Viðskipti innlent

Töpuðu tvöhundruð milljónum punda á Glötunarstræti

Kaupþing tapaði tvöhundruð milljónum punda á glötunarstræti.
Kaupþing tapaði tvöhundruð milljónum punda á glötunarstræti.

Kaupþing er búið að selja byggingarsvæði þar sem reisa átti lúxus-íbúðir á minna en þriðjung þess sem þeir keyptu það upphaflega á. Hverfið sem um ræðir gengur undir heitinu Noho Square, sem er í London. Í dag er það kallað No hope square, sem gæti útlagst sem glötunarstræti. Frá þessu er greint á vef Financial Times.

Byggingarreiturinn telur um 92 þúsund fermetra. Talið er að Kaupþing hafi þurft að afskrifa alls 200 milljónir punda við söluna. Þá er talið að fyrirtækið Stanhope, hafi keypt svæðið á fimmtíu milljónir punda. Í samningnum sem Kaupþing gerði við Stanhope er möguleiki á að bankinn hagnist síðar á viðskiptunum verði hagnaður af sölu íbúðanna.

Það var árið 2006 sem Kaupþing keypti byggingarsvæðið þar sem spítali stóð áður, með þeim í kaupunum voru Candy Brothers. Þá keyptu þeir svæðið fyrir 175 milljónir punda, sem var hæsta verð sem hafði verið greitt fyrir byggingarland í Bretlandi. Verðmæti lóðarinnar var þá metið á einn milljarð punda.

Eftir bankahrunið féll byggingamarkaðurinn í Bretlandi og má tala um frost í því samhengi.








Fleiri fréttir

Sjá meira


×