Fleiri fréttir

Óvissan kom í veg fyrir stýrivaxtaspá Seðlabankans

Arnór Sighvatsson aðalhagfræðingur Seðlabankans segir bankann ekki hafa treyst sér til að leggja fram stýrivaxtaspá í síðustu Peningamálum vegna þess óvissuástands sem ríkti við spágerðina.

Danskt fyrirtæki kaupir NetPartner

Danska fyrirtækið NORRIQ hefur keypt alla starfssemi NetPartner, þar á meðal NetPartner á Íslandi. Með kaupunum hefur NORRIQ færst nær sínu markmiði að vera meðal fremstu Microsoft þjónustufyrirtækjum í Evrópu og hefur nú Íslenski markaðurinn verið opnaður.

Fréttaskýring: Davíð segir ekkert að marka eigin skýrslur

Davíð Oddsson seðlabankastjóri fór mikinn á fundi Viðskiptaráðs í morgun þar sem eitt af meginatriðum í máli hans var að hann hefði margoft varað við útrásinni og afleiðingum hennar. Var Davíð meðal annars tíðrætt um fund í febrúar þar sem seðlabankamönnum hafi verið beinlínis brugðið sökum þess hve staðan var slæm.

Gefast upp á því að selja Sterling

Skiptastjórar í þrotabúi Sterling hafa gefist upp á því að finna kaupanda að búinu þannig að hægt verði að endurreisa fyrirtækið. Frá þessu greinir á vef danska viðskiptablaðsins Börsen.

Bakkavör og Össur hækka

Gengi hlutabréfa í Bakkavör hefur hækkað um 1,57 prósent í dag og Össurar um 0,91 prósent. Þetta eru einu hækkanir dagsins. Á móti hefur gengi bréfa í Marel lækkað um 1,48 prósent og í Færeyjabanka um 1,45 prósent.

Lögbann í Bandaríkjunum kom Actavis ekki á óvart

Bandaríska Matvæla- og lyfjastofnunin (FDA) hefur farið fram á að sett verði lögbann á framleiðslu í lyfjaverksmiðju Actavis Totowa í New Jersey. Actavis lítur á þetta sem skref í löngu ferli, þar sem fyrirtækið hefur unnið og mun áfram vinna með FDA að lausn.

ÍLS tapar 8 til 12 milljörðum kr. á bönkunum

Íbúðalánasjóður (ÍLS) átti um 43 milljarða króna í innlánum, skuldabréfum og afleiðusamningum hjá íslensku bönkunum í byrjun október og má ætla að tap sjóðsins af þessum eignum muni nema átta til tólf milljörðum króna.

Alfesca skilar tapi

Alfesca tapaði rúmlega 51 milljón kr. á síðasta ársfjórðung sem er fyrsti ársfjórðungur reikningsárs félagsins. Á sama tímabili í fyrra nam hagnaðurinn um 130 milljónum kr..

Ole Vagner kaupir aftur

Fasteignaþróunarfélagið Landic Property hefur selt um þriðjung af eignasafni sínu í Svíþjóð til Ole Vagner, fyrrum forstjóra og eiganda Keops.

Bjarni Áka að kaupa Humac aftur

Bjarni Ákason er kominn langleiðina með að kaupa Humac, sem er með umboð fyrir Apple á Norðurlöndunum. Þetta staðfesti Bjarni í samtali við Vísi í kvöld.

Segja nú að fjárþörfin, fyrir utan IMF, sé 3 milljarðar dollara

Íslensk stjórnvöld gera nú ráð fyrir að lán fyrir utan aðstoð Alþjóðagjaldeyrissjóðsins (IMF) muni nema 3 milljörðum dollara. Hingað til hefur Geir Haarde forsætisráðherra ætíð talað um að þessi upphæð væri, eða þyrfti að vera 4 milljarðar dollara.

Atlantic Petroleum féll um tæp tuttugu prósent

Gengi bréfa í færeyska olíuleitarfélaginu Atlantic Petroleum féll um nítján prósent í Kauphöllinni í dag, sem er langmesta lækkun dagsins. Á sama tíma féllu bréf Atorku Group um 7,69 prósent og Century Aluminum um 7,06 prósent.

Seðlabankinn útskýrir nánar um greiðslur milli landa

Af gefnu tilefni vill Seðlabanki Íslands útskýra hvernig greiðslur milli landa eiga sér stað í þeim tilvikum þegar þær fara um Seðlabanka Íslands. Hér er tekið dæmi af greiðslum frá Bretlandi til Íslands en útskýringin á við um hvaða mynt sem er og jafnt um greiðslur til og frá Íslandi.

Wing Hang bankinn afskrifar skuldabréf í íslensku bönkunum

Hrun íslenska bankakerfisins kemur við kaun manna um allan heim. Wing Hang bankinn í Hong Kong segir að hann þurfi að afskrifa skuldabréf í tveimur íslenskum bönkum og er upphæðin samtals rúmlega 377 milljón HKdollara eða nær 6 milljarða kr..

Atorka rýkur upp í agnarsmáum viðskiptum

Gengi hlutabréfa í Atorku Group hækkaði um 7,69 prósent í fyrstu viðskiptum dagsins í Kauphöllinni í dag. Þetta er mesta hækkun dagsins þótt ein viðskipti upp á 56 krónur standi á bak við þau.

