Viðskipti innlent

Nafnverðslækkun húsnæðis er um 8% frá áramótum

Húsnæðisverð á landinu öllu hefur lækkað um tæplega 8% að nafnverði það sem af er ári samkvæmt mælingum Hagstofu Íslands.

Undanfarna 12 mánuði hefur húsnæðisverð lækkað um 11% að nafnvirði en á sama tíma fyrir ári síðan stóð 12 mánaða hækkun húsnæðis í 14%.

Greining Íslandsbanka fjallar um málið í Morgunkorni sínu. Þar segir að mestu muni um mikla lækkun húsnæðisverðs á milli febrúar og mars en þá lækkað húsnæðisverð samkvæmt þessum mælingum um 5% og kom sú lækkun í kjölfar 3% lækkunar í febrúar en í janúar stóð verið nánast í stað.

Þróun á verði húsnæðisverðs á næstu mánuðum mun skipta miklu um verðbólguþróunina en sú verðhjöðnun sem varð í marsmælingu Hagstofunnar á verðbólgu er nær algjörlega rakinn til þessarar miklu húsnæðisverðslækkunar á tímabilinu.

Frekari lækkun húsnæðisverðs mun, að mati greiningarinnar, vera einn af þeim þáttum sem dregur úr verðbólgunni á næstunni.










Fleiri fréttir

Sjá meira


×