Gera ráð fyrir verulegri aukningu á vaxtabótum 26. mars 2009 13:26 Í nýju framvarpi sem nú er til meðferðar á alþingi er gert ráð fyrir verulegri aukningu á vaxtabótum frá því sem ákveðið var í fjárlögum fyrir þetta ár. Nemur viðbótin um 2 milljörðum kr. nái frumvarpið í gegn. Fjallað er um málið í vefriti fjármálaráðuneytisins. Þar segir að í fjárlögum ársins 2009 eru áætluð útgjöld ríkissjóðs til greiðslu vaxtabóta tæpir 8 milljarðar króna, en þessar bætur eru mikilvægur stuðningur fyrir fjölskyldur við að eignast húsnæði. Samkvæmt upplýsingum frá embætti ríkisskattstjóra nutu 58 þúsund fjölskyldur vaxtabóta á árinu 2008 og voru meðalbætur á fjölskyldu 114 þús.kr. Stofn til vaxtabóta eru þeir vextir sem fjölskyldur greiða af lánum sem tekin eru til kaupa á íbúðarhúsnæði. Ákvörðun þeirra er hins vegar einnig háð tekjum, skuldastöðu, nettóeign og hjúskaparstöðu vaxtabótaþega. Í forsendum fjárlaga var gert ráð fyrir 5,7% hækkun á viðmiðunarfjárhæðum vaxtabótakerfisins. Í ljósi þess mikla efnahagsvanda sem við fjölskyldum blasir, m.a. í formi aukinnar vaxtabyrði vegna mikilla gengissveiflna og verðbólgu á undanförnum mánuðum er nú til meðferðar á Alþingi frumvarp þar sem gert er ráð fyrir verulegri hækkun á vaxtabótum, eða um allt að 2 milljarða króna. Hér er um einskiptisaðgerð að ræða sem ætlað er að létta undir með heimilum landsins. Ákvörðun vaxtabóta liggur skv. venju fyrir 1. ágúst ár hvert við álagningu opinberra gjalda á tekjur fyrra árs. Í frumvarpinu er lögð til veruleg viðbótarhækkun á viðmiðunarfjárhæðum vaxtabótakerfisins, eða um 25% á hámarki vaxtagjalda og 55% á hámarki vaxtabóta. Í þessu felst að hámarksvaxtabætur hjóna eða sambýlisfólks hækka úr 314.134 kr., en það var sú fjárhæð sem gert var ráð fyrir í forsendum fjárlaga,og í 486.908 kr. Viðbótarhækkunin nemur samtals um 173 þús.kr. á ári, en samsvarandi hækkun fyrir einstaklinga og einstæða foreldra er 104 þús.kr. og 134 þús.kr. Þessi hækkun kemur sem fyrr segir til viðbótar þeirri 5,7% hækkun sem gert var ráð fyrir í fjárlögum sem þýðir að hámarksvaxtabætur til hjóna og sambýlisfólks hækka um 190 þús.kr. milli áranna 2008 og 2009 verði frumvarpið að lögum.Í frumvarpinu er einnig lögð til 25% viðbótarhækkun á hámarki vaxtagjalda, sem þýðir fyrir hjón að stofn til vaxtabóta verður að hámarki 1.126 þús.kr. á ári í stað 901 þús.kr. Jafnframt er lagt til að tekjuskerðingarhlutfall bótanna verði 7,5% í stað 6% þannig að viðbótarvaxtabætur skili sér fyrst og fremst til tekjulægri fjölskyldna. Mest lesið Bandaríkjamenn banna innflutning dróna Viðskipti erlent Bíóstólarnir í Álfabakka til sölu Viðskipti innlent Virðist ekki vera hægt á Íslandi Viðskipti innlent Húðflúrari fór frá hálfkláruðum fugli á hálsi Neytendur Flogin frá Icelandair til Nova Viðskipti innlent Bærinn bótaskyldur og þarf að bjóða líkamsræktarstöð út aftur Viðskipti innlent Kvartanir berast í hverri viku vegna gjafabréfa Neytendur Range Rover Sport er lúxusjeppi sem tekið er eftir Samstarf „Áhyggjuefni ef fyrirtækin mæta þessu með semingi“ Neytendur Skattleysismörk barna yngri en 16 ára hækka Viðskipti innlent Fleiri fréttir Bíóstólarnir í Álfabakka til sölu Bærinn bótaskyldur og þarf að bjóða líkamsræktarstöð út aftur Flogin frá Icelandair til Nova Virðist ekki vera hægt á Íslandi Minni líkur á vaxtalækkun: „Þeim verður vandi á höndum, seðlabankafólkinu“ Skattleysismörk barna yngri en 16 ára hækka Frosti og Arnþrúður fá styrki Verðbólga eykst verulega Hefja sölu á fyrstu hliðstæðu við Simponi í heiminum Stefán útvarpsstjóri gáttaður á Stefáni útvarpsstjóra Framkvæmdastjóri Lyfjavals hættur Eyða óvissu á lánamarkaði strax á mánudag Ljúka kaupum á Hreinsitækni og HRT þjónustu Gréta María um starfslokin: „Ég geng stolt frá borði“ Síminn fær heimild til að reka áfram 2G og 3G þjónustu Breyta nafni Ölgerðarinnar Jón Ingi nýr forstjóri PwC Tekur við sem hagfræðingur Viðskiptaráðs Gréta María óvænt hætt hjá Prís Ráðinn nýr fjármála- og rekstrarstjóri Lyfja og heilsu Þrír eða færri skoða eign í fyrstu viku á sölu Byrjunarverð hjá NiceAir tæplega sextíu þúsund krónur Leigan rukkuð mánaðarlega en ekki í lokin Frá Logos til Samtaka fyrirtækja í sjávarútvegi Alcoa stefnir Eimskip að nýju í samráðsmáli Aron Kristinn stofnar goðsagnakennt fyrirtæki Vill verða stjórnarformaður Íslandsbanka: „Hvaða sirkus er þetta?“ Geta þurft að greiða hátt verð fyrir póstsendar gjafir Segja ráðherra fórna íslenskum hagsmunum í makrílsamningi Ísland gerir samkomulag um makrílveiðar í fyrsta skipti Sjá meira
Í nýju framvarpi sem nú er til meðferðar á alþingi er gert ráð fyrir verulegri aukningu á vaxtabótum frá því sem ákveðið var í fjárlögum fyrir þetta ár. Nemur viðbótin um 2 milljörðum kr. nái frumvarpið í gegn. Fjallað er um málið í vefriti fjármálaráðuneytisins. Þar segir að í fjárlögum ársins 2009 eru áætluð útgjöld ríkissjóðs til greiðslu vaxtabóta tæpir 8 milljarðar króna, en þessar bætur eru mikilvægur stuðningur fyrir fjölskyldur við að eignast húsnæði. Samkvæmt upplýsingum frá embætti ríkisskattstjóra nutu 58 þúsund fjölskyldur vaxtabóta á árinu 2008 og voru meðalbætur á fjölskyldu 114 þús.kr. Stofn til vaxtabóta eru þeir vextir sem fjölskyldur greiða af lánum sem tekin eru til kaupa á íbúðarhúsnæði. Ákvörðun þeirra er hins vegar einnig háð tekjum, skuldastöðu, nettóeign og hjúskaparstöðu vaxtabótaþega. Í forsendum fjárlaga var gert ráð fyrir 5,7% hækkun á viðmiðunarfjárhæðum vaxtabótakerfisins. Í ljósi þess mikla efnahagsvanda sem við fjölskyldum blasir, m.a. í formi aukinnar vaxtabyrði vegna mikilla gengissveiflna og verðbólgu á undanförnum mánuðum er nú til meðferðar á Alþingi frumvarp þar sem gert er ráð fyrir verulegri hækkun á vaxtabótum, eða um allt að 2 milljarða króna. Hér er um einskiptisaðgerð að ræða sem ætlað er að létta undir með heimilum landsins. Ákvörðun vaxtabóta liggur skv. venju fyrir 1. ágúst ár hvert við álagningu opinberra gjalda á tekjur fyrra árs. Í frumvarpinu er lögð til veruleg viðbótarhækkun