Viðskipti innlent

AGS: Icesave ekki skilyrði fyrir áætlun okkar en...

Mark Flanagan.
Mark Flanagan. Mynd/GVA

„Samkomulag í Icesave málinu er ekki skilyrði fyrir áæltun Alþjóðagjaldeyrissjóðsins (AGS) svo lengi sem áætlunin er að fullu fjármögnuð."

Þannig hefst yfirlýsingin sem Mark Flanagan yfirmaður áætlunar AGS fyrir Ísland sendi frá sér í kvöld.

Þar segir ennfremur að AGS muni meta stöðuna ásamt íslenskum stjórnvöldum og ráðfæra sig við aðrar þjóðir sem standa að fjármögnun áætlunarinnar.

Þá segir að starfsmenn sjóðsins muni vinna áfram með íslenskum stjórnvöldum til að koma í gagnið þeim stefnumiðum sem eru nauðsynleg til að ná landinu að fullu úr kreppu sinni.

Yfirlýsingin á ensku hljóðar svo:

„An Icesave agreement is not a condition for Iceland's program with the IMF, so long as the program is fully financed. The IMF will evaluate the situation with the Icelandic authorities and consult with the other countries providing financing for the program. The Fund staff will also continue working with the Icelandic authorities towards implementing the policies necessary to fully extricate the country from its crisis."
















Fleiri fréttir

Sjá meira


×