Segja Marel ekki á leið úr landinu Óli Kristján Ármannsson skrifar 25. mars 2009 00:01 Theo Hoen og Sigsteinn Grétarsson. Marel er ekki á förum og gjaldeyrishöft ekki til vandræða samkvæmt því sem nýir yfirmenn Marel Food Systems segja. Mynd/GVA „Áherslan er nú á samþættingu rekstrarins og endurskipulagningu undir einu heiti eftir mjög hraðan uppvöxt og útrás síðustu ára," segir Theo Hoen, nýr forstjóri Marel Food Systems. Hann hefur starfað við hlið Harðar Arnarsson frá því Marel Food Systems sameinaðist Stork Food Systems í fyrravor, en þar var Theo Hoen forstjóri áður. Tilkynnt var um starfslok Harðar um helgina. Þá tók Sigsteinn Grétarsson, sem áður var framkvæmdastjóri starfsemi Marel hf. hér á landi, sæti í framkvæmdastjórn félagsins við hlið Hoens og Eriks Kaman fjármálastjóra. Breytingarnar ollu nokkru umróti meðal starfsfólks Marel Food Systems hér, en nýir yfirmenn félagsins kynntu þær á fjölmennum fundi á mánudag. „Spurningarnar sem helst brunnu á fólki sneru að því hvort flytja ætti félagið úr landi og hvort störf þess væru trygg," segir Hoen, sem vísar á bug öllum vangaveltum um flutning fyrirtækisins. Þekkingin sé hér til staðar og eðli starfseminnar ekki þannig að hún verði auðveldlega flutt. „Svo hefur starfsemin líka gengið mjög vel hér og undarlegt að fara að hrófla við því. Frekar væri að við mundum auka við okkur," segir hann, en segist um leið skilja áhyggjur fólks af þessu. „En þetta sýnum við best í verki næsta hálfa árið." Theo Hoen og Sigsteinn Grétarsson segja ljóst að félagið sé í yfirburðastöðu í heiminum með heildarlausnir í vinnslu matvæla sem ekkert annað félag fái keppt við. Vissulega sé samkeppni þó hörð innan einstakra framleiðsluþátta, svo sem hvað varði einstakar skurðar- eða pökkunarvélar. Ekki sé hins vegar von á neinum kollsteypum í starfseminni og áherslan á vöruþróun tengdri vinnslu á fuglakjöti, fiski og öðru kjöti. „Núna ríður á að koma fram sem eitt fyrirtæki, bæði inn á við og út á við. Það er stærsta áskorunin sem við Sigsteinn stöndum nú frammi fyrir," segir Hoen. Hluthafar segir hann að standi sterkir að baki stefnu félagsins og hafi burði til að styðja við hana, þótt ekkert launungarmál sé að stjórnin vildi gjarnan aukna erlenda fjárfestingu í félagið. „Stærsti hluti fjármögnunarinnar er hins vegar hér á landi og engin vandkvæði fyrirséð þar," segir hann og telur ekki að gjaldeyrishöft Seðlabankans séu til trafala. Hoen verður með aðsetur í Boxmeer í Hollandi þar sem yfir 800 manns starfa, en Sigsteinn verður starfandi hér, þar sem um 350 manns starfa hjá fyrirtækinu. Höfuðstöðvar Marel Food Systems verða áfram hér á landi. Fréttir Innlent Viðskipti Mest lesið Kristján og Leó kaupa Landsbankahúsið á tæpa þrjá milljarða Viðskipti innlent „Ekki mistök“ að brauð með engu kostaði tvö þúsund krónur Neytendur Sjómönnum sagt upp: Skipulagsbreytingar vegna veiðigjalda Viðskipti innlent Gáfust upp á Facebook og opna verslun fyrir notaðar íþróttavörur Viðskipti innlent Stærsti olíufundur Evrópu í áratug í Póllandi Viðskipti erlent Opnuðu loks Hygge eftir 245 daga bið Viðskipti innlent Hátt í þrjátíu sagt upp hjá Play Viðskipti innlent Nýtt trend: Sami stjórnandinn að vinna fyrir mörg fyrirtæki Atvinnulíf Slæm vinnustaðamenning: Minni afköst, verri frammistaða, fleiri fjarvistir Atvinnulíf Erlendir farþegar á bak við 81 prósent tekna Icelandair Viðskipti innlent Fleiri fréttir Kristján og Leó kaupa Landsbankahúsið á tæpa þrjá milljarða Sjómönnum sagt upp: Skipulagsbreytingar vegna veiðigjalda Vaxtalækkun í ágúst sé nánast útilokuð Opnuðu loks Hygge eftir 245 