Viðskipti innlent

Seðlabankinn segir smáhnökra á greiðslumiðluninni

Samkvæmt upplýsingum frá Seðlabankanum eru nú smáhnökrar á greiðslumiðlun þeirri við útlönd sem bankinn tók yfir frá Sparisjóðabankanum.

Um sé að ræða örfá tilvik þar sem greiðslur hafa ekki farið í gegn með eðlilegum hætti. Skýrist það væntanlega af því að skilgreina þarf betur greiðslufyrirmælin eftir þá breytingu sem varð á miðluninni í upphafi vikunnar þegar Sparisjóðabankinn var tekinn yfir af stjórnvöldum.

Seðlabankinn segir að verið sé að vinna að því að lagfæra þessa hnökra og væntir bankinn þess að sú vinna taki ekki langan tíma.




Tengdar fréttir






Fleiri fréttir

Sjá meira


×