Viðskipti innlent

Forstjóri Marel keypti hlut í félaginu fyrir 50 milljónir

Theo Hoen, forstjóri Marel, keypti eina milljón hluti í félaginu í dag.
Theo Hoen, forstjóri Marel, keypti eina milljón hluti í félaginu í dag.
Theo Hoen, forstjóri  Marel Food Systems hf, keypti eina milljón hluti í félaginu í dag á genginu 48,6. Hoen átti ekkert hlutafé í félaginu áður en þessi viðskipti fóru fram en í tilkynningu til Kauphallarinnar kemur hins vegar fram að hann á kauprétt að tveimur milljónum hluta til viðbótar.

Stjórn Marel tilkynnti um síðustu helgi að félagið hefði komist að samkomulagi við Hoen um að hann yrði forstjóri sameinaðs fyrirtækis Marel Food Systems og Stork Food Systems. Hann var áður forstjóri Stork Food System.

Gengi Marel í lok dags var 48,4 á hlut.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×