Fleiri fréttir

Telur laun skilanefndamanna vera eðlileg

Heildarkostnaður við uppskipti bankanna nálgast nú milljarð. Þar af nema laun til skilanefndarmanna 240 milljónum króna en árslaun eins skilanefndarmanns myndu duga til að borga verkamanni laun í 14 og hálft ár. Gylfi Magnússon viðskiptaráðherra telur þetta eðlileg laun.

Ríkisstjóri Washingtonríkis ánægður með Icelandair

Chris Gregoire ríkisstjóri Washingtonríkis hefur gefið út yfirlýsingu þar sem hann lýsir yfir ánægju sinni með þá ákvörðun Icelandair að hefja áætlunarflug til Seattle fjórum sinnum í viku næsta sumar.

Nýja Kaupþing tekur upp viðskiptavakt fyrir ICEQ

ICEQ hefur gert samning við Nýja Kaupþing um viðskiptavakt á útgefnum hlutdeildarskírteinum sjóðsins fyrir eigin reikning frá og með miðvikudeginum 1. apríl 2009. Tilgangurinn með viðskiptavaktinni er að efla viðskipti með hlutdeildarskírteini sjóðsins í kauphöllinni.

Gera ráð fyrir verulegri aukningu á vaxtabótum

Í nýju framvarpi sem nú er til meðferðar á alþingi er gert ráð fyrir verulegri aukningu á vaxtabótum frá því sem ákveðið var í fjárlögum fyrir þetta ár. Nemur viðbótin um 2 milljörðum kr. nái frumvarpið í gegn.

Auður Capital skilar hagnaði í krefjandi markaðsaðstæðum

Þrátt fyrir krefjandi markaðsaðstæður skilaði Auður Capital 56 milljón króna hagnaði á árinu 2008 sem var fyrsta rekstrarár félagsins. Fjárhagsleg staða félagsins er mjög sterk, fyrirtækið er skuldlaust og nemur eigið fé þess um 1,2 milljörðum króna.

Ólafsfell í gjaldþrotaskipti

Stjórn Ólafsfells ehf, sem er í eigu Björgólfs Guðmundssonar, óskaði eftir gjaldþrotaskiptum í morgun í Héraðsdómi Reykjavíkur. Dómari féllst á beiðnina og skipaði Jóhannes Ásgeirsson hæstaréttalögmann sem skiptastjóra þrotabúsins.

Uppskipti bankanna hafa kostað tæpan milljarð

Á fundi viðskiptanefndar Alþingis í dag var lagt fram minnisblað um slitameðferð og kostnað af störfum skilanefnda bankanna. Álfheiður Ingadóttir, formaður viðskiptanefndar segir í samtali við fréttastofu að kostnaðurinn stefni í milljarð króna á þeim fimm mánuðum sem liðnir eru frá bankahruninu.

Lítið að gerast í kauphöllinni

Opnunin í kauphöllinni í morgun er með rólegasta móti. Aðeins eitt félag hefur hreyfst, Marel sem hefur lækkað um rúm 4%. Úrvalsvísitalan er nær óbreytt frá lokum í gær í 215 stigum.

Atorka fær frest til mánaðarmóta

Atorka hefur náð samkomulagi við stærstu kröfuhafa sína um að framlengja kyrrstöðusamningi sínum við þá fram að mánaðarmótum.

76 fyrirtæki undir hamarinn

Í febrúar 2009 voru 76 fyrirtæki tekin til gjaldþrotaskipta samanborið við 56 fyrirtæki í febrúar 2008, sem jafngildir tæplega 36 prósenta aukningu á milli ára. Þetta kemur fram á heimasíðu Hagstofunnar og þar segir einnig að flest gjaldþrot eða 19, hafi verið í byggingarstarfsemi og mannvirkjagerð og 15 í heild- og smásöluverslun, viðgerðum á vélknúnum ökutækjum.

Makaskiptasamningum fjölgar gríðarlega

Makaskiptasamningum hefur fjölgað gríðarlega við fasteignaviðskipti á undanförnum mánuðum. Í febrúar síðastliðnum voru makaskiptasamningar 39 af þeim 125 samningum sem var þinglýst eða um 31%. Í sama mánuði árið 2008 voru makaskiptasamningar hins vegar 15 af 375 eða um 4%. Með makaskiptasamningi er átt við kaupsamning um fasteign þar sem hluti kaupverðs er greiddur með annarri fasteign.

