Fréttaskýring: Davíð segir ekkert að marka eigin skýrslur Friðrik Indriðason skrifar 18. nóvember 2008 11:32 Davíð Oddsson seðlabankastjóri fór mikinn á fundi Viðskiptaráðs í morgun þar sem eitt af meginatriðum í máli hans var að hann hefði margoft varað við útrásinni og afleiðingum hennar. Var Davíð meðal annars tíðrætt um fund í febrúar þar sem seðlabankamönnum hafi verið beinlínis brugðið sökum þess hve staðan var slæm. Þarna er Davíð Oddsson beinlínis að segja að ekkert sé að marka skýrslur Seðlabankans. Til dæmis er ekkert af þessum áhyggjum bankans að finna í hundrað blaðsíðna ritinu Fjármálastöðugleiki sem Seðlabankinn gaf út í maí á þessu ári. Þvert á móti þar er íslenska fjármálakerfið sagt vera „í meginatriðum traust". Í fyrgreindu riti segir að langtímahorfurnar séu góðar í íslensku efnahagslífi „viðunandi staða bankanna, traust opinber umgjörð og eftirlit sem og örugg greiðslu og uppgjörskerfi og ekki síst sterk staða ríkissjóðs..." Síðan kemur almennt orðuð setning um að staða bankanna hafi veikst frá fyrra ári vegna minna framboðs lánsfjár á alþjóðamarkaði. Og áfram segir: „Á heildina litið er niðurstaða Seðlabankans enn sú að fjármálakerfið sé í meginatriðum traust. Íslenska bankakerfið uppfyllir kröfur sem gerðar eru til þess og stenst álagspróf sem Fjármálaeftirlitið og Seðlabankinn hafa gert." Samkvæmt orðum Davíðs Oddsson á fundinum í morgun er þetta allt saman bull sem stendur í riti banka hans, Fjármálastöðugleiki. Alla vega vekur það spurningar um afhverju Davíð lét ekki eitthvað af niðurstöðum fundarins í febrúar koma fram í þessu riti og raunar fleiri útgáfum á vegum Seðlabankans frá því að seðlabankamönnum var beinlínis brugðið í febrúar. Davíð Oddsson segir að hann og Seðlabankinn beri enga ábyrgð á þeirri stöðu sem upp er komin. Á móti kemur að menntaðir hagfræðingar og fjármálaspekingar, bæði innanlands og utan, eru sammála um að að hann hafi ekki valdið starfi sínu. Tengdar fréttir Krefst erlendrar rannsóknar á störfum Seðlabankans Davíð Odddsson seðlabankastjóri krefst þess að fram fari ítarleg rannsókn á vegum erlendra aðila á störfum Seðlabankans í aðdraganda bankahrunsins. Komi í ljós að mistök hafi verið gerð þurfi ekki að reka neinn, menn muni segja af sér. 18. nóvember 2008 09:32 Mest lesið Fylgdu ekki fyrirmælum um að skýra skrópgjaldið betur og fá sekt Neytendur Trump-tollarnir hafa tekið gildi Viðskipti innlent Reikna með að skila hagnaði á næsta ári Viðskipti innlent Frá Gamma til Arctica og nú Seðlabankans Viðskipti innlent Atvinnuleysi 2,8 prósent í júní Viðskipti innlent Fyrsta íslenska grænkera ostagerðin í hættu Viðskipti innlent Ráðin framkvæmdastjóri Magio – viðburðasmiðju Viðskipti innlent „Verið að auglýsa öryggi sem er falsöryggi“ Neytendur Ísland klemmist á milli í alþjóðlegu tollastríði Viðskipti innlent Alaska Airlines hefur daglegt flug til Keflavíkur næsta sumar Viðskipti innlent Fleiri fréttir Reikna með að skila hagnaði á næsta ári Frá Gamma til Arctica og nú Seðlabankans Atvinnuleysi 2,8 prósent í júní