Viðskipti innlent

Uppskipti bankanna hafa kostað tæpan milljarð

Á fundi viðskiptanefndar Alþingis í dag var lagt fram minnisblað um slitameðferð og kostnað af störfum skilanefnda bankanna. Álfheiður Ingadóttir, formaður viðskiptanefndar segir í samtali við fréttastofu að kostnaðurinn stefni í milljarð króna á þeim fimm mánuðum sem liðnir eru frá bankahruninu.

Launakostnaður í skilanefndunum er 240 milljónir króna en kostnaður við mat á eignum, vinna endurskoðunafyrirtækja og önnur aðkeypt vinna togar heildarkostnaðinn hátt í milljarð króna. Sá kostnaður fellur á Fjármálaeftirlitið að sögn Álfheiðar.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×