Viðskipti innlent

Flutningurinn gengið vel

Flutningur greiðsluþjónustu SPRON yfir í Kaupþing hefur gengið vel og ekki er vitað um tæknileg vandamál vegna þessa. Upplýsingafulltrúi Kaupþings segir að bankanum hafi borist fjölmargar fyrirspurnir í morgun frá fyrrum viðskiptavinum SPRON.

Allar innistæður viðskiptavina SPRON færðust yfir til nýja Kaupþings þegar ríkið tók bankann yfir á laugardaginn.

Berghildur Erla Bernaharðsdóttir, upplýsingafulltrúi Nýja Kaupþings, segir að hingað til hafi allt gengið hnökralaust fyrir sig.

Öll útibú SPRON verða lokuð í dag fyrir utan útibúið í Borgartúni. Viðskiptavinir SPRON geta hins vegar aflað sér upplýsinga á heimasíðu Nýja Kaupþings eða hringt í þjónustuver bankans.










Fleiri fréttir

Sjá meira


×