Viðskipti innlent

Glitnir áfrýjar upplýsingaúrskurði varðandi risalán án veða

Vilhjálmur Bjarnason hafði betur í héraði. Nú er að bíða Hæstaréttar Íslands.
Vilhjálmur Bjarnason hafði betur í héraði. Nú er að bíða Hæstaréttar Íslands.

Skilanefnd Glitnis hefur áfrýjað úrskurði Héraðsdóms Reykjavíkur til Hæstaréttar Íslands um að bankanum sé skylt að afhenda Vilhjálmi Bjarnasyni, lektor og fjárfesti, upplýsingar um 24 milljarða króna veðlaust lán Glitnis til fjárfestingarfélagsins Fons. Þrotabú Fons þarf hins vegar ekki að afhenda Vilhjálmi sambærileg gögn.

Þetta staðfesti Vilhjálmur í samtali við fréttastofu.

Vilhjálmur skoðar gögnin með mögulega skaðabótaábyrgð stjórnenda í huga. Hann útilokar því ekki að höfða mál að nýju, gefi gögnin tilefni til þess. Vilhjálmur stefndi bæði skilanefnd Glitnis og þrotabúi Fons í byrjun desember og hafði sigur í málinu.

Í úrskurði Héraðsdóms sagði að bankaleynd væri fyrst og fremst ætlað að vernda viðskipta­hagsmuni viðskiptavinar fjármálafyrirtækis, en ekki hagsmuni fjármálafyrirtækisins.

Vilhjálmur segist ekki vita hvenær málið verði tekið fyrir í hæstarétti en kveðst vongóður um að úrskurður héraðsdóms verði staðfestur.








Fleiri fréttir

Sjá meira


×