Viðskipti innlent

Icelandair kynnir mikilvægar breytingar í hádeginu

Í dag klukkan 12.00 mun Birkir Hólm Guðnason, framkvæmdastjóri Icelandair, kynna starfsmönnum félagsins mikilvægar breytingar á starfsmannafundi að Hótel Loftleiðum.

Samhliða þessum fundi mun Icelandair einnig halda samskonar fund með starfsfólki sínu í Kaupmannahöfn.

Vefsíðan Take Off segir að á fundinum í Kaupmannahöfn eigi að kynna nýja áætlunarleið Icelandair til Seattle í Bandaríkjunum.

Hér heima verða þó kynntar viðameiri breytingar en það því breytingarnar munu tilkynningarskyldar til kauphallarinnar að því er Fréttastofa kemst næst.










Fleiri fréttir

Sjá meira


×