Fleiri fréttir Landsbankinn styrkir fjármálaráðgjöf til fólks af erlendum uppruna Alþjóðahús og Landsbankinn hafa tekið saman höndum um að efla fjármálaráðgjöf til fólks af erlendum uppruna vegna sérstaks ástands í efnahagsmálum. 24.3.2009 09:32 Verðbólga lækkar meir en spár gerðu ráð fyrir Verðbólgan lækkar nú meira en sérfræðingar gerðu ráð fyrir og munar þar heilu prósentustigi. 24.3.2009 09:07 Ársverðbólga mælist nú 15,2% Síðastliðna tólf mánuði hefur vísitala neysluverðs hækkað um 15,2% en vísitala neysluverðs án húsnæðis um 19,4%. Undanfarna þrjá mánuði hefur vísitala neysluverðs hækkað um 0,5% sem jafngildir 1,9% verðbólgu á ári (7,6% fyrir vísitöluna án húsnæðis). 24.3.2009 09:01 Hugmynd Tryggva er eins og að fara á rjúpnaveiðar með fallbyssu Að ætla að fella niður 20% af skuldum almennings, flatt á línuna er eins og að fara á rjúpnaveiðar með fallbyssu, segir Gylfi Magnússon viðskiptaráðherra sem gagnrýnir hugmyndir Tryggva Þórs Herbertssonar um skuldaniðurfellingar harðlega. 23.3.2009 20:47 Áttu ekki greið viðskipti við Seðlabankann Fráfarandi stjórn og forstjóri Sparisjóðs Reykjavíkur og nágrennis harmar hvernig yfirtakan á bankanum var kynnt opinberlega af hálfu stjórnvalda í beinni útsendingu. Stjórnendum var ekki gefið færi á því að greina starfsmönnum frá því hvað hafði gerst. 23.3.2009 16:49 Hlutabréfavísitölur ruku upp Verð á hlutabréfum á Wall Street rauk upp í dag og er málið helst rakið til frétta af fasteignum og bankakerfinu en aukinnar bjartsýni virðist gæta á meðal bandarískra fjárfesta um að betri tíð sé í vændum en verið hefur. 23.3.2009 21:28 VBS fær lán hjá ríkissjóði til sjö ára upp á 26 milljarða VBS fjárfestingarbanki hefur gengið frá samkomulagi við ríkissjóð um 26 milljarða lán til 7 ára upp á 26 milljarða kr. vegna skuldbindinga bankans við Seðlabanka Íslands. 23.3.2009 16:18 Saka íslensk stjórnvöld um gerræðisleg vinnubrögð Erlendir lánadrottnar saka íslensk stjórnvöld um gerræðisleg og illa ígrunduð vinnubrögð vegna yfirtökunnar á SPRON. Tap lánadrottna SPRON og Sparisjóðabankans er talið nema rúmum 150 milljörðum króna. 23.3.2009 19:15 Komu íslensku fjármálalífi í mikla hættu og hreinar ógöngur Ljóst var orðið í febrúar á síðasta ári að íslensku bankarnir, og þá einkum Kaupþing og Glitnir, voru búnir að koma íslensku fjármálalífi í mikla hættu og hreinar ógöngur með ábyrgðalausri framgöngu á undanförnum árum. 23.3.2009 15:23 SpKef selur Íbúðalánasjóði skuldabréf fyrir 10 milljarða Stjórnendur Sparisjóðsins í Keflavík og Íbúðalánasjóðs undirrituðu í dag samkomulag um að sparisjóðurinn selji Íbúðalánasjóði safn skuldabréfa, að fjárhæð um 10 milljarðar króna, tryggt með veði í íbúðarhúsnæði, í samræmi við heimild til slíkra kaupa skv. lögum nr. 125/2008, reglugerð nr. 1081/2008 og reglur Íbúðalánasjóðs um kaup á skuldabréfum fjármálafyrirtækja. 23.3.2009 19:40 Íslendingar og Færeyingar undirrita lánssamning Færeyingar og Íslendingar undirrituðu í dag lánssamning milli Landsstjórnar Færeyja og íslenska ríkisins. Samkvæmt samningnum lánar Landsstjórn Færeyja íslenska ríkinu 300 milljónir danskra króna. 23.3.2009 18:29 Enn hækkar gengi Össurar Gengi hlutabréfa Össurar hækkaði um 3,16 prósent í dag og er það mesta hækkunin í Kauphöllinni. Þá hækkaði gengi bréfa í Færeyjabanka um 2,19 prósent. 