daga bið Verðbólgan hjaðnar á ný Gáfust upp á Facebook og opna verslun fyrir notaðar íþróttavörur Endurskipuleggja reksturinn „í vinsemd og virðingu“ Tekjur jukust um helming milli ára Hátt í þrjátíu sagt upp hjá Play Gengið rétti lítillega úr kútnum en hefur aldrei verið lægra Róðurinn þungur en hefur ekki áhyggjur af Play HBO Max streymisveitan komin til Íslands Gengi Play í frjálsu falli Alþjóðlegt bílafyrirtæki kaupir Öskju og systurfélög Búast við tveggja milljarða tapi Samruninn muni taka langan tíma Orri til liðs við Íslandsbanka Tæpur milljarður í höfundarréttartekjur Erlendir farþegar á bak við 81 prósent tekna Icelandair Auður leiðir nýja samsteypu á íslenskum markaði Virði Icelandair hrapar eftir uppgjör „Við erum alls ekki í nokkru stríði“ Plötuðu erlent fyrirtæki til að greiða sér tugi milljóna: Annar sagður hrokafullur en hinn sýndi iðrun Vaka stýrir Collab Hagnaður Arion flaug fram úr væntingum Fjárfestar í sjávarútvegi fari að líta annað Hvenær er skynsamlegt að taka út viðbótalífeyrissparnað? Stígur til hliðar vegna „ólíkrar sýnar“ á breytingar Davíð nýr framkvæmdastjóri áfangastaða hjá Arctic Adventures Seldi íbúðina og keypti Bitcoin í staðinn Sjá meira
„Áherslan er nú á samþættingu rekstrarins og endurskipulagningu undir einu heiti eftir mjög hraðan uppvöxt og útrás síðustu ára," segir Theo Hoen, nýr forstjóri Marel Food Systems. Hann hefur starfað við hlið Harðar Arnarsson frá því Marel Food Systems sameinaðist Stork Food Systems í fyrravor, en þar var Theo Hoen forstjóri áður. Tilkynnt var um starfslok Harðar um helgina. Þá tók Sigsteinn Grétarsson, sem áður var framkvæmdastjóri starfsemi Marel hf. hér á landi, sæti í framkvæmdastjórn félagsins við hlið Hoens og Eriks Kaman fjármálastjóra. Breytingarnar ollu nokkru umróti meðal starfsfólks Marel Food Systems hér, en nýir yfirmenn félagsins kynntu þær á fjölmennum fundi á mánudag. „Spurningarnar sem helst brunnu á fólki sneru að því hvort flytja ætti félagið úr landi og hvort störf þess væru trygg," segir Hoen, sem vísar á bug öllum vangaveltum um flutning fyrirtækisins. Þekkingin sé hér til staðar og eðli starfseminnar ekki þannig að hún verði auðveldlega flutt. „Svo hefur starfsemin líka gengið mjög vel hér og undarlegt að fara að hrófla við því. Frekar væri að við mundum auka við okkur," segir hann, en segist um leið skilja áhyggjur fólks af þessu. „En þetta sýnum við best í verki næsta hálfa árið." Theo Hoen og Sigsteinn Grétarsson segja ljóst að félagið sé í yfirburðastöðu í heiminum með heildarlausnir í vinnslu matvæla sem ekkert annað félag fái keppt við. Vissulega sé samkeppni þó hörð innan einstakra framleiðsluþátta, svo sem hvað varði einstakar skurðar- eða pökkunarvélar. Ekki sé hins vegar von á neinum kollsteypum í starfseminni og áherslan á vöruþróun tengdri vinnslu á fuglakjöti, fiski og öðru kjöti. „Núna ríður á að koma fram sem eitt fyrirtæki, bæði inn á við og út á við. Það er stærsta áskorunin sem við Sigsteinn stöndum nú frammi fyrir," segir Hoen. Hluthafar segir hann að standi sterkir að baki stefnu félagsins og hafi burði til að styðja við hana, þótt ekkert launungarmál sé að stjórnin vildi gjarnan aukna erlenda fjárfestingu í félagið. „Stærsti hluti fjármögnunarinnar er hins vegar hér á landi og engin vandkvæði fyrirséð þar," segir hann og telur ekki að gjaldeyrishöft Seðlabankans séu til trafala. Hoen verður með aðsetur í Boxmeer í Hollandi þar sem yfir 800 manns starfa, en Sigsteinn verður starfandi hér, þar sem um 350 manns starfa hjá fyrirtækinu. Höfuðstöðvar Marel Food Systems verða áfram hér á landi.
