Fleiri fréttir

Sex eða sjö lífeyrissjóðir þurfa að skerða réttindi

Bráðbirgðaniðurstöður af athugunum Fjármálaeftirlitsins (FME) á lífeyrissjóðum fyrir árið í fyrra sýna að staðan hefur versnað verulega frá árinu áður og eru aðeins 3 sjóðir með jákvæða tryggingafræðilega stöðu samanborið við 20 sjóði við árslok 2007. Þurfa sex eða sjö sjóðir að skerða réttindi vegna stöðu þeirra.

Landsvirkjun tapaði nær 40 milljörðum í fyrra

Á árinu 2008 var tap af rekstri samstæðu Landsvirkjunar 344,5 milljónir dollara eða tæplega 40 milljarðar kr. Hinsvegar var rekstrarhagnaður fyrir fjármagnsliði og skatta 246 milljónir dollara eða rúmlega 27 milljarðar kr.

Dögg býst við að dómnum verði áfrýjað

Dögg Pálsdóttir, hæstaréttarlögmaður og varaþingmaður Sjálfstæðisflokksins, gerir ráð fyrir því að dómi Héraðsdóms Reykjavíkur þar sem þrotabú Insoldium, sem var í eigu hennar og Páls Ágústs Ólafssonar sonar hennar, var dæmt til að greiða Saga Capital tæpar 300 milljónir króna. Dögg vildi að öðru leyti ekki tjá sig um málið. Hún sagðist ekki vera búin að lesa dóminn en hún hefði kynnt sér niðurstöðurnar.

Þurfa að greiða Saga Capital tæpar 300 milljónir króna

Héraðsdómur Reykjavíkur dæmdi í dag Insolidum, þrotabú í eigu Daggar Pálsdóttur, lögmanns og varaþingmanns Sjálfstæðisflokksins, og Páls Ágústs Ólafssonar, sonar hennar, til að greiða Saga Capital Fjárfestingarbanka tæpar 300 milljónir króna auk dráttarvaxta. Þá eru Dögg og Páll Ágúst jafnframt dæmd til að greiða 2,8 milljónir í málskostnað.

MP banki tekur á móti greiðslum í séreignasparnað

MP Banki hf. fékk leyfi til að móttaka greiðslur í séreignarsparnað undir lok árs 2008. Bankinn starfrækir nú Séreignarsparnað MP Banka sem launþegar geta greitt í allt að 4% af launum og jafnframt fengið 2% mótframlag frá launagreiðanda skv. kjarasamningum.

Græn byrjun í kauphöllinni

Markaðurinn byrjar á grænu nótunum í kauphöllinni í dag. Úrvalsvísitalan hefur hækkað um rúm prósent og stendur í 237 stigum.

ÍLS tapaði tæpum 7 milljörðum á bankahruninu í haust

Í ársreikningi Íbúðalánasjóðs (ÍLS) fyrir árið 2008 kemur fram að tap af rekstri sjóðsins nam 6,9 milljörðum króna. Eins og fram kom í tilkynningu Íbúðalánasjóðs í nóvember sl. varð hann fyrir verulegum skakkaföllum vegna falls þriggja stærstu banka landsins.

Varfærin fyrsta stýrivaxtalækkun

Stýrivextir Seðlabankans voru í gær lækkaðir um eitt prósentustig, úr 18 prósentum í 17 prósent. Lækkunarferli er hafið. Aukavaxtaákvörðunardagur verður í byrjun apríl. Dregið verður úr peningalegu aðhaldi, segir seðlabankastjóri.

Slæm skilaboð til fjárfesta

Forstjóri HB Granda segir að ef hætt verði við arðgreiðslu til eigenda væru það skilaboð til fjárfesta um að varasamt væri að setja áhættufé í atvinnurekstur. Forstjórinn fundar með forvígismönnum Eflingar um hvernig umbuna megi starfsfólki sem hefur samþykkt að fresta launahækkunum.

Atlantic Petroleum tók stökkið í dag

Hlutir í Atlantic Petroleum hækkupu um 12,8% í dag í kauphöllinni í kjölfar frétta í morgun um að Chestnut-svæðið myndi gefa af sér meiri olíu en áætlað hafði verið.

Engin ásættanleg tilboð hafa borist í Össur

Birst hafa fréttir um mögulegt yfirtökutilboð í Össur hf. Félagið og tilteknir hluthafar þess hafa átt í viðræðum við mögulega kaupendur um kaup á hlut í félaginu, en slík viðskipti hafa ekki verið ákveðin og engar ásættanlegar tillögur hafa borist.

Þarf ekki erlendan bankastjóra fyrir jafn vitlausa ákvörðun

„Það þarf ekki að setja upp heila peningastefnunefnd til að breyta ekki um stefnu," segir Vilhjálmur Egilsson, framkvæmdastjóri Samtaka atvinnulífsins sem er óánægður með þá ákvörðun Seðlabanka Íslands að lækka stýrivexti um 1%, niður í 17%. Hann segir það ótrúlegt hvað þetta sé lítil vaxtalækkun

Starfsmenn Straums fá greidd laun

Skilanefnd Straums leggur ríka áherslu á að ráðningasamningar við starfsmenn verði efndir og laun fyrir marsmánuð verða greidd út með hefpbundnum hætti. Þetta kemur fram í bréfi sem Skilanefnd Straums sendi starfsmönnum bankans í gær. Það er því rangt sem fram kom í fréttum Bylgjunnar í hádeginu, um fjöldauppsagnir, að launagreiðslur til starsmanna Straums væru í uppnámi.

