Viðskipti innlent

Makaskiptasamningum fjölgar gríðarlega

Makaskiptasamningum hefur fjölgað gríðarlega við fasteignaviðskipti á undanförnum mánuðum.

Í febrúar síðastliðnum voru makaskiptasamningar 39 af þeim 125 samningum sem var þinglýst eða um 31%. Í sama mánuði árið 2008 voru makaskiptasamningar hins vegar 15 af 375 eða um 4%. Með makaskiptasamningi er átt við kaupsamning um fasteign þar sem hluti kaupverðs er greiddur með annarri fasteign.

Greining Íslandsbanka hélt því fram í Morgunkorni, daglegu fréttaskeyti sínu, fyrr í mars að makaskiptasamningar héldu uppi fölsku verði á fasteignamarkaðinum.








Fleiri fréttir

Sjá meira


×