Viðskipti innlent

Aðeins eitt útibú SPRON opið í dag

Öll útibú SPRON, fyrir utan útibúið í Borgartúni, verða lokuð í dag og er viðskiptavinum bankans beint til Nýja Kaupþings. Vegna þessa bendir Samband íslenskra sparisjóða á, í tilkynningu sinni, að starfsemi allra annarra sparisjóða í landinu verði með eðlilegum hætti í dag og að heimabankinn sé aðgengilegur.

Þá hefur Byr sent frá sér yfirlýsingu þar sem segir að yfirtaka á rekstri Sparisjóðabankans muni ekki hafa önnur áhrif á þjónustu Byrs en að erlend greiðslumiðlun færist til Seðlabankans. Byr hafi verið búinn að afskrifa eignarhlut sinn í Sparisjóðabankanum og hafi ekki átt í SPRON.








Fleiri fréttir

Sjá meira


×