Viðskipti innlent

Gerir ráð fyrir 1,5 prósentustiga stýrivaxtalækkun eða meir

Hagfræðideild Landsbankans gerir ráð fyrir að stýrivaxtalækkun Seðlabankans þann 8. apríl muni að minnsta kosti nema 1,5 prósentustigi og jafnvel meiru.

Í daglegu fréttabréfi sínu segir hagfræðideildin að hún byggi þetta mat sitt á nýjustu verðbólgumælingu Hagstofunnar ásamt því að öruggar vísbendingar eru um að verðbólgan muni hjaðna hraðar en áður var gert ráð fyrir.

Þar að auki segir í fréttabréfinu að hagfræðideildin búist við að peningastefnunefnd Seðlabankans muni hér eftir hittast í hverjum mánuði og að stýrivaxtalækkanir verði því á góðu skriði það sem eftir er ársins.










Fleiri fréttir

Sjá meira


×