23.3.2009 16:34 Innlán SPRON of stór biti fyrir aðra sparisjóði Umfang SPRON var of stórt til þess að unnt hefði verið að færa innlán sparisjóðsins inn í aðra sparisjóði í stað þess að færa þau til Kaupþings. Birkir Jón Jónsson, varaformaður Framsóknarflokksins, spurði Gylfa Magnússon viðktiptaráðherra að þessu í umræðum sem fram fóru í dag á þingi í kjölfar greinargerðar Gylfa varðandi aðgerðir gegn SPRON og Sparisjóðabankanum um helgina. 23.3.2009 13:45 Engin gögn til um flýtimeðferð Icesave í ráðuneyti Engin gögn eru til í utanríkisráðuneytinu um hvort mögulegt hafi verið að flýta því að Bretar tækju Icesave reikningana í breska lögsögu. 23.3.2009 13:35 Eignir sjálfseignastofnunnar SPRON orðnar að engu Verðmæti hlutafjár sjálfseignarstofnunar SPRON varð að engu þegar bankinn hrundi á laugardag. Eigið fé stofnunarinnar nam rúmum einum milljarði króna en meginhlutverk hennar var að styrkja menningar- og íþróttastarfsemi á höfuðborgarsvæðinu. 23.3.2009 13:02 Fasteignavefurinn á Vísir.is orðin sá stærsti á landinu „Við erum að greina mikla aukningu á heimsóknum á vefinn okkar, það er greinilegt að mikill áhugi er á kaupum og sölu fasteigna. Svo virðist að markaðurinn sé eilítið að vakna, en hann er auðvitað nánast búinn að vera frosinn," segir Grétar Jónasson framkvæmdastjóri Félags fasteignasala. 23.3.2009 12:51 Áhyggjuefni hve áhugi fjárfesta á ríkisbréfum er lítill Takmarkaður áhugi fjárfesta í útboði Seðlabankans á ríkisbréfum síðastliðinn föstudag hlýtur að vera stjórnvöldum nokkurt áhyggjuefni, sér í lagi í ljósi þess að útboðinu var m.a. ætlað að koma til móts við hluta af stórum gjalddaga innstæðubréfa í þessari viku. 23.3.2009 12:10 Flutningurinn gengið vel Flutningur greiðsluþjónustu SPRON yfir í Kaupþing hefur gengið vel og ekki er vitað um tæknileg vandamál vegna þessa. Upplýsingafulltrúi Kaupþings segir að bankanum hafi borist fjölmargar fyrirspurnir í morgun frá fyrrum viðskiptavinum SPRON. 23.3.2009 12:02 Sjötíu fyrirtæki tekin til gjaldþrotaskipta í janúar Á fimmtudaginn birtir Hagstofan yfirlit yfir gjaldþrot fyrirtækja í febrúar en um er að ræða nýjan hagvísi sem Hagstofan hyggst birta mánaðarlega. Í janúar voru 70 fyrirtæki tekin til gjaldþrotaskipta sem var aukning um 71% aukning frá sama mánuði í fyrra þegar gjaldþrotin voru 41. Flest voru gjaldþrotin í janúarmánuði í byggingarstafsemi og mannvirkjagerð en fjármálakreppan hefur komið afar illa niður á þeirri starfsemi. 23.3.2009 11:47 Hægt að fá upplýsingar um verðmæti í eigu SPRON Skilanefnd SPRON vill koma þeim skilaboðum á framfæri að þeir sem hafa áhuga á verðmætum í eigu SPRON geta haft samband við skilanefndina og óskað eftir frekari upplýsingum með því að senda tölvupóst á skilanefnd@spron.is, að fram kemur í tilkynningu. 23.3.2009 11:46 Engin krónukaup síðan á fimmtudag Gengisvísitala krónunnar hefur ekkert breyst í dag. Skýringin á því er sú að engin viðskipti hafa átt sér stað með krónur á gjaldeyrismarkaði hjá bönkunum síðan á fimmtudag. 23.3.2009 11:28 MP banki hefur áhuga á netbanka og einu útibúa SPRON MP Banki hefur áhuga á því að yfirtaka netbanka og a.m.k. eitt stórt útibú frá SPRON. Fundur var haldinn með skilanefnd SPRON og fulltrúm frá MP banka um málið í gærkvöldi. 23.3.2009 11:24 Telur endurreisn bankakerfisins verða lokið í maí Mats Josefsson formaður nefndar ríkisstjórnarinnar um endurreisn fjármálakerfisins telur að endurreisn íslenska bankakerfisins verði lokið fyrir maílok. 