Hart deilt á stjórnvöld fyrir sinnuleysi

Stjórnarformaður Auðar Capital, Halla Tómasdóttir, segist hafa misst alla trú á leiðtogum landsins í gær. Forystumenn Sjálfstæðisflokksins fengu snarpa ádrepu í þættinum Markaðurinn með Birni Inga á Stöð í morgun. Halla, sem situr í bankaráði Seðlabankans sagðist hafa orðið fyrir gríðarlegum vonbrigðum í gær þegar komið hafi í ljós að ekki stæði til að grípa til róttækra aðgerða á borð við að sækja um inngöngu í Evrópusambandið.

Hættan á fjármagnsflótta er raunveruleg

Haldi ekki bankaleynd hér á landi eru verulegar líkur á því að fjárfestar flýi með peninga sína. Heimskreppan kemur einna harðast niður hér vegna falls bankanna og þúsundir á þúsundir ofan missa vinnuna á næstunni. Fjallað var um kreppuna og framtíð kauphallarviðskipta hér á ráðstefnu í gær.

Vangaveltur um kaup Icelandair á CSA-flugfélaginu

Reuters-fréttaveitan greinir frá því í dag að Icelandair hafi áhuga á því að kaupa tékkneska flugfélagið CSA sem á að selja á næstu mánuðum. Sem stendur er CSA í eigu tékkneska ríkisins.

Skattyfirvöld felli niður tímabundið álag á staðgreiðsluskil

Fjármálaráðuneytið mun beina þeim tilmælum til skattstjóra og tollstjórans í Reykjavík að fellt verði tímabundið niður álag vegna þeirra skila á staðgreiðslu sem er á eindaga 17. nóvember og gildi sú niðurfelling í eina viku eða til 24. nóvember nk.

Samkomulag um Edge í Þýskalandi í augsýn

Skilanefnd Kaupþings hefur síðustu vikur unnið að samkomulagi við þýsk stjórnvöld um greiðslu innstæðna til viðskiptavina Kaupthing EDGE í Þýskalandi.

Össur og Marel hækka í byrjun dags

Gengi hlutabréfa í Össur og Marel Food Systems er það eina sem hefur hækkað í Kauphöllinni frá því viðskipti hófust á hlutabréfamarkaði í dag.

Gamla Kaupþing afskráð

Skilanefnd Kaupþings banka hefur óskað eftir því við Kauphöll Íslands að viðskiptum verði hætt með hlutabréf félagsins.

Milestone semur við Nýja Glitni

Milestone á í viðræðum við Nýja Glitni um fjárhagslega endurskipulagningu Milestone, að því er fram kemur í tilkynningu félagsins til Kauphallar í gær.

Skilanefnd Glitnis fundaði með fulltrúum lánadrottna

Skilanefnd gamla Glitnis fundaði í dag með fulltrúum stærstu lánadrottna bankans. Í fréttatilkynningu sem send var út vegna fundarins segir að aðilum hafi borið saman um að fundurinn hefði verið upplýsandi og gagnlegur og umræður og tillögur uppbyggilegar.

Gengi Bakkavarar aldrei lægra

Gengi hlutabréfa í Bakkvör féll um 6,41 prósent í Kauphöllinni í dag. Bréfin enduðu í 3,65 krónum á hlut og hafa aldrei verið lægri. Til viðmiðunar fóru þau lægst í 4,5 krónur á hlut eftir skráningu fyrir átta árum.

Vísir biðst afsökunar

Vísir biður Birnu Einarsdóttur, bankastjóra Nýja Glitnis, afsökunar á því að hafa borið hana röngum sökum í frétt fyrr í dag. Sú frétt hefur verið fjarlægð.

Alcoa gerir samning við verkfræðifyrirtækið HRV

Tíu til tuttugu tækni- og verkfræðingar frá íslenska verkfræðifyrirtækinu HRV Engineering munu starfa við álver Alcoa Fjarðaáls í Reyðarfirði samkvæmt nýjum samningi fyrirtækjanna.

Um 87,5% af kvótanum frá 1984 hefur skipt um eigendur

Könnun sem LÍÚ gerði í vor sýndi að 87,5% af upphaflega kvótanum sem úthlutað var árið 1984 hefur skipt um eigendur og verið keyptur á núverandi útgerðaraðilum. Þetta kemur fram á vefsíðu LÍÚ.

Hvalfjarðarsveit tapaði 15 milljónum á Kaupþingi

Á fundi sveitarstjórnar Hvalfjarðarsveitar í fyrradag kom fram að sveitarfélagið tapaði 15 milljónum króna á því að hafa geymt fjármuni á Peningamarkaðssjóði Kaupþings þegar bankinn varð gjaldþrota.

Icelandair Group hækkar mest í byrjun dags

Gengi hlutabréfa í Icelandair Group hækkaði um 0,9 prósent í fyrstu viðskiptum dagsins í Kauphöllinni. Þetta er sömuleiðis mesta hækkunin. Á eftir fylgdu Marel, sem fór upp um 0,5 prósent og Færeyjabanki, sem hækkaði um 0,36 prósent.

Sjá næstu 50 fréttir