Viðskipti innlent

Skilanefnd Kaupþings neitar lóðasölu í Bretlandi

Skilanefnd Kaupþings segir frétt Financial Times ranga.
Skilanefnd Kaupþings segir frétt Financial Times ranga.

Formaður skilanefndar Kaupþings, Steinar Guðgeirsson, neitar að bankinn hafi selt Noho square í London á þriðjung þess sem hann var keyptur á, eða um fimmtíu milljónir punda.

Fréttin birtist upprunalega í Financial Times en Steinar heldur því fram að fréttin sé alröng, skilanefndin hafi ekki selt lóðina, né hafi þeir það í hyggju.

Í fréttinni sem birtist á Financial Times sagði frá því að reiturinn hefði verið seldur Stanhope á fimmtíu milljónir punda, en upphaflega keypti Kaupþing reitinn á 175 milljónir punda. Í fréttinni sagði ennfremur að Kaupþing hefði þurft að afskrifa tvöhundruð milljónir punda vegna viðskiptanna.

Þessu neitar skilanefndin alfarið.


Tengdar fréttir

Töpuðu tvöhundruð milljónum punda á Glötunarstræti

Kaupþing er búið að selja bygginarsvæði þar sem reisa átti lúxus-íbúðir á minna en þriðjung þess sem þeir keyptu það upphaflega á. Hverfið sem um ræðir gengur undir heitinu Noho Square. Í dag er það kallað No hope square, sem gæti útlagst sem glötunarstræti. Frá þessu er greint á vef Financial Times.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×