Ísland í ruslflokk og í einangrun 6. janúar 2010 04:30 Ólafur Ísleifsson Mynd/Anton Brink Lánshæfiseinkunn Íslands er komin í ruslflokk samkvæmt mati sem breska matsfyrirtækið Fitch Ratings gaf út síðdegis í gær í kjölfar þess að Ólafur Ragnar Grímsson, forseti Íslands, neitaði að staðfesta lög frá Alþingi vegna Icesave-saminga við Breta og Hollendinga. Paul Rawkins hjá Fitch í London segir ákvörðun forseta Íslands skapa nýja bylgju af óvissu í stjórnmálum, fjármálum og efnahagsmálum Íslendinga. „Hún táknar einnig mikinn afturkipp í viðleitni Íslands til að endurreisa eðlileg fjármálasamskipti við umheiminn," segir Rawkins í frétt frá Fitch. Bandaríska matsfyrirtækið Standard & Poor"s lækkaði hins vegar ekki lánshæfismat sitt en metur nú horfurnar á Íslandi neikvæðar í staðinn fyrir stöðugar eins og hafði verið gert frá því Alþingi samþykkti Icesave-lögin fyrir áramót. Mat fyrirtæksins á lánshæfi Íslands gæti þó lækkað um einn eða tvo punkta innan mánaðar. Búast mætti við seinkun á fjárhagsaðstoð Alþjóðagjaldeyrissjóðsins. Ólafur Ísleifsson, lektor við viðskiptadeild Háskólans í Reykjavík, segir að meta verði ákvörðun Fitch í ljósi aðstæðna. „Hér hefur allur aðgangur að erlendum lánamörkuðum verið lokaður í tvö ár. Aðstaða okkar á þeim tíma er aðstaða þess sem er í ruslflokki og við höfum ekki getað fengið lán nema á mjög óhagstæðum kjörum. Þessi ákvörðun Fitch núna breytir engu um þá staðreynd þótt hún sé í sjálfu sér ekki fallin til að bæta stöðuna," segir Ólafur. Þá segir Ólafur ekki úr vegi að nefna að Fitch rekur starfsemi sína í London. „Það er Breti sem talar fyrir fyrirtækið og kannski skýrir það hversu fljótt það er til og er á undan amerísku matsfyrirtækjunum. Það er mikilvægt að sannfæra matsfyrirtæki og aðra slíka aðila um að ákvörðun forsetans felur ekki í sér vanefnd af neinu tagi á erlendum skuldbindingum af hálfu Íslendinga," segir hann. Rawkins segir að efnahagsleg og eignaleg staða Íslands sé svo bágborin að lánshæfi ríkisins nái ekki máli sem fjárfestingarkostur. Fitch hafi ætíð sagt lausn Icesave-deilunnar, með tvíhliða samkomulagi við Breta og Hollendinga, vera forsendu þess að endurreisa lánshæfi Íslands. Óvissa um lán AGS og önnur lán til Íslands hafi nú verið endurvakin. Þess utan trufli þetta enn frekar áætlun um afnám gjaldeyrishafta og hefði sömuleiðis slæm áhrif á viðleitni til að skapa trúverðugt gengi á íslensku krónunni á frjálsum markaði. „Þetta neikvæða útlit heldur áfram að endurspegla viðvarandi óvissu um lausn Icesave-deilunnar, möguleikana á meiri einangrun Íslands á alþjóðlegum fjármálamörkuðum og hættuna á því að núverandi áætlun um efnahagslegan stöðugleika og endurreisn muni kollsteypast," segir í mati Fitch Ratings. gar@frettabladid.is Mest lesið Rukkuð um sex þúsund kall eftir lagningu á Snæfellsnesi Neytendur „Það er hægt að byrja að fjárfesta með fimm þúsund krónum á mánuði“ Atvinnulíf Tannlæknastofa í Reykjavík og Búdapest fær viðurkenningu Samstarf Bretland aftur inn í Reiki í Evrópu hjá Sýn og Símanum Neytendur „Það er draumur að vera á BMW og keyra fram á nótt” Samstarf „Ekkert Viking eða Gull“ á nýjum stað í B5 Viðskipti innlent Fyrsta íslenska grænkera ostagerðin í hættu Viðskipti innlent Segir ofboðslegan undirliggjandi þrýsting