Fréttir Innlent Viðskipti Mest lesið Kristján og Leó kaupa Landsbankahúsið á tæpa þrjá milljarða Viðskipti innlent „Ekki mistök“ að brauð með engu kostaði tvö þúsund krónur Neytendur Sjómönnum sagt upp: Skipulagsbreytingar vegna veiðigjalda Viðskipti innlent Gáfust upp á Facebook og opna verslun fyrir notaðar íþróttavörur Viðskipti innlent Stærsti olíufundur Evrópu í áratug í Póllandi Viðskipti erlent Opnuðu loks Hygge eftir 245 daga bið Viðskipti innlent Hátt í þrjátíu sagt upp hjá Play Viðskipti innlent Nýtt trend: Sami stjórnandinn að vinna fyrir mörg fyrirtæki Atvinnulíf Slæm vinnustaðamenning: Minni afköst, verri frammistaða, fleiri fjarvistir Atvinnulíf Erlendir farþegar á bak við 81 prósent tekna Icelandair Viðskipti innlent Fleiri fréttir Kristján og Leó kaupa Landsbankahúsið á tæpa þrjá milljarða Sjómönnum sagt upp: Skipulagsbreytingar vegna veiðigjalda Vaxtalækkun í ágúst sé nánast útilokuð Opnuðu loks Hygge eftir 245 daga bið Verðbólgan hjaðnar á ný Gáfust upp á Facebook og opna verslun fyrir notaðar íþróttavörur Endurskipuleggja reksturinn „í vinsemd og virðingu“ Tekjur jukust um helming milli ára Hátt í þrjátíu sagt upp hjá Play Gengið rétti lítillega úr kútnum en hefur aldrei verið lægra Róðurinn þungur en hefur ekki áhyggjur af Play HBO Max streymisveitan komin til Íslands Gengi Play í frjálsu falli Alþjóðlegt bílafyrirtæki kaupir Öskju og systurfélög Búast við tveggja milljarða tapi Samruninn muni taka langan tíma Orri til liðs við Íslandsbanka Tæpur milljarður í höfundarréttartekjur Erlendir farþegar á bak við 81 prósent tekna Icelandair Auður leiðir nýja samsteypu á íslenskum markaði Virði Icelandair hrapar eftir uppgjör „Við erum alls ekki í nokkru stríði“ Plötuðu erlent fyrirtæki til að greiða sér tugi milljóna: Annar sagður hrokafullur en hinn sýndi iðrun Vaka stýrir Collab Hagnaður Arion flaug fram úr væntingum Fjárfestar í sjávarútvegi fari að líta annað Hvenær er skynsamlegt að taka út viðbótalífeyrissparnað? Stígur til hliðar vegna „ólíkrar sýnar“ á breytingar Davíð nýr framkvæmdastjóri áfangastaða hjá Arctic Adventures Seldi íbúðina og keypti Bitcoin í staðinn Sjá meira
Plötuðu erlent fyrirtæki til að greiða sér tugi milljóna: Annar sagður hrokafullur en hinn sýndi iðrun