23.3.2009 10:44 Frjálsi starfar áfram - hætt við sameiningu Frjálsi fjárfestingarbankinn mun starfa áfram í óbreyttri mynd samkvæmt leyfi frá Fjármálaeftirlitinu. Bankinn sem verið hefur dótturfélag SPRON verður áfram í 100% eigu SPRON. Fyrirhugað var að sameina bankana en hætt hefur verið við þau áform. Kristinn Bjarnason framkvæmdarstjóri Frjálsa Fjárfestingarbankans segir að ný stjórn verði sett yfir bankann á næstu dögum. 23.3.2009 10:32 Enn hækkar gengi Össurar Gengi hlutabréfa í stoðtækjaframleiðandanum Össuri hefur hækkað um 3,16 prósent í dag. Gengið stóð í 71,9 krónu á hlut á þriðjudag í síðustu viku og hefur hækkað um 36 prósent síðan þá. 23.3.2009 10:22 Yfirtakan á Sparisjóðabankanum hefur engin áhrif á Byr Yfirtaka FME á Sparisjóðabankanum mun ekki hafa áhrif á rekstur Byrs þar sem eign Byrs í Sparisjóðabankanum hafði þegar verið færð niður í uppgjöri Byrs fyrir árið 2008. Þetta kemur fram í tilkynningu frá Byr þar sem ennfremur segir að sparisjóðurinn hafi ekki átt hlut í SPRON og því hefur yfirtaka hans ekki fjárhagsleg áhrif á Byr. 23.3.2009 10:13 Allar innistæður í SPRON komar til Nýja Kaupþings Samkvæmt tilmælum frá stjórnvöldum hafa allar innstæður viðskiptavina SPRON færst yfir til Nýja Kaupþings. 23.3.2009 10:09 Atvinnulífið fær greiðsluaðlögun og tímabundið afnám vaxta Samkvæmt lögum um greiðsluaðlögun atvinnulífsins er gjalddögum aðflutningsgjalda og vörugjalda vegna uppgjörstímabila á árinu 2009 dreift á lengri tímabil. Gildistaka laganna er frá 15. mars til þess að ná yfir hefðbundinn gjalddaga aðflutningsgjalda, vegna tímabilsins janúar til febrúar 2009, sem var 15. mars. 23.3.2009 10:03 Atvinnulausir orðnir 17.300 talsins Atvinnulausum á landinu heldur áfram að fjölga með miklum hraða. Atvinnulausir eru nú orðnir 17.306 talsins samkvæmt tölum Vinnumálastofnunnar. 23.3.2009 09:51 Launavísitalan óbreytt - kaupmáttur dregst saman Launavísitala í febrúar 2009 var 355,7 stig og er óbreytt frá fyrri mánuði. Í frétt á heimasíðu Hagstofunnar segir að síðastliðna tólf mánuði hafi launavísitalan hækkað um 6,7%. 23.3.2009 09:16 FME frestar innlausnum úr sjóðum rekstarfélags SPRON Vegna ákvörðunar Fjármálaeftirlitsins (FME) um yfirtöku á SPRON hefur eftirlitið með vísan til laga um verðbréfasjóði og fjárfestingarsjóði ákveðið að fresta tímabundið innlausnum allra verðbréfasjóða og fjárfestingarsjóða Rekstrarfélags SPRON hf. 23.3.2009 09:11 Staða Sparisjóðabankans var óviðunandi að mati SÍ Í bréfi sem Seðlabanki Íslands (SÍ) sendi til Fjármálaeftirlitsins (FM) þann 21. mars var rætt um neikvæða eiginfjárstöðu bankans og óviðunandi lausafjárstöðu. 23.3.2009 08:21 Atorka vinnur að framlengingu á kyrrstöðusamningi Þann 10. febrúar tilkynnti Atorka um samning um kyrrstöðu til 20. mars 2009 í tveimur skuldabréfaflokkum við viðskiptabanka félagsins. Atorka vinnur nú að framlengingu á samningnum. 23.3.2009 08:20 Aðeins eitt útibú SPRON opið í dag Öll útibú SPRON, fyrir utan útibúið í Borgartúni, verða lokuð í dag og er viðskiptavinum bankans beint til Nýja Kaupþings. Vegna þessa bendir Samband íslenskra sparisjóða á, í tilkynningu sinni, að starfsemi allra annarra sparisjóða í landinu verði með eðlilegum hætti í dag og að heimabankinn sé aðgengilegur. 