á viðmiðunarfjárhæðum vaxtabótakerfisins, eða um 25% á hámarki vaxtagjalda og 55% á hámarki vaxtabóta. Í þessu felst að hámarksvaxtabætur hjóna eða sambýlisfólks hækka úr 314.134 kr., en það var sú fjárhæð sem gert var ráð fyrir í forsendum fjárlaga,og í 486.908 kr. Viðbótarhækkunin nemur samtals um 173 þús.kr. á ári, en samsvarandi hækkun fyrir einstaklinga og einstæða foreldra er 104 þús.kr. og 134 þús.kr. Þessi hækkun kemur sem fyrr segir til viðbótar þeirri 5,7% hækkun sem gert var ráð fyrir í fjárlögum sem þýðir að hámarksvaxtabætur til hjóna og sambýlisfólks hækka um 190 þús.kr. milli áranna 2008 og 2009 verði frumvarpið að lögum.Í frumvarpinu er einnig lögð til 25% viðbótarhækkun á hámarki vaxtagjalda, sem þýðir fyrir hjón að stofn til vaxtabóta verður að hámarki 1.126 þús.kr. á ári í stað 901 þús.kr. Jafnframt er lagt til að tekjuskerðingarhlutfall bótanna verði 7,5% í stað 6% þannig að viðbótarvaxtabætur skili sér fyrst og fremst til tekjulægri fjölskyldna.
Mest lesið Bandaríkjamenn banna innflutning dróna Viðskipti erlent Bíóstólarnir í Álfabakka til sölu Viðskipti innlent Virðist ekki vera hægt á Íslandi Viðskipti innlent Húðflúrari fór frá hálfkláruðum fugli á hálsi Neytendur Flogin frá Icelandair til Nova Viðskipti innlent Bærinn bótaskyldur og þarf að bjóða líkamsræktarstöð út aftur Viðskipti innlent Kvartanir berast í hverri viku vegna gjafabréfa Neytendur Range Rover Sport er lúxusjeppi sem tekið er eftir Samstarf „Áhyggjuefni ef fyrirtækin mæta þessu með semingi“ Neytendur Skattleysismörk barna yngri en 16 ára hækka Viðskipti innlent Fleiri fréttir Bíóstólarnir í Álfabakka til sölu Bærinn bótaskyldur og þarf að bjóða líkamsræktarstöð út aftur Flogin frá Icelandair til Nova Virðist ekki vera hægt á Íslandi Minni líkur á vaxtalækkun: „Þeim verður vandi á höndum, seðlabankafólkinu“ Skattleysismörk barna yngri en 16 ára hækka Frosti og Arnþrúður fá styrki Verðbólga eykst verulega Hefja sölu á fyrstu hliðstæðu við Simponi í heiminum Stefán útvarpsstjóri gáttaður á Stefáni útvarpsstjóra Framkvæmdastjóri Lyfjavals hættur Eyða óvissu á lánamarkaði strax á mánudag Ljúka kaupum á Hreinsitækni og HRT þjónustu Gréta María um starfslokin: „Ég geng stolt frá borði“ Síminn fær heimild til að reka áfram 2G og 3G þjónustu Breyta nafni Ölgerðarinnar Jón Ingi nýr forstjóri PwC Tekur við sem hagfræðingur Viðskiptaráðs Gréta María óvænt hætt hjá Prís Ráðinn nýr fjármála- og rekstrarstjóri Lyfja og heilsu Þrír eða færri skoða eign í fyrstu viku á sölu Byrjunarverð hjá NiceAir tæplega sextíu þúsund krónur Leigan rukkuð mánaðarlega en ekki í lokin Frá Logos til Samtaka fyrirtækja í sjávarútvegi Alcoa stefnir Eimskip að nýju í samráðsmáli Aron Kristinn stofnar goðsagnakennt fyrirtæki Vill verða stjórnarformaður Íslandsbanka: „Hvaða sirkus er þetta?“ Geta þurft að greiða hátt verð fyrir póstsendar gjafir Segja ráðherra fórna íslenskum hagsmunum í makrílsamningi Ísland gerir samkomulag um makrílveiðar í fyrsta skipti Sjá meira