Fjöldauppsagnir hjá Straumi í dag

Fjöldauppsagnir eru hjá Straumi - Burðarási í dag. Ætla má að stærstur hluti starfsmanna bankans láti af störfum á næstu vikum og mánuðum. Launamál starfsmanna eru í uppnámi. Sumir hjá Straumi fengu allt upp í sjö milljóna króna bónusgreiðslur rúmri viku áður en skilanefnd var sett yfir bankann.

Gengi krónunnar réð stýrivaxtaákvörðuninni

Peningastefnunefnd segir að mikilvægt sé að halda gengi krónunnar stöðugu í ljósi þess hve efnahagur heimila, fyrirtækja og banka er viðkvæmur gagnvart gengissveiflum. Fyrir vikið er óhjákvæmilegt að peningalegt aðhald sé meira en annars væri viðeigandi.

Raunlækkun íbúðaverðs er 20% undanfarna 12 mánuði

Undanfarna 12 mánuði hefur íbúðaverð á höfuðborgarsvæðinu lækkað um 5,3% að nafnvirði og rúmlega 20% að raunvirði. Íbúðir í fjölbýli á höfuðborgarsvæðinu hafa nú lækkað um 5,5% undanfarna 12 mánuði og íbúðir í einbýli lítið minna eða um 4,3%.

Hlutabréf Össurar hækka mest í byrjun dags

Gengi hlutabréfa í stoðtækjafyrirtækinu Össuri hefur hækkað um 1,36 prósent í Kauphöllinni í dag og bréf Færeyjabanka um 0,92 prósent. Þetta er eina hækkun dagsins.

Byggingarvísitalan lækkaði um 0,4%

Vísitala byggingarkostnaðar, reiknuð um miðjan mars 2009, lækkaði um 0,4% frá fyrri mánuði. Vísitalan hefur þá hækkað um 21,7% á síðustu tólf mánuðum og stendur nú í 490,7 stigum, samkvæmt tölum frá Hagstofunni.

Stýrivaxtalækkun nokkuð í takt við spár

Stýrivaxtalækkun Seðlabankans er nokkuð í takt við væntingar greiningaraðila en þó komst hagfræðideild Landsbankans einna næst því að spá fyrir um hækkunina.

SÍSP um greiðslumiðlun við útlönd

Samband íslenskra sparisjóða og Sparisjóðabanki Íslands hf. hafa að undafnförnu haldið því fram, og gera enn, að Sparisjóðabankinn, einn íslenskra banka hafi sjálfstæða greiðslumiðlun við útlönd. Á síðustu dögum hafa bæði Nýja Kaupþing og Íslandsbanki sent frá sér tilkynningar um getu þeirra til að annast erlenda greiðslumiðlun.

Nýir eigendur að NASDAQ OMX Broker Services á Íslandi

Í dag skrifaði OMX Technology AB undir samning um sölu á NASDAQ OMX Broker Services á Íslandi. Nýr kaupandi er Fjármálalausnir ehf., sem Þórður Gíslason fer fyrir. Þórður starfaði áður fyrr sem framkvæmdastjóri fyrirtækisins (þá Libra).

Ekki hægt að alhæfa um stöðu stofnfjáreigenda Byrs

„Varðandi ummæli sem höfð eru eftir Guðjóni Guðmundssyni, framkvæmdastjóra Sambands íslenskra sparisjóða, um að stofnfjáreigendur Byrs séu of skuldsettir til að styrkja bankann, er rétt að geta þess að hjá Byr eru um 1.500 stofnfjáreigendur,“ segir Ragnar Z. Guðjónsson, sparistjóðsstjóri Byrs.

Nýr forstjóri hjá Straumi

Óttar Pálsson var í dag ráðinn nýr forstjóri hjá Straumi - Burðarási fjárfestingabanka. Fyrrverandi forstjóri bankans, Willam Fall, sagði af sér á í kjölfar þess að Fjármálaeftirlitið yfirtók Straum, vék stjórninni frá störfum og skipaði skilanefnd. Óttar, sem er hæstaréttarlögmaður, var áður yfir lögfræðisviði bankans.

Mannleg mistök orsök rannsóknar á Íslenska lífeyrissjóðnum

Stjórn Íslenska lífeyrissjóðsins hefur sent frá sér yfirlýsingu í tilefni af frétt þess efnis að Fjármálaráðuneytið hafi skipað umsjónaraðila yfir stjórn sjóðsins. Þar segir að um mannleg mistök hafi verið að ræða að sjóðurinn hafi verið fyrir utan fjárfestingarheimildir sínar.

Stofnfjáreigendur Byrs geta ekki styrkt bankann

Stofnfjáreigendur Byrs eru of skuldsettir til að styrkja bankann að mati Guðjóns Guðmundssonar, framkvæmdastjóra Samtaka sparisjóðanna. Bankinn tapaði 29 milljörðum króna í fyrra en inni í því tapi er arðgreiðsla til stofnfjáreigenda upp á 13 milljarða. Bankinn hefur nú óskað eftir aðstoð frá ríkinu upp á rúma 10 milljarða.

Sjá næstu 50 fréttir