Viðskipti innlent

Yfirlýsing frá Kaupþingi

Skilanefnd Kaupþings hefur sent frá sér yfirlýsingu vegna fréttar sem birtist á Financial Times og síðar á vef Vísis í dag. Yfirlýsingin er svohljóðandi:

Að gefnu tilefni vill skilanefnd Kaupþings koma eftirfarandi leiðréttingu á framfæri.

Kaupþing á í viðræðum við Stanhope plc., sem er eitt fremsta fasteignarþróunarfélag Bretlandseyja, um samstarf við endurskipulagningu og framþróun lóðar í eigu bankans, Noho Square sem staðsett er miðsvæðis í London.

Væntanlegt samstarf mun fela í sér að Stanhope hefur umsjón með framþróun, hönnun og endurskipulagningu lóðarinnar með það að markmiði að hámarka verðmæti hennar. Ef af verður mun Stanhope einnig leggja fram nýtt fjármagn í verkefnið og standa straum af fyrirsjáanlegum tilkostnaði vegna þessa.

Engum samningum hefur verið lokið ennþá á milli aðila en skilanefnd Kaupþings vill taka skýrt fram að lóðin hefur ekki verið seld og ef samstarfssamningar nást við Stanhope mun bankinn eftir sem áður eiga ráðandi hlut í verkefninu. Þetta er í samræmi við stefnu skilanefndar bankans um að hámarka verðmæti eigna bankans.








Tengdar fréttir

Töpuðu tvöhundruð milljónum punda á Glötunarstræti

Kaupþing er búið að selja bygginarsvæði þar sem reisa átti lúxus-íbúðir á minna en þriðjung þess sem þeir keyptu það upphaflega á. Hverfið sem um ræðir gengur undir heitinu Noho Square. Í dag er það kallað No hope square, sem gæti útlagst sem glötunarstræti. Frá þessu er greint á vef Financial Times.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×