Viðskipti innlent

Fasteignavefurinn á Vísir.is orðin sá stærsti á landinu

„Við erum að greina mikla aukningu á heimsóknum á vefinn okkar, það er greinilegt að mikill áhugi er á kaupum og sölu fasteigna. Svo virðist að markaðurinn sé eilítið að vakna, en hann er auðvitað nánast búinn að vera frosinn," segir Grétar Jónasson framkvæmdastjóri Félags fasteignasala.

Vefur félagsins, sem nú er aðgengilegur á Visir.is eins stærsta frétta- og afþreyingarvefs landsins, er í dag orðinn langstærsti fasteignavefur landsins, með rúmlega 16.000 eignir á skrá, bæði í sölu og leigu.

 

Á vef Félags fasteignasala er að finna allar fasteignir sem eru til sölumeðferðar á landinu ólíkt öðrum fasteignaleitarvefjum sem hafa einungis að geyma hluta þeirra eigna sem eru til sölumeðferðar.

 

„Það er gríðarleg þörf sem hefur myndast um viðskipti á þessum markaði og þau jákvæðu teikn sem stjórnvöld hafa undanfarið sent út t.d. jákvæðar aðgerðir í atvinnumálum, hækkanir á vaxtabótum og því að verðbólgan er á hraðri niðurleið mun vonandi hafa jákvæð áhrif á fasteignamarkaðinn, auk þess sem stjórnvöld munu vafalaust fljótlega setja fram frekari úrræði til aðstoðar heimilunum" segir Grétar að lokum.

 

Heimsóknir á fasteignavefinn umfangsmikla hafa aukist til mikilla muna eftir að hann varð aðgengilegur á Vísir.is og er vefurinn fyrir vikið orðinn vinsælasti fasteignaleitarvefur landsins.








Fleiri fréttir

Sjá meira


×