23.3.2009 07:16 Orkuútrás REI talin stefna í gjaldþrot Iceland America Energy (IAE), félag í meirihlutaeigu REI, útrásararms Orkuveitu Reykjavíkur, er svo gott sem gjaldþrota og eignir félagsins í Bandaríkjunum eru flestar verðlitlar og duga ekki fyrir skuldum. Fjárfesting sem nemur um 1,8 milljörðum króna, og er að mestu leyti íslensk, virðist að engu orðin. Verði félagið gjaldþrota er það talið hafa í för með sér fjölda málsókna vegna ógreiddra launa og skulda við birgja. 23.3.2009 07:00 Forstjóri Marel hættir Stjórn Marel Food Systems hf. hefur komist að samkomulagi við Theo Hoen um að hann leiði sameinuð fyrirtæki Marel Food Systems og Stork Food Systems sem forstjóri Marels. Þar með lætur Hörður Arnarsson af störfum sem forstjóri en hann hefur gegnt því starfi síðatliðinn tíu ár. 22.3.2009 19:26 Sparisjóðirnir verða opnir á morgun Sparisjóðirnir hafa sent frá sér sameiginlega fréttatilkynningu þar sem kemur fram að starfsemi sparisjóðanna muni verða eðilega á mánudaginn, heimabankar verða aðgengilegir og útibú opin fyrir utan SPRON. 22.3.2009 16:58 Ríkið nær samningum við Saga Capital Samningar hafa nú náðst við Saga Capital vegna 15 milljarða króna skuld sem til komin er vegna endurhverfa viðskipta. Lánið greiðist upp á sjö árum. Ekki er búið að semja við önnur fjármálafyrirtæki en Steingrímur J. Sigfússon, fjármálaráðherra, segir viðræður í gangi. Hann vonast til að endurskipulagningu á fjármálakerfinu verði lokið innan fárra vikna. 22.3.2009 13:30 Framsókn vildi minni hlut til Samson Framsóknarflokkurinn var á móti því að selja Samson hópnum meira en þriðjung í Landsbankanum haustið 2002 en hópurinn keypti 48.5 prósenta hlut ríkisins í bankanum á um ellefu milljarða nokkrum mánuðum síðar. 22.3.2009 13:25 Baugur skuldar Newcastle United tæpar fjörutíu milljónir Baugur Group skuldar breska knattspyrnuliðinu Newcastle United tvö hundruð tuttugu og fimm þúsund pund eða sem nemur rúmum þrjátíu og sjö milljónum íslenskra króna samkvæmt frétt í sunnudagsútgáfu breska blaðsins Telegraph í morgun. 22.3.2009 10:13 SPRON gat ekki staðið við skuldbindingar Seðlabankinn mat það svo í bréfi til Fjármálaeftirlitsins síðasta föstudag að SPRON gæti ekki staðið við skuldbindingar sínar gagnvart viðskiptavinum eða kröfuhöfum. 22.3.2009 09:58 Yfirlýsing frá Kaupþingi Skilanefnd Kaupþings hefur sent frá sér yfirlýsingu vegna fréttar sem birtist á Financial Times og síðar á vef Vísis í dag. Yfirlýsingin er svohljóðandi: 21.3.2009 21:00 Skilanefnd Kaupþings neitar lóðasölu í Bretlandi Formaður skilanefndar Kaupþings, Steinar Guðgeirsson, neitar að bankinn hafi selt Noho square í London á þriðjung þess sem hann var keyptur á, eða um fimmtíu milljónir punda. 21.3.2009 15:39 Bankahrunuð skekur bresk sveitarstjórnmál Hrun íslensku bankanna ætlar að hafa alvarleg pólitísk áhrif á bresk sveitastjórnamál, en bæjarstjóri í Lincolnshire, Andrew De Freitast, segist líða eins og hann hafi verið krossfestur vegna málsins. Bærinn tapaði allt að sjö milljónum punda vegna bankahrunsins hér á landi, eða um milljarð íslenskra króna á núverandi gengi. Þetta kemur fram á vefritinu Grimsby telegraph 21.3.2009 10:38 Töpuðu tvöhundruð milljónum punda á Glötunarstræti Kaupþing er búið að selja bygginarsvæði þar sem reisa átti lúxus-íbúðir á minna en þriðjung þess sem þeir keyptu það upphaflega á. Hverfið sem um ræðir gengur undir heitinu Noho Square. Í dag er það kallað No hope square, sem gæti útlagst sem glötunarstræti. Frá þessu er greint á vef Financial Times. 21.3.2009 14:20 Sjá næstu 50 fréttir
