Viðskipti innlent

Bensínhækkun gæti verið fram undan

Bensínhækkun virðist liggja í loftinu hér á landi alveg á næstunni, þar sem bensínverð á heimsmarkaði hefur hækkað um 25 prósent í dollurum talið, síðan 12. þessa mánaðar. Bensíntonnið kostaði þá 392 dollara en kostar nú 503 dollara. Á sama tímabili hefur gengi dollars gagnvart krónunni nánast staðið í stað. Dísilolían hefur einnig hækkað á heimsmarkaði, en heldur minna en bensínið. Þar nemur hækkunin um það bil 20 prósentum.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×