Viðskipti innlent

Baugur skuldar Newcastle United tæpar fjörutíu milljónir

Jón Ásgeir Jóhannesson, skuldar meðal annars stöðumælasektir fyrri Bentleyinn.
Jón Ásgeir Jóhannesson, skuldar meðal annars stöðumælasektir fyrri Bentleyinn.

Baugur Group skuldar breska knattspyrnuliðinu Newcastle United tvö hundruð tuttugu og fimm þúsund pund eða sem nemur rúmum þrjátíu og sjö milljónum íslenskra króna samkvæmt frétt í sunnudagsútgáfu breska blaðsins Telegraph í morgun.

Samkvæmt blaðinu kemur þetta fram á lista yfir kröfur í þrotabú Baugs í Bretlandi. Þetta munu vera skuldir vegna leigu á stúku á St. James´ Park, leikvangi Newcastle liðsins. Knattspyrnuliðið er í eigu verslunareigandans Mike Ashley.

Samkvæmt Telegraph er ýmislegt athyglisvert á listanum yfir kröfur í búið. Þar á meðal sex hundruð punda krafa Lundúnarborgar vegna stöðumælasekta fyrir Bentleybíl Jóns Ásgeirs Jóhannessonar.

Þar munu einnig vera fjögur hundruð og áttatíu punda skuld hjá blómabúðar í Mayfair hverfinu í Lundúnum, fimm þúsund punda skuld hjá ferðaskrifstofu og fimm hundruð punda skuld vegna hreinsunar á fiskabúri. Þá eru einnig skuldir vegna farsímanotkunar ættingja.

Samkvæmt Telegraph nema heildarskuldir Baugs í Bretlandi einum milljarði punda.








Fleiri fréttir

Sjá meira


×