Landsbankinn styrkir fjármálaráðgjöf til fólks af erlendum uppruna Alþjóðahús og Landsbankinn hafa tekið saman höndum um að efla fjármálaráðgjöf til fólks af erlendum uppruna vegna sérstaks ástands í efnahagsmálum. 24.3.2009 09:32
Verðbólga lækkar meir en spár gerðu ráð fyrir Verðbólgan lækkar nú meira en sérfræðingar gerðu ráð fyrir og munar þar heilu prósentustigi. 24.3.2009 09:07
Ársverðbólga mælist nú 15,2% Síðastliðna tólf mánuði hefur vísitala neysluverðs hækkað um 15,2% en vísitala neysluverðs án húsnæðis um 19,4%. Undanfarna þrjá mánuði hefur vísitala neysluverðs hækkað um 0,5% sem jafngildir 1,9% verðbólgu á ári (7,6% fyrir vísitöluna án húsnæðis). 24.3.2009 09:01
Hugmynd Tryggva er eins og að fara á rjúpnaveiðar með fallbyssu Að ætla að fella niður 20% af skuldum almennings, flatt á línuna er eins og að fara á rjúpnaveiðar með fallbyssu, segir Gylfi Magnússon viðskiptaráðherra sem gagnrýnir hugmyndir Tryggva Þórs Herbertssonar um skuldaniðurfellingar harðlega. 23.3.2009 20:47
Áttu ekki greið viðskipti við Seðlabankann Fráfarandi stjórn og forstjóri Sparisjóðs Reykjavíkur og nágrennis harmar hvernig yfirtakan á bankanum var kynnt opinberlega af hálfu stjórnvalda í beinni útsendingu. Stjórnendum var ekki gefið færi á því að greina starfsmönnum frá því hvað hafði gerst. 23.3.2009 16:49
Hlutabréfavísitölur ruku upp Verð á hlutabréfum á Wall Street rauk upp í dag og er málið helst rakið til frétta af fasteignum og bankakerfinu en aukinnar bjartsýni virðist gæta á meðal bandarískra fjárfesta um að betri tíð sé í vændum en verið hefur. 23.3.2009 21:28
VBS fær lán hjá ríkissjóði til sjö ára upp á 26 milljarða VBS fjárfestingarbanki hefur gengið frá samkomulagi við ríkissjóð um 26 milljarða lán til 7 ára upp á 26 milljarða kr. vegna skuldbindinga bankans við Seðlabanka Íslands. 23.3.2009 16:18
Saka íslensk stjórnvöld um gerræðisleg vinnubrögð Erlendir lánadrottnar saka íslensk stjórnvöld um gerræðisleg og illa ígrunduð vinnubrögð vegna yfirtökunnar á SPRON. Tap lánadrottna SPRON og Sparisjóðabankans er talið nema rúmum 150 milljörðum króna. 23.3.2009 19:15
Komu íslensku fjármálalífi í mikla hættu og hreinar ógöngur Ljóst var orðið í febrúar á síðasta ári að íslensku bankarnir, og þá einkum Kaupþing og Glitnir, voru búnir að koma íslensku fjármálalífi í mikla hættu og hreinar ógöngur með ábyrgðalausri framgöngu á undanförnum árum. 23.3.2009 15:23
SpKef selur Íbúðalánasjóði skuldabréf fyrir 10 milljarða Stjórnendur Sparisjóðsins í Keflavík og Íbúðalánasjóðs undirrituðu í dag samkomulag um að sparisjóðurinn selji Íbúðalánasjóði safn skuldabréfa, að fjárhæð um 10 milljarðar króna, tryggt með veði í íbúðarhúsnæði, í samræmi við heimild til slíkra kaupa skv. lögum nr. 125/2008, reglugerð nr. 1081/2008 og reglur Íbúðalánasjóðs um kaup á skuldabréfum fjármálafyrirtækja. 23.3.2009 19:40
Íslendingar og Færeyingar undirrita lánssamning Færeyingar og Íslendingar undirrituðu í dag lánssamning milli Landsstjórnar Færeyja og íslenska ríkisins. Samkvæmt samningnum lánar Landsstjórn Færeyja íslenska ríkinu 300 milljónir danskra króna. 23.3.2009 18:29
Enn hækkar gengi Össurar Gengi hlutabréfa Össurar hækkaði um 3,16 prósent í dag og er það mesta hækkunin í Kauphöllinni. Þá hækkaði gengi bréfa í Færeyjabanka um 2,19 prósent. 23.3.2009 16:34
