Viðskipti innlent

Ólafsfell í gjaldþrotaskipti

Björgólfur Guðmundsson átti Ólafsfell.
Björgólfur Guðmundsson átti Ólafsfell.

Stjórn Ólafsfells ehf, sem er í eigu Björgólfs Guðmundssonar, óskaði eftir gjaldþrotaskiptum í morgun í Héraðsdómi Reykjavíkur. Dómari féllst á beiðnina og skipaði Jóhannes Ásgeirsson hæstaréttalögmann sem skiptastjóra þrotabúsins.

Ólafsfell átti meirihluta í bókaútgáfu Máls og Menningar auk þess sem félagið átti Árvakur, útgáfufélag Morgunblaðsins og mbl.is.

Þá hafði félagið gefið loforð um myndarlegan styrk til íslenskrar dagskrágerðar innan veggja Ríkissjónvarpsins. Þó er ljóst að ekki verði staðið til fulls við þann samning úr því sem komið er.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×