Viðskipti innlent

Ríkisstjóri Washingtonríkis ánægður með Icelandair

Chris Gregoire ríkisstjóri Washingtonríkis hefur gefið út yfirlýsingu þar sem hann lýsir yfir ánægju sinni með þá ákvörðun Icelandair að hefja áætlunarflug til Seattle fjórum sinnum í viku næsta sumar.

„Þetta eru frábærar fréttir fyrir Washingtonríki," segir ríkisstjórinn. „Þetta nýja áætlunarflug mun efla frekar viðskipti og ferðamennsku ekki aðeins milli Washington og Íslands heldur einnig Evrópu."

Ennfremur segir í yfirlýsingu Chris Gregorie að hann hafi ætíð talið að mikilvægt að koma á fót áætlunarleiðum til borga um allan heim til að víkka út viðskipti og ferðamannaiðnað Washingtonríkis. Slíkt aðstoð stjórnvöld í ríkinu við að skapa ný störf.

„Á sama tíma og mörg flugfélög eiga í erfiðleikum er upplífgandi að læra að Sea-Tac flugvöllurinn laðar að sér nýjar flugleiðir sem geta opnað fyrir frekari viðskipti í Washingtonríki," segir að lokum í yfirlýsingunni.










Fleiri fréttir

Sjá meira


×