Innlán SPRON of stór biti fyrir aðra sparisjóði Umfang SPRON var of stórt til þess að unnt hefði verið að færa innlán sparisjóðsins inn í aðra sparisjóði í stað þess að færa þau til Kaupþings. Birkir Jón Jónsson, varaformaður Framsóknarflokksins, spurði Gylfa Magnússon viðktiptaráðherra að þessu í umræðum sem fram fóru í dag á þingi í kjölfar greinargerðar Gylfa varðandi aðgerðir gegn SPRON og Sparisjóðabankanum um helgina. 23.3.2009 13:45
Engin gögn til um flýtimeðferð Icesave í ráðuneyti Engin gögn eru til í utanríkisráðuneytinu um hvort mögulegt hafi verið að flýta því að Bretar tækju Icesave reikningana í breska lögsögu. 23.3.2009 13:35
Eignir sjálfseignastofnunnar SPRON orðnar að engu Verðmæti hlutafjár sjálfseignarstofnunar SPRON varð að engu þegar bankinn hrundi á laugardag. Eigið fé stofnunarinnar nam rúmum einum milljarði króna en meginhlutverk hennar var að styrkja menningar- og íþróttastarfsemi á höfuðborgarsvæðinu. 23.3.2009 13:02
Fasteignavefurinn á Vísir.is orðin sá stærsti á landinu „Við erum að greina mikla aukningu á heimsóknum á vefinn okkar, það er greinilegt að mikill áhugi er á kaupum og sölu fasteigna. Svo virðist að markaðurinn sé eilítið að vakna, en hann er auðvitað nánast búinn að vera frosinn," segir Grétar Jónasson framkvæmdastjóri Félags fasteignasala. 23.3.2009 12:51
Áhyggjuefni hve áhugi fjárfesta á ríkisbréfum er lítill Takmarkaður áhugi fjárfesta í útboði Seðlabankans á ríkisbréfum síðastliðinn föstudag hlýtur að vera stjórnvöldum nokkurt áhyggjuefni, sér í lagi í ljósi þess að útboðinu var m.a. ætlað að koma til móts við hluta af stórum gjalddaga innstæðubréfa í þessari viku. 23.3.2009 12:10
Flutningurinn gengið vel Flutningur greiðsluþjónustu SPRON yfir í Kaupþing hefur gengið vel og ekki er vitað um tæknileg vandamál vegna þessa. Upplýsingafulltrúi Kaupþings segir að bankanum hafi borist fjölmargar fyrirspurnir í morgun frá fyrrum viðskiptavinum SPRON. 23.3.2009 12:02
Sjötíu fyrirtæki tekin til gjaldþrotaskipta í janúar Á fimmtudaginn birtir Hagstofan yfirlit yfir gjaldþrot fyrirtækja í febrúar en um er að ræða nýjan hagvísi sem Hagstofan hyggst birta mánaðarlega. Í janúar voru 70 fyrirtæki tekin til gjaldþrotaskipta sem var aukning um 71% aukning frá sama mánuði í fyrra þegar gjaldþrotin voru 41. Flest voru gjaldþrotin í janúarmánuði í byggingarstafsemi og mannvirkjagerð en fjármálakreppan hefur komið afar illa niður á þeirri starfsemi. 23.3.2009 11:47
Hægt að fá upplýsingar um verðmæti í eigu SPRON Skilanefnd SPRON vill koma þeim skilaboðum á framfæri að þeir sem hafa áhuga á verðmætum í eigu SPRON geta haft samband við skilanefndina og óskað eftir frekari upplýsingum með því að senda tölvupóst á skilanefnd@spron.is, að fram kemur í tilkynningu. 23.3.2009 11:46
Engin krónukaup síðan á fimmtudag Gengisvísitala krónunnar hefur ekkert breyst í dag. Skýringin á því er sú að engin viðskipti hafa átt sér stað með krónur á gjaldeyrismarkaði hjá bönkunum síðan á fimmtudag. 23.3.2009 11:28
MP banki hefur áhuga á netbanka og einu útibúa SPRON MP Banki hefur áhuga á því að yfirtaka netbanka og a.m.k. eitt stórt útibú frá SPRON. Fundur var haldinn með skilanefnd SPRON og fulltrúm frá MP banka um málið í gærkvöldi. 23.3.2009 11:24
Telur endurreisn bankakerfisins verða lokið í maí Mats Josefsson formaður nefndar ríkisstjórnarinnar um endurreisn fjármálakerfisins telur að endurreisn íslenska bankakerfisins verði lokið fyrir maílok. 23.3.2009 10:44
