Viðskipti innlent

Decode vísað burt af Nasdaq

Kári Stefánsson.
Kári Stefánsson. Mynd/GVA

Decode, móðurfélag Íslenskrar erfðagreiningar, hefur verið tekið úr skráningu á Nasdaq-hlutabréfamarkaðnum í New York í Bandaríkjunum. Þetta gildir frá og með deginum í dag.

Eins og kunnugt er óskaði Decode eftir greiðslustöðvun seint á síðasta ári, erlenda starfsemin var farin í þrot og tilboða leitað í reksturinn á innlendri starfsemi fyrirtækisins. Að því er fram kemur í tilkynningu frá Decode er mögulegt að viðskipti verði með hlutabréf félagsins á svokölluðum „Pink sheet" millimarkaði vestanhafs. Það er hins vegar sagt óvíst þar sem ekki sé gefið að einhver miðlari vilji skrá bréfin.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×