Viðskipti innlent

MP banki hefur áhuga á netbanka og einu útibúa SPRON

Styrmir Þór Bragason forstjóri MP.
Styrmir Þór Bragason forstjóri MP.

MP Banki hefur áhuga á því að yfirtaka netbanka og a.m.k. eitt stórt útibú frá SPRON. Fundur var haldinn með skilanefnd SPRON og fulltrúm frá MP banka um málið í gærkvöldi.

Styrmir Þór Bragason forstjóri MP banka segir að hugsanleg kaup MP Banka á þessum eignum SPRON verði að ganga hratt fyrir sig og niðurstaða helst að liggja fyrir í þessari viku.

"Verðmætið er að stórum hluta fólgið í því hve hratt við náum samningum því verðmætið minnkar eftir því sem frá líður þar sem reikna má með að kúnnarnir leiti annað," segir Styrmir Þór.

Fram kemur í máli hans að fyrir utan netbankann og a.m.k. eitt stórt útbú hafi MP Banki áhuga á að skoða aðrar eignir SPRON með kaup fyrir augum. Sé skilanefnd SPRON nú að safna saman gögnum um þær eignir svo hægt sé að leggja fram tilboð í þær.












Fleiri fréttir

Sjá meira


×