ára Farþegum sem fóru um Keflavíkurflugvöll fækkaði um 16,7 prósent milli síðasta árs og ársins 2008. Alls fóru tæplega 1,7 milljónir ferðamanna um völlinn á nýliðnu ári, um 4.500 á dag, samanborið við um 5.500 árið áður, samkvæmt upplýsingum frá Ferðamálastofu. 6.1.2010 04:15
Fyrirtækin verða til á servíettum Hugmyndasamkeppni Gulleggsins, sem frumkvöðlasetrið Innovit heldur í samstarfi við fjóra háskóla, er í fullum gangi en lokafrestur til að taka þátt í henni og skila inn viðskiptahugmyndum rennur út 20. janúar næstkomandi. Keppnin hefur verið haldin í tvö ár. Í fyrra bárust 120 hugmyndir í keppnina og urðu fimmtíu að fullmótuðum viðskiptahugmyndum. Á meðal fyrirtækja sem litið hafa dagsins ljós úr henni eru sprotafyrirtækið Clara, Eff², sem þróar tækni og búnað til að greina myndefni sem dreift er ólöglega um Netið, og fjármálafyrirtækið Meniga. Alls hafa tuttugu fyrirtæki og hundrað störf orðið til í tengslum við keppnina. 6.1.2010 04:00
Síðasta haldreipið í myrkrinu Sjaldan ef nokkru sinni hefur verið farsælt að lenda í ruslbréfaflokki alþjóðlegu matsfyrirtækjanna. Þó er glæta í myrkrinu sem skall á í gær í hugum sumra eftir að Ólafur Ragnar Grímsson forseti synjaði staðfestingu á lögum um ríkisábyrgð á Icesave-samningunum og setti málið í hendur þjóðarinnar. Glætan felst nefnilega í tækifærunum sem felast í kaupum á skuldabréfum í ruslbréfaflokki. Þetta er vissulega gífurleg áhætta en líkt og matsfyrirtækið Standard & Poor‘s benti á í gær hefur ávöxtun fjárfesta sem keyptu bandarísk skuldabréf með einkunnina CCC eða minna skilað 124 prósenta ávöxtun frá í mars í fyrra. 6.1.2010 04:00
AGS: Icesave ekki skilyrði fyrir áætlun okkar en... „Samkomulag í Icesave málinu er ekki skilyrði fyrir áæltun Alþjóðagjaldeyrissjóðsins (AGS) svo lengi sem áætlunin er að fullu fjármögnuð." 5.1.2010 21:22
Ríkissjóður Íslands kominn í ruslflokk Fitch lánshæfismatsfyrirtækið hefur lækkað lánshæfismat Íslands niður í ruslflokk í kjölfar ákvörðunar Ólafs Ragnars Grímssonar um að synja Icesave lögunum staðfestingar. Þetta kemur fram á fjármálavefnum Marketwathc. 5.1.2010 17:45
Velta skuldabréfa nam 15,83 milljörðum í dag Heildarvelta skuldabréfa á markaði í dag nam 15,83 milljörðum króna. Þar af var velta með verðtryggð íbúðabréf 2,01 milljarður og velta með óverðtryggð ríkisbréf nam 13,82 milljarða króna. 5.1.2010 17:22
FT: Ólíklegt að Bretar semji um betri kjör á Icesave skuldum Viðskiptablaðið Financial Times segir að það sé lítill áhugi á því innan bresku stjórnarinnar að semja við Íslendinga um betri kjör á Icesave skuldinni. Kjörin séu þegar nægilega örlát í garð Íslendinga og gefi þjóðinni sjö ára frið til að endurbyggja efnahag sinn. 5.1.2010 15:14
Tilkynnt um 5 hópuppsagnir í desember Vinnumálastofnun bárust 5 hópuppsagnir í desembermánuði þar sem sagt var upp 167 manns. Um er að ræða fyrirtæki í fiskvinnslu, iðnaði, verslun, flutningastarfsemi og upplýsinga- og útgáfustarfsemi. 5.1.2010 14:14
Skuldatrygginarálag ríkissjóðs hækkaði strax Skuldatryggingarálag ríkissjóðs hækkaði strax eftir að Ólafur Ragnar Grímsson forseti Íslands tilkynnti ákvörðun sína í Icesave málinu. Álagið stóð í 411 punktum við lok markaða í gærdag en er nú komið í rúma 428 punkta og er á uppleið. 5.1.2010 12:58
