Viðskipti innlent

Atorka fær frest til mánaðarmóta

Atorka hefur náð samkomulagi við stærstu kröfuhafa sína um að framlengja kyrrstöðusamningi sínum við þá fram að mánaðarmótum.

Í tilkynningu sem félagið sendi frá sér seint í gærkvöldi segir að þann 21. mars sl. tilkynnti Atorka Group hf. um að félagið ynni ásamt stærstu kröfuhöfum að framlengingu á kyrrstöðusamningi sem tilkynnt var um 10. febrúar 2009. Í dag náðist samkomulag við aðila samkomulagsins um að framlengja kyrrstöðusamningnum til 31. mars n.k.








Fleiri fréttir

Sjá meira


×