Viðskipti innlent

Síðasta haldreipið í myrkrinu

Skuldabréf. Krónan. Gengi.
Skuldabréf. Krónan. Gengi.
Sjaldan ef nokkru sinni hefur verið farsælt að lenda í ruslbréfaflokki alþjóðlegu matsfyrirtækjanna. Þó er glæta í myrkr­inu sem skall á í gær í hugum sumra eftir að Ólafur Ragnar Grímsson forseti synjaði staðfestingu á lögum um ríkisábyrgð á Icesave-samningunum og setti málið í hendur þjóðarinnar. Glætan felst nefnilega í tækifærunum sem felast í kaupum á skuldabréfum í ruslbréfaflokki. Þetta er vissulega gífurleg áhætta en líkt og matsfyrirtækið Standard & Poor‘s benti á í gær hefur ávöxtun fjárfesta sem keyptu bandarísk skuldabréf með einkunnina CCC eða minna skilað 124 prósenta ávöxtun frá í mars í fyrra.





Fleiri fréttir

Sjá meira


×