Viðskipti innlent

Lífsmark á krónumarkaðinum í árslok

Töluvert lífsmark var á krónumarkaðinum á síðasta ársfjórðungi í fyrra en á tímabilinu nam veltan á þeim markaði 107 milljörðum kr. Þar af nam veltan í desember 50 milljörðum kr. Þetta kemur fram í hagtölum Seðlabankans.

Þessi markaður hafði verið steindauður stóran hluta af síðasta ári. Veltan á markaðinum í janúar nam tæpum 123 milljörðum kr. og var það í takt við mánaðarveltuna næstu tvö árin þar á undan.

Frá janúar fór veltan síðan hraðminnkandi og niður í núllið í apríl. Yfir sumarmánuðina og fram til október var hið sama upp á teningnum, engin velta var á þessum markaði á þessu tímabili.








Fleiri fréttir

Sjá meira


×