Viðskipti innlent

Sjötíu fyrirtæki tekin til gjaldþrotaskipta í janúar

Á fimmtudaginn birtir Hagstofan yfirlit yfir gjaldþrot fyrirtækja í febrúar en um er að ræða nýjan hagvísi sem Hagstofan hyggst birta mánaðarlega. Í janúar voru 70 fyrirtæki tekin til gjaldþrotaskipta sem var aukning um 71% aukning frá sama mánuði í fyrra þegar gjaldþrotin voru 41. Flest voru gjaldþrotin í janúarmánuði í byggingarstafsemi og mannvirkjagerð en fjármálakreppan hefur komið afar illa niður á þeirri starfsemi.

Þetta kemur fram í morgunkorni Íslandsbanka. Þar segir einnig að bæði hafi dregið umstalsvert úr fjárfestingum og einnig hafi talvert verið um að fyrirtæki í þessari grein hefðu verið með skuldir í erlendri mynt á móti eign í fullbúnu eða hálfkláruðu húsnæði sem selst illa og hefur misst talsvert af markaðsvirði sínu.

„Gera má ráð fyrir að gjaldþrotum fyrirtækja haldi áfram að fjölga á þessu ári samhliða því sem mikill samdráttur er framundan í hagkerfinu og eftirspurn og fjárfestingar dragast saman hröðum skrefum. Þá er aðgengi að fjármagni með versta móti og vextir háir. Spá Creditinfo sem birt var nýlega gerir ráð fyrir að framundan sé þrotahrina á þessu ári og að samtals verði 3.500 fyrirtæki gjaldþrota á árinu sem yrði aukning um meira en helming frá fyrra ári."








Fleiri fréttir

Sjá meira


×