á fasteignamarkaði Viðskipti innlent Kynntu nýja útgáfu ChatGPT: „Þetta er eins og að tala við sérfræðing“ Viðskipti erlent Fylgdu ekki fyrirmælum um að skýra skrópgjaldið betur og fá sekt Neytendur Fleiri fréttir „Ekkert Viking eða Gull“ á nýjum stað í B5 Segir ofboðslegan undirliggjandi þrýsting á fasteignamarkaði Reikna með að skila hagnaði á næsta ári Frá Gamma til Arctica og nú Seðlabankans Atvinnuleysi 2,8 prósent í júní Trump-tollarnir hafa tekið gildi Ísland klemmist á milli í alþjóðlegu tollastríði Vonbrigði með makrílinn en síldin og loðnan veki von Ráðin framkvæmdastjóri Magio – viðburðasmiðju Trúa varla að tollahækkanirnar séu að skella á Alaska Airlines hefur daglegt flug til Keflavíkur næsta sumar Vefur og app Íslandsbanka lágu niðri Tímabundin dreifing á sjónvarpsefni Sýnar hjá Símanum Hækkun tolla eins og þruma úr heiðskíru lofti Forstjóraskipti hjá Ice-Group Kísiltollar gætu vel endað fyrir gerðardómi Hvalur hf. stefnir íslenska ríkinu Arion hagnaðist um tíu milljarða á öðrum fjórðungi Ferðum Play til London, Parísar og Berlínar „sjálfhætt“ Festi hagnast umfram væntingar Þota Play komin úr viðgerð eftir skemmdir vegna hagléls Evrópa verði upp á Kína komin verði af tollunum Sigurður viðskiptastjóri innviðalausna hjá Ofar Hagnaður minnkar um 38 prósent og arðgreiðsla óákveðin Funda með ráðherra vegna tollanna: „Ég ætla ekki að setjast í neitt dómarasæti“ Á ég að greiða inn á lánið eða spara? Loksins, mathöllin og fleiri staðir fá nýja rekstraraðila „Við erum að bæta við atvinnustoð í samfélaginu“ Kristján og Leó kaupa Landsbankahúsið á tæpa þrjá milljarða Sjómönnum sagt upp: Skipulagsbreytingar vegna veiðigjalda Sjá meira
Lánshæfiseinkunn Íslands er komin í ruslflokk samkvæmt mati sem breska matsfyrirtækið Fitch Ratings gaf út síðdegis í gær í kjölfar þess að Ólafur Ragnar Grímsson, forseti Íslands, neitaði að staðfesta lög frá Alþingi vegna Icesave-saminga við Breta og Hollendinga. Paul Rawkins hjá Fitch í London segir ákvörðun forseta Íslands skapa nýja bylgju af óvissu í stjórnmálum, fjármálum og efnahagsmálum Íslendinga. „Hún táknar einnig mikinn afturkipp í viðleitni Íslands til að endurreisa eðlileg fjármálasamskipti við umheiminn," segir Rawkins í frétt frá Fitch. Bandaríska matsfyrirtækið Standard & Poor"s lækkaði hins vegar ekki lánshæfismat sitt en metur nú horfurnar á Íslandi neikvæðar í staðinn fyrir stöðugar eins og hafði verið gert frá því Alþingi samþykkti Icesave-lögin fyrir áramót. Mat fyrirtæksins á lánshæfi Íslands gæti þó lækkað um einn eða tvo punkta innan mánaðar. Búast mætti við seinkun á fjárhagsaðstoð Alþjóðagjaldeyrissjóðsins. Ólafur Ísleifsson, lektor við viðskiptadeild Háskólans í Reykjavík, segir að meta verði ákvörðun Fitch í ljósi aðstæðna. „Hér hefur allur aðgangur að erlendum lánamörkuðum verið lokaður í tvö ár. Aðstaða okkar á þeim tíma er aðstaða þess sem er í ruslflokki og við höfum ekki getað fengið lán nema á mjög óhagstæðum kjörum. Þessi ákvörðun Fitch núna breytir engu um þá staðreynd þótt hún sé í sjálfu sér ekki fallin til að bæta stöðuna," segir Ólafur. Þá segir Ólafur ekki úr vegi að nefna að Fitch rekur starfsemi sína í London. „Það er Breti sem talar fyrir fyrirtækið og kannski skýrir það hversu fljótt það er til og er