Forstjóri Marel keypti hlut í félaginu fyrir 50 milljónir

Theo Hoen, forstjóri Marel, keypti eina milljón hluti í félaginu í dag á genginu 48,6. Hoen átti ekkert hlutafé í félaginu áður en þessi viðskipti fóru fram en í tilkynningu til Kauphallarinnar kemur hins vegar fram að hann á kauprétt að tveimur milljónum hluta til viðbótar.

Gengi bréfa Össurar féll um rúm átta prósent

Gengi hlutabréfa í Marel Food Systems hækkaði um 7,08 prósent í Kauphöllinni í dag. Bréf Century Aluminum hækkaði á sama tíma um 1,45 prósent. Þá féll gengi bréfa Össurar um 8,15 prósent.

Einn af hverjum fimm erlendum ríkisborgurum er atvinnulaus

Alls voru tæplega 2.000 erlendir ríkisborgarar án atvinnu í lok febrúar sem nemur því að tæplega 13% allra sem voru skráðir atvinnulausir í lok síðasta mánaðar hafi verið erlendir ríkisborgarar eða einn af hverjum fimm þeirra.

Telja sig þvingaða í viðskipti við Kaupþing

Persónuvernd hafa borist kvartanir frá viðskiptavinum SPRON vegna flutnings á innistæðum þeirra yfir í Nýja Kaupþing. Fólkið telur að flutningarnir séu ólöglegir og að það hafi verið þvingað í viðskipti við Kaupþing.

FME berast fjölmargar ábendingar frá almenningi

Ábendingar neytenda, sem og ábendingar eftirlitsskyldra aðila og starfsmanna á þeirra vegum, eru mikilvægur og nauðsynlegur þáttur í sérhverju eftirliti. Fjármálaeftirlitinu (FME) hafa á undanförnum mánuðum borist fjölmargar ábendingar, sem margar hverjar hafa orðið grundvöllur að frekari rannsóknum.

Samið við Bresku Jómfrúreyjar um aðgerðir gegn skattsvikum

Norðurlöndin og Bresku Jómfrúreyjarnar hafa samþykkt að undirrita samninga um upplýsingaskipti og auk þess röð viðskiptasamninga í maí. Samningarnir um upplýsingaskipti eru liður í herferð sem miðar að því að efla aðgerðir gegn skattsvikum.

Marel skoðar skráningu í Amsterdam eða á Norðurlöndum

Stjórn Marel Food Systems hefur samþykkt að skoða tvíhliða skráningu hlutabréfa félagsins í Amsterdam eða Skandinavíu til viðbótar við skráningu hlutabréfanna í kauphöllinni á Íslandi með það að markmiði að auka seljanleika, bæta verðmyndun og auðvelda aðkomu erlendra aðila að félaginu.

Bensínhækkun gæti verið fram undan

Bensínhækkun virðist liggja í loftinu hér á landi alveg á næstunni, þar sem bensínverð á heimsmarkaði hefur hækkað um 25 prósent í dollurum talið, síðan 12. þessa mánaðar. Bensíntonnið kostaði þá 392 dollara en kostar nú 503 dollara.

Fyrirspurnir frá rúmlega 200 til skilanefndar SPRON

Fyrirspurnir frá rúmlega 200 aðilum höfðu borist skilanefnd SPRON í gærkvöldi og þar af spurðust um tuttugu fyrir um dótturfélög og útibú. Fleiri spurðust fyrir um fasteignir, fasteignaverkefni og eignarhluti í öðrum félögum og flestir um lausafjármuni eins og tölvubúnað, bíla, skrifstofubúnað, listmuni og fleira.

Enn fækkar í Kauphöll

Hlutabréf Sparisjóðs Reykjavíkur og nágrennis (SPRON) voru tekin úr viðskiptum í Nasdaq OMX kauphöllinni íslensku í byrjun vikunnar að beiðni skilanefndar sjóðsins. Engin viðskipti hafa þó verið með bréfin í nokkurn tíma, en Kauphöllin stöðvaði þau sjötta október í fyrra, eftir fall bankanna, vegna óvissu á markaði sem skaðað gæti eðlilega verðmyndun.

