Viðskipti innlent

Gordon Brown hótar diplómatísku stríði við Íslendinga

Gordon Brown forsætisráðherra Bretlands hefur hótað diplómatísku stríði við Íslendinga ef að íslensk stjórnvöld standi ekki við skuldbindingar sínar í Icesave málinu.

 

Þetta kemur fram á vefsíðunni financialadvice.co.uk en ekki er getið um hvar Gordon Brown lét þessi orð falla, aðeins sagt að hann hafi blandað sér í deiluna um Icesave í gærdag með þessum hætti.

 

Á síðunni segir að þessi orð Gordon Brown setji íslensk stjórnvöld í mjög erfiða stöðu þar sem þau hafi glatað stuðningi sínum á heimavelli og eru nú um það bil að glata stuðningi vinaþjóða sinna á alþjóðavettvangi.

 

Fram kemur á síðunni að þetta mál hefði ekki getað komið upp á verri tíma fyrir Gordon Brown. Kosningar séu framundan á Bretlandseyjum og kjósendur fylgist grannt með hverju orði sem komi frá stjórnvöldum.










Fleiri fréttir

Sjá meira


×