Viðskipti innlent

Krónan féll um 11% gagnvart evru á tveimur vikum

Gengi krónunnar féll um 11% gagnvart evrunni á tveggja vikna tímabili frá 11. mars og þar til í gær. Í dag hefur svo gengið fallið um rúmt prósent í viðbót.

Hagfræðideild Landsbankans fjallar um málið í daglegu fréttabréfi sínu. Þar segir að nokkurt líf hafi verið á gjaldeyrismarkaðinum í gærdag eftir að viðskiptin höfðu bókstaflega staðið í núllinu næstu tvo daga þar á undan.

Þeir þættir sem valdið hafa veikingu krónunnar að undanförnu eru m.a. nýleg stýrivaxtalækkun, útflæði gjaldeyris vegna vaxtagreiðslna á ríkisbréfum í eigu erlendra fjárfesta og nýleg inngrip Fjármálaeftirlitsins í starfsemi Straums, SPRON og Sparisjóðabankans.

Þá segir hagfræðideildin að svo virðist sem Seðlabankinn hafi látið af inngripum sínum á gjaldeyrismarkaðinn til að styðja við gengi krónunnar.










Fleiri fréttir

Sjá meira


×