Glæsileg lausn

Steingrímur J. Sigfússon fjármálaráðherra ýtti rækilega undir væntingar um farsæla lausn á Icesave-málinu í viðtali í Zetunni, nýjum viðtalsþætti mbl.is. Hann sagði glæsilega niðurstöðu í augsýn og kvað Svavar Gestsson, formann viðræðunefndarinnar, njóta fyllsta trausts.

Erlendir vilja fimmtung í Marel Food Systems

Óformlegar viðræður hafa átt sér stað um kaup evrópskra fjárfesta og fyrirtækja á tuttugu prósenta hlut í Marel Food Systems. Áhuginn mun vera allnokkur og hafa margir sýnt áhuga á að eignast ráðandi hlut, eða 51 prósent. Áætlað er að sala skili 40 milljónum evra hið minnsta, eða sex milljörðum króna.

Segja Marel ekki á leið úr landinu

Ný framkvæmdastjórn Marel Food System stýrir samþættingu og innri uppbyggingu eftir mikinn ytri vöxt síðustu ára. Nýr forstjóri segir fyrirtækið ekki á förum frá landinu.

Óbreytt framtíðarsýn laskaðra sparisjóða

Tveir sparisjóðir færðust í sögubækur um síðustu helgi. Þrettán standa eftir en helmingur þeirra stendur höllum fæti. Jón Aðalsteinn Bergsveinsson leit yfir sögu sparisjóðanna og skoðaði ástæðurnar fyrir falli þeirra.

Rangri eða slæmri ráðgjöf fylgt

Kröfuhafar SPRON töldu stjórnvöld fylgja rangri eða gallaðri ráðgjöf í aðdraganda þess að Fjármálaeftirlitið (FME) greip inn í rekstur SPRON og Sparisjóðabankans um síðustu helgi.

Stjórnendur Össurar selja hlut sinn langt undir markaðsvirði

Forstjóri Össurar hf. og framkvæmdastjórar hafa selt stærstan hluta hlutabréfa sinna í félaginu, alls 23.441.801 hlut eða 5,6% af heildarhlutafé félagsins. Hluturinn er seldur á genginu 88 sem er 9% undir lokagengi dagsins í dag. Viðskiptin námu því tæpum 2100 milljónum króna.

Blóðrautt sólarlag í kauphöllinni

Úrvalsvísitalan lækkaði um 11,4% í dag og stendur í 215 stigum. Höfuðástæðan er að hlutabréf SPRON voru tekin úr viðskiptum í kauphöllinni.

Breytingar á framkvæmdastjórn Straums

Fjórir meðlimir framkvæmdastjórnar Straum hafa látið af störfum í stjórninni, Þetta eru þeir Antti Makinen, Nick Stagg, Skúli Valberg Ólafsson og Svanbjörn Thoroddsen.

FME fái ekki heimild til að kæra ekki

Allt stefnir í að fallið verði frá því að Fjármálaeftirlitið fái heimildir til að kæra ekki brot til lögreglu, hafi fyrirtæki eða einstaklingur frumkvæði að því að láta því upplýsingar í té vegna alvarlegra brota.

Nýja Kaupþing hættir við ábyrgðarmannakerfi

Nýja Kaupþing hefur fyrst íslenskra banka ákveðið að hætta töku sjálfskuldarábyrgða eða fasteignaveða þriðja aðila vegna lána til einstaklinga. Einstaklingar fá því framvegis fyrirgreiðslu eingöngu í takt við eigin greiðslugetu og efnahag.

SA vill endurskoða stýrivexti fyrr en áformað er

Nýjasta verðbólgumæling Hagstofunnar hlýtur að koma Seðlabankanum verulega á óvart, segir í frétt á heimasíðu Samtaka atvinnulífsins (SA). Hjöðnun verðbólgu er mun hraðari en hann virðist hafa gert ráð fyrir og það hlýtur að leiða til þess að stýrivextir verði endurskoðaðir fyrr en áformað var.

Sjá næstu 50 fréttir