á undan amerísku matsfyrirtækjunum. Það er mikilvægt að sannfæra matsfyrirtæki og aðra slíka aðila um að ákvörðun forsetans felur ekki í sér vanefnd af neinu tagi á erlendum skuldbindingum af hálfu Íslendinga," segir hann. Rawkins segir að efnahagsleg og eignaleg staða Íslands sé svo bágborin að lánshæfi ríkisins nái ekki máli sem fjárfestingarkostur. Fitch hafi ætíð sagt lausn Icesave-deilunnar, með tvíhliða samkomulagi við Breta og Hollendinga, vera forsendu þess að endurreisa lánshæfi Íslands. Óvissa um lán AGS og önnur lán til Íslands hafi nú verið endurvakin. Þess utan trufli þetta enn frekar áætlun um afnám gjaldeyrishafta og hefði sömuleiðis slæm áhrif á viðleitni til að skapa trúverðugt gengi á íslensku krónunni á frjálsum markaði. „Þetta neikvæða útlit heldur áfram að endurspegla viðvarandi óvissu um lausn Icesave-deilunnar, möguleikana á meiri einangrun Íslands á alþjóðlegum fjármálamörkuðum og hættuna á því að núverandi áætlun um efnahagslegan stöðugleika og endurreisn muni kollsteypast," segir í mati Fitch Ratings. gar@frettabladid.is
Mest lesið Rukkuð um sex þúsund kall eftir lagningu á Snæfellsnesi Neytendur „Það er hægt að byrja að fjárfesta með fimm þúsund krónum á mánuði“ Atvinnulíf Tannlæknastofa í Reykjavík og Búdapest fær viðurkenningu Samstarf Bretland aftur inn í Reiki í Evrópu hjá Sýn og Símanum Neytendur „Það er draumur að vera á BMW og keyra fram á nótt” Samstarf „Ekkert Viking eða Gull“ á nýjum stað í B5 Viðskipti innlent Fyrsta íslenska grænkera ostagerðin í hættu Viðskipti innlent Segir ofboðslegan undirliggjandi þrýsting á fasteignamarkaði Viðskipti innlent Kynntu nýja útgáfu ChatGPT: „Þetta er eins og að tala við sérfræðing“ Viðskipti erlent Fylgdu ekki fyrirmælum um að skýra skrópgjaldið betur og fá sekt Neytendur Fleiri fréttir „Ekkert Viking eða Gull“ á nýjum stað í B5 Segir ofboðslegan undirliggjandi þrýsting á fasteignamarkaði Reikna með að skila hagnaði á næsta ári Frá Gamma til Arctica og nú Seðlabankans Atvinnuleysi 2,8 prósent í júní Trump-tollarnir hafa tekið gildi Ísland klemmist á milli í alþjóðlegu tollastríði Vonbrigði með makrílinn en síldin og loðnan veki von Ráðin framkvæmdastjóri Magio – viðburðasmiðju Trúa varla að tollahækkanirnar séu að skella á Alaska Airlines hefur daglegt flug til Keflavíkur næsta sumar Vefur og app Íslandsbanka lágu niðri Tímabundin dreifing á sjónvarpsefni Sýnar hjá Símanum Hækkun tolla eins og þruma úr heiðskíru lofti Forstjóraskipti hjá Ice-Group Kísiltollar gætu vel endað fyrir gerðardómi Hvalur hf. stefnir íslenska ríkinu Arion hagnaðist um tíu milljarða á öðrum fjórðungi Ferðum Play til London, Parísar og Berlínar „sjálfhætt“ Festi hagnast umfram væntingar Þota Play komin úr viðgerð eftir skemmdir vegna hagléls Evrópa verði upp á Kína komin verði af tollunum Sigurður viðskiptastjóri innviðalausna hjá Ofar Hagnaður minnkar um 38 prósent og arðgreiðsla óákveðin Funda með ráðherra vegna tollanna: „Ég ætla ekki að setjast í neitt dómarasæti“ Á ég að greiða inn á lánið eða spara? Loksins, mathöllin og fleiri staðir fá nýja rekstraraðila „Við erum að bæta við atvinnustoð í samfélaginu“ Kristján og Leó kaupa Landsbankahúsið á tæpa þrjá milljarða Sjómönnum sagt upp: Skipulagsbreytingar vegna veiðigjalda Sjá meira