Viðskipti innlent

Marel skoðar skráningu í Amsterdam eða á Norðurlöndum

Stjórn Marel Food Systems hefur samþykkt að skoða tvíhliða skráningu hlutabréfa félagsins í Amsterdam eða Skandinavíu til viðbótar við skráningu hlutabréfanna í kauphöllinni á Íslandi með það að markmiði að auka seljanleika, bæta verðmyndun og auðvelda aðkomu erlendra aðila að félaginu.

Í tilkynningu segir að stærstu hluthafar Marel Food Systems hafa lýst því yfir að þeir líti á hlutafjáreign sína sem langtímafjárfestingu og framundan sé tímabil samþættingar þar sem hin eiginlegu hluthafaverðmæti verði til.

Marel Food Systems hefur átt í óformlegum viðræðum við erlenda aðila; banka, fjárfestingarsjóði og stærri iðnfyrirtæki um hugsanlega aðkomu þeirra að hluthafahópi Marels. Viðræður hafa verið að frumkvæði erlendu aðilanna og hafa ekki farið á formlegt stig.










Fleiri fréttir

Sjá meira


×