Frjálsi starfar áfram - hætt við sameiningu Frjálsi fjárfestingarbankinn mun starfa áfram í óbreyttri mynd samkvæmt leyfi frá Fjármálaeftirlitinu. Bankinn sem verið hefur dótturfélag SPRON verður áfram í 100% eigu SPRON. Fyrirhugað var að sameina bankana en hætt hefur verið við þau áform. Kristinn Bjarnason framkvæmdarstjóri Frjálsa Fjárfestingarbankans segir að ný stjórn verði sett yfir bankann á næstu dögum. 23.3.2009 10:32
Enn hækkar gengi Össurar Gengi hlutabréfa í stoðtækjaframleiðandanum Össuri hefur hækkað um 3,16 prósent í dag. Gengið stóð í 71,9 krónu á hlut á þriðjudag í síðustu viku og hefur hækkað um 36 prósent síðan þá. 23.3.2009 10:22
Yfirtakan á Sparisjóðabankanum hefur engin áhrif á Byr Yfirtaka FME á Sparisjóðabankanum mun ekki hafa áhrif á rekstur Byrs þar sem eign Byrs í Sparisjóðabankanum hafði þegar verið færð niður í uppgjöri Byrs fyrir árið 2008. Þetta kemur fram í tilkynningu frá Byr þar sem ennfremur segir að sparisjóðurinn hafi ekki átt hlut í SPRON og því hefur yfirtaka hans ekki fjárhagsleg áhrif á Byr. 23.3.2009 10:13
Allar innistæður í SPRON komar til Nýja Kaupþings Samkvæmt tilmælum frá stjórnvöldum hafa allar innstæður viðskiptavina SPRON færst yfir til Nýja Kaupþings. 23.3.2009 10:09
Atvinnulífið fær greiðsluaðlögun og tímabundið afnám vaxta Samkvæmt lögum um greiðsluaðlögun atvinnulífsins er gjalddögum aðflutningsgjalda og vörugjalda vegna uppgjörstímabila á árinu 2009 dreift á lengri tímabil. Gildistaka laganna er frá 15. mars til þess að ná yfir hefðbundinn gjalddaga aðflutningsgjalda, vegna tímabilsins janúar til febrúar 2009, sem var 15. mars. 23.3.2009 10:03
Atvinnulausir orðnir 17.300 talsins Atvinnulausum á landinu heldur áfram að fjölga með miklum hraða. Atvinnulausir eru nú orðnir 17.306 talsins samkvæmt tölum Vinnumálastofnunnar. 23.3.2009 09:51
Launavísitalan óbreytt - kaupmáttur dregst saman Launavísitala í febrúar 2009 var 355,7 stig og er óbreytt frá fyrri mánuði. Í frétt á heimasíðu Hagstofunnar segir að síðastliðna tólf mánuði hafi launavísitalan hækkað um 6,7%. 23.3.2009 09:16
FME frestar innlausnum úr sjóðum rekstarfélags SPRON Vegna ákvörðunar Fjármálaeftirlitsins (FME) um yfirtöku á SPRON hefur eftirlitið með vísan til laga um verðbréfasjóði og fjárfestingarsjóði ákveðið að fresta tímabundið innlausnum allra verðbréfasjóða og fjárfestingarsjóða Rekstrarfélags SPRON hf. 23.3.2009 09:11
Staða Sparisjóðabankans var óviðunandi að mati SÍ Í bréfi sem Seðlabanki Íslands (SÍ) sendi til Fjármálaeftirlitsins (FM) þann 21. mars var rætt um neikvæða eiginfjárstöðu bankans og óviðunandi lausafjárstöðu. 23.3.2009 08:21
Atorka vinnur að framlengingu á kyrrstöðusamningi Þann 10. febrúar tilkynnti Atorka um samning um kyrrstöðu til 20. mars 2009 í tveimur skuldabréfaflokkum við viðskiptabanka félagsins. Atorka vinnur nú að framlengingu á samningnum. 23.3.2009 08:20
Aðeins eitt útibú SPRON opið í dag Öll útibú SPRON, fyrir utan útibúið í Borgartúni, verða lokuð í dag og er viðskiptavinum bankans beint til Nýja Kaupþings. Vegna þessa bendir Samband íslenskra sparisjóða á, í tilkynningu sinni, að starfsemi allra annarra sparisjóða í landinu verði með eðlilegum hætti í dag og að heimabankinn sé aðgengilegur. 23.3.2009 07:16