Trump-tollarnir hafa tekið gildi Ísland klemmist á milli í alþjóðlegu tollastríði Vonbrigði með makrílinn en síldin og loðnan veki von Ráðin framkvæmdastjóri Magio – viðburðasmiðju Trúa varla að tollahækkanirnar séu að skella á Alaska Airlines hefur daglegt flug til Keflavíkur næsta sumar Vefur og app Íslandsbanka lágu niðri Tímabundin dreifing á sjónvarpsefni Sýnar hjá Símanum Hækkun tolla eins og þruma úr heiðskíru lofti Forstjóraskipti hjá Ice-Group Kísiltollar gætu vel endað fyrir gerðardómi Hvalur hf. stefnir íslenska ríkinu Arion hagnaðist um tíu milljarða á öðrum fjórðungi Ferðum Play til London, Parísar og Berlínar „sjálfhætt“ Festi hagnast umfram væntingar Þota Play komin úr viðgerð eftir skemmdir vegna hagléls Evrópa verði upp á Kína komin verði af tollunum Sigurður viðskiptastjóri innviðalausna hjá Ofar Hagnaður minnkar um 38 prósent og arðgreiðsla óákveðin Funda með ráðherra vegna tollanna: „Ég ætla ekki að setjast í neitt dómarasæti“ Á ég að greiða inn á lánið eða spara? Loksins, mathöllin og fleiri staðir fá nýja rekstraraðila „Við erum að bæta við atvinnustoð í samfélaginu“ Kristján og Leó kaupa Landsbankahúsið á tæpa þrjá milljarða Sjómönnum sagt upp: Skipulagsbreytingar vegna veiðigjalda Vaxtalækkun í ágúst sé nánast útilokuð Opnuðu loks Hygge eftir 245 daga bið Sjá meira
Davíð Oddsson seðlabankastjóri fór mikinn á fundi Viðskiptaráðs í morgun þar sem eitt af meginatriðum í máli hans var að hann hefði margoft varað við útrásinni og afleiðingum hennar. Var Davíð meðal annars tíðrætt um fund í febrúar þar sem seðlabankamönnum hafi verið beinlínis brugðið sökum þess hve staðan var slæm. Þarna er Davíð Oddsson beinlínis að segja að ekkert sé að marka skýrslur Seðlabankans. Til dæmis er ekkert af þessum áhyggjum bankans að finna í hundrað blaðsíðna ritinu Fjármálastöðugleiki sem Seðlabankinn gaf út í maí á þessu ári. Þvert á móti þar er íslenska fjármálakerfið sagt vera „í meginatriðum traust". Í fyrgreindu riti segir að langtímahorfurnar séu góðar í íslensku efnahagslífi „viðunandi staða bankanna, traust opinber umgjörð og eftirlit sem og örugg greiðslu og uppgjörskerfi og ekki síst sterk staða ríkissjóðs..." Síðan kemur almennt orðuð setning um að staða bankanna hafi veikst frá fyrra ári vegna minna framboðs lánsfjár á alþjóðamarkaði. Og áfram segir: „Á heildina litið er niðurstaða Seðlabankans enn sú að fjármálakerfið sé í meginatriðum traust. Íslenska bankakerfið uppfyllir kröfur sem gerðar eru til þess og stenst álagspróf sem Fjármálaeftirlitið og Seðlabankinn hafa gert." Samkvæmt orðum Davíðs Oddsson á fundinum í morgun er þetta allt saman bull sem stendur í riti banka hans, Fjármálastöðugleiki. Alla vega vekur það spurningar um afhverju Davíð lét ekki eitthvað af niðurstöðum fundarins í febrúar koma fram í þessu riti og raunar fleiri útgáfum á vegum Seðlabankans frá því að seðlabankamönnum var beinlínis brugðið í febrúar. Davíð Oddsson segir að hann og Seðlabankinn beri enga ábyrgð á þeirri stöðu sem upp er komin. Á móti kemur að menntaðir hