Viðskipti innlent

Frjálsi starfar áfram - hætt við sameiningu

Kristinn Bjarnason framkvæmdarstjóri Frjálsa fjárfestingarbankans.
Kristinn Bjarnason framkvæmdarstjóri Frjálsa fjárfestingarbankans.

Frjálsi fjárfestingarbankinn mun starfa áfram í óbreyttri mynd samkvæmt leyfi frá Fjármálaeftirlitinu. Bankinn sem verið hefur dótturfélag SPRON verður áfram í 100% eigu SPRON. Fyrirhugað var að sameina bankana en hætt hefur verið við þau áform. Kristinn Bjarnason framkvæmdarstjóri Frjálsa Fjárfestingarbankans segir að ný stjórn verði sett yfir bankann á næstu dögum.

„Okkar verkefni verður áfram að þjónusta okkar viðskiptavini, gæta hagsmuna eigenda og verja eignasafn okkar," segir Kristinn en bankinn mun áfram vera í eigu SPRON sem ríkið hefur nú tekið yfir og skipað þar skilanefnd.

Stjórnir SPRON og Frjálsa fjárfestingarbankans unnu að sameiningu félaganna sem var hluti af þeim skipulagsbreytingum sem voru í gangi. Kristinn segir að sú vinna sé ekki lengur í gangi.

Hann segir bankann hafa verið lítið í útlánum en verið er að klára verkefni með nýbyggingaraðilum en bankinn stendur ekki í neinum nýjum útlánum. „Hjá okkur er bara buisness as usual," segir Kristinn.














Fleiri fréttir

Sjá meira


×