Viðskipti innlent

Tilkynnt um 5 hópuppsagnir í desember

Vinnumálastofnun bárust 5 hópuppsagnir í desembermánuði þar sem sagt var upp 167 manns. Um er að ræða fyrirtæki í fiskvinnslu, iðnaði, verslun, flutningastarfsemi og upplýsinga- og útgáfustarfsemi.

Fjallað er um málið á vefsíðu stofnunarinnar. Þar segir að ástæður uppsagnanna eru verkefnaskortur, hráefnisskortur, greiðslustöðvun og endurskipulagning vegna minnkandi verkefna og rekstrarerfiðleikar.

Nokkrir hafa fengið ráðningu hjá öðrum fyrirtækjum sem tóku yfir verkefni og stefnt er að endurráðningum í stöku tilvikum.

Alls bárust Vinnumálastofnun tilkynningar um uppsagnir 1.789 manns í hópuppsögnum á árinu 2009.








Fleiri fréttir

Sjá meira


×