Flugferðir til Evrópuborga á 8.900 kr. aðra leið Hægt er að komast til Berlínar, Kaupmannahafnar, London Gatwick, London Stansted og Varsjár fyrir 8.900 krónur með sköttum og gjöldum aðra leiðina. 5.1.2010 12:19
Veruleg óvissa ríkir um lánshæfismat ríkissjóðs Eftir yfirlýsingu forsetans um að undirrita ekki lögin um Icesave-frumvarpið er ljóst að veruleg óvissa ríkir um lánshæfismat ríkissjóðs. 5.1.2010 12:12
Greining: Líklegra að lánshæfismat ríkissjóðs lækki Greining Íslandsbanka greinir frá fyrstu viðbrögðum fjármálamarkaðarins við ákvörðun forsetans í Icesave málinu. Þar kemur m.a. fram að nú sé líklegra en ella að lánshæfismat ríkissjóðs lækki. 5.1.2010 12:09
Evrugengi Microsoft heldur áfram, hefur sparað 1,5 milljarð Viðskipti Microsoft við íslensk fyrirtæki, stofnanir og almenning munu verða gerð á evrugenginu 145 krónum fram til 31. mars. Sérstakt Microsoft-gengi hefur verið notað hér á landi í rúmt ár en það var innleitt í byrjun desember 2008 til að bregðast við algjöru frosti á hugbúnaðarmarkaðnum í kjölfar bankahrunsins og falls krónunnar. Sparnaður af genginu hefur sparað 1,5 milljarð kr. 5.1.2010 10:50
Exeter Holdings rætt á stofnfjáreigendafundi hjá Byr Málefni Exeter Holdings verða meðal umræðuefna á fundi stofnfjáreigenda Byrs sparisjóðs sem verður haldinn föstudaginn 15. janúar n.k. á Hilton Nordica, Suðurlandsbraut 2, Reykjavík. 5.1.2010 10:12
Lífsmark á krónumarkaðinum í árslok Töluvert lífsmark var á krónumarkaðinum á síðasta ársfjórðungi í fyrra en á tímabilinu nam veltan á þeim markaði 107 milljörðum kr. Þar af nam veltan í desember 50 milljörðum kr. Þetta kemur fram í hagtölum Seðlabankans. 5.1.2010 08:37
Stærsta þrotabúið Fjárhæð krafna í þrotabú Kaupþings banka liggur fyrir 22. janúar næstkomandi. Gangi áætlanir slitastjórnar eftir verða kröfurnar 29 þúsund talsins. 5.1.2010 04:15
Fleiri kröfur í Kaupþing en Glitni og LÍ Áætlað er að á bilinu 27 þúsund til 29 þúsund kröfur hafi borist í þrotabú Kaupþings. Um þrjátíu manns hafa unnið við móttöku og skráningu krafna síðustu vikur og hefur hópurinn nú þegar lokið við að skrá 23 þúsund kröfur í bú Kaupþings. Frestur til að gera kröfu í bú bankans rann út 30. desember síðastliðinn. 5.1.2010 04:00
Lán færð í 110% af virði eigna Landsbankinn kynnir úrræði fyrir fólk með húsnæðislán hjá bankanum. 5.1.2010 00:01
Business.dk: Ísland gæti orðið efnahagslegt svarthol „Ákvörðunin gæti steypt Íslandi niður í efnahagslegt svarthol," segir m.a. í umfjöllun á vefsíðunni business.dk um þá ákvörðun Ólafs Ragnars Grímssonar forseta Íslands að hafna Icesave frumvarpinu. Fyrirsögnin á frétt business.dk um málið er eitthvað á þá leið að Ísland gæti endað sem fjárhagslegur útkjálki í heiminum (finansparia). 5.1.2010 13:21
Seinagangur eitt þúsund kröfuhafa Slitastjórn Kaupþings hafa borist rúmlega eitt þúsund kröfur eftir að sex mánaða frestur til að lýsa kröfum í bankann rann út fyrir tæpri viku. Þrátt fyrir rúman tíma til að senda inn kröfurnar eru mörg bréfanna dagsett á milli jóla og nýárs. Leiða má líkum af því að slæmt veður víða í Evrópu undanfarnar vikur hafi haft áhrif á að umrædd bréf bárust ekki fyrr en fresturinn var runnin út. Samkvæmt heimildum fréttastofu er að megninu til ekki um að ræða háar kröfur. 4.1.2010 21:11
Tilraunir þrotabús Baugs gætu haft þveröfug áhrif Tilraunir þrotabús Baugs til að lækka kröfu Straums í þrotabúið gætu að endingu haft þveröfug áhrif. Þrotabúið kallaði eftir nýju verðmati á íslensku hugbúnaðarfyrirtæki sem gerði risasamning við Microsoft sem reyndist svo vera lægra en upphaflegt mat. Baugur var aðaleigandi fyrirtækisins áður en Straumur tók það yfir. 4.1.2010 19:00
Slitastjórnin höfðar hugsanlega mál gegn stjórnendum Kaupþings Slitastjórn Kaupþings er að kanna hvort forsendur séu fyrir skaðabótamáli gegn fyrrverandi stjórnendum bankans, meðal annars Hreiðari Má Sigurðssyni, fyrrverandi forstjóra og Sigurði Einarssyni, fyrrverandi stjórnarformanni. Beðið er eftir hvort niðurstaða rannsóknar endurskoðunarfyrirtækisins PriceWaterhouseCoopers leiði í ljós hvort þeir hafi brotið hlutafélagalög. 4.1.2010 18:34
Nauðasamingar SPM hafa öðlast gildi Nauðasamningar Sparisjóðs Mýrasýslu (SPM) sem hérðasdómur Vesturlands staðfesti þann 15. desember s.l. var ekki áfrýjað til Hæstaréttar og hafa þeir því öðlast gildi. 4.1.2010 17:25
Sement hækkar um 8 prósent Sement hækkar um átta prósent en samkvæmt tilkynningu sem Sementserksmiðjan hf. sendi frá sér þá er ástæðan miklar verðhækkanir á erlendum aðföngum og nýsamþykktar auknar skattaálögur á íslenskt atvinnulíf sem hafa umtalsverð áhrif á framleiðslukostnað og dreifingu sements. Í ljósi þess hefur Sementsverksmiðjuna hf. hækkað sementsverð um 8% frá og með mánudeginum 4. janúar 2010. 4.1.2010 16:10
Veltan í Kauphöllinni 11,2 milljarðar á dag í fyrra Heildarvelta 2009 hjá Kauphöllinni var 2.776 milljarðar kr. sem jafngildir 11,2 milljarða kr. veltu á dag. Rúm 98% veltunnar var með skuldabréf og er því meðal dagsveltan með skuldabréf tæpir 11 milljarðar kr. 4.1.2010 15:57
Hæsta krafan í Kaupþing nemur 200 milljörðum Hæsta krafan í Kaupþing nemur 200 milljörðum kr. en sú lægsta nemur 250 kr. Kröfur í Kaupþing hafa borist frá 111 löndum en flestar þeirra koma frá Þýskalandi. 4.1.2010 15:20
Glitnir áfrýjar upplýsingaúrskurði varðandi risalán án veða Skilanefnd Glitnis hefur áfrýjað úrskurði Héraðsdóms Reykjavíkur til Hæstaréttar Íslands um að bankanum sé skylt að afhenda Vilhjálmi Bjarnasyni, lektor og fjárfesti, upplýsingar um 24 milljarða króna veðlaust lán Glitnis til fjárfestingarfélagsins Fons. Þrotabú Fons þarf hins vegar ekki að afhenda Vilhjálmi sambærileg gögn. 4.1.2010 14:50
Lánasjóður sveitarfélaga vill afla 7-9 milljarða til nýrra útlána Áætluð útgáfa skuldabréfa Lánasjóðs sveitarfélaga árið 2010 til fjármögnunar nýrra útlána er 7 til 9 milljarðar króna. 4.1.2010 14:04
NSA kaupir 35% af hlutafé í Kerecis ehf. Lækningavörufyrirtækið Kerecis ehf. og Nýsköpunarsjóður atvinnulífsins (NSA) tilkynntu í dag um undirritun fjárfestingarsamnings. Samkvæmt samningnum mun NSA kaupa 35% í Kerecis í formi hlutafjár og jafnframt veita fyrirtækinu lán með breytirétti. Fjárfestingin verður í nokkrum áföngum næstu 12 mánuði og eru áfangagreiðslur háðar framgangi þróunarverkefna Kerecis. 4.1.2010 13:00
Landsbankinn: Íbúðalán færð niður í 110% af markaðsvirði eignar Viðskiptavinum Landsbankans stendur nú til boða að færa íbúðalán bæði í erlendri mynt og íslenskum krónum með einföldum hætti niður í 110% af markaðsvirði eignar. Það þýðir að skuldir eru lagaðar að virði eignar lántaka og eftirstöðvar upphaflegs láns, umfram 110% af markaðsvirði fasteignar, eru felldar niður. 4.1.2010 11:52