Orkuútrás REI talin stefna í gjaldþrot Iceland America Energy (IAE), félag í meirihlutaeigu REI, útrásararms Orkuveitu Reykjavíkur, er svo gott sem gjaldþrota og eignir félagsins í Bandaríkjunum eru flestar verðlitlar og duga ekki fyrir skuldum. Fjárfesting sem nemur um 1,8 milljörðum króna, og er að mestu leyti íslensk, virðist að engu orðin. Verði félagið gjaldþrota er það talið hafa í för með sér fjölda málsókna vegna ógreiddra launa og skulda við birgja. 23.3.2009 07:00
Forstjóri Marel hættir Stjórn Marel Food Systems hf. hefur komist að samkomulagi við Theo Hoen um að hann leiði sameinuð fyrirtæki Marel Food Systems og Stork Food Systems sem forstjóri Marels. Þar með lætur Hörður Arnarsson af störfum sem forstjóri en hann hefur gegnt því starfi síðatliðinn tíu ár. 22.3.2009 19:26
Sparisjóðirnir verða opnir á morgun Sparisjóðirnir hafa sent frá sér sameiginlega fréttatilkynningu þar sem kemur fram að starfsemi sparisjóðanna muni verða eðilega á mánudaginn, heimabankar verða aðgengilegir og útibú opin fyrir utan SPRON. 22.3.2009 16:58
Ríkið nær samningum við Saga Capital Samningar hafa nú náðst við Saga Capital vegna 15 milljarða króna skuld sem til komin er vegna endurhverfa viðskipta. Lánið greiðist upp á sjö árum. Ekki er búið að semja við önnur fjármálafyrirtæki en Steingrímur J. Sigfússon, fjármálaráðherra, segir viðræður í gangi. Hann vonast til að endurskipulagningu á fjármálakerfinu verði lokið innan fárra vikna. 22.3.2009 13:30
Framsókn vildi minni hlut til Samson Framsóknarflokkurinn var á móti því að selja Samson hópnum meira en þriðjung í Landsbankanum haustið 2002 en hópurinn keypti 48.5 prósenta hlut ríkisins í bankanum á um ellefu milljarða nokkrum mánuðum síðar. 22.3.2009 13:25
Baugur skuldar Newcastle United tæpar fjörutíu milljónir Baugur Group skuldar breska knattspyrnuliðinu Newcastle United tvö hundruð tuttugu og fimm þúsund pund eða sem nemur rúmum þrjátíu og sjö milljónum íslenskra króna samkvæmt frétt í sunnudagsútgáfu breska blaðsins Telegraph í morgun. 22.3.2009 10:13
SPRON gat ekki staðið við skuldbindingar Seðlabankinn mat það svo í bréfi til Fjármálaeftirlitsins síðasta föstudag að SPRON gæti ekki staðið við skuldbindingar sínar gagnvart viðskiptavinum eða kröfuhöfum. 22.3.2009 09:58
Yfirlýsing frá Kaupþingi Skilanefnd Kaupþings hefur sent frá sér yfirlýsingu vegna fréttar sem birtist á Financial Times og síðar á vef Vísis í dag. Yfirlýsingin er svohljóðandi: 21.3.2009 21:00
Skilanefnd Kaupþings neitar lóðasölu í Bretlandi Formaður skilanefndar Kaupþings, Steinar Guðgeirsson, neitar að bankinn hafi selt Noho square í London á þriðjung þess sem hann var keyptur á, eða um fimmtíu milljónir punda. 21.3.2009 15:39
Bankahrunuð skekur bresk sveitarstjórnmál Hrun íslensku bankanna ætlar að hafa alvarleg pólitísk áhrif á bresk sveitastjórnamál, en bæjarstjóri í Lincolnshire, Andrew De Freitast, segist líða eins og hann hafi verið krossfestur vegna málsins. Bærinn tapaði allt að sjö milljónum punda vegna bankahrunsins hér á landi, eða um milljarð íslenskra króna á núverandi gengi. Þetta kemur fram á vefritinu Grimsby telegraph 21.3.2009 10:38
Töpuðu tvöhundruð milljónum punda á Glötunarstræti Kaupþing er búið að selja bygginarsvæði þar sem reisa átti lúxus-íbúðir á minna en þriðjung þess sem þeir keyptu það upphaflega á. Hverfið sem um ræðir gengur undir heitinu Noho Square. Í dag er það kallað No hope square, sem gæti útlagst sem glötunarstræti. Frá þessu er greint á vef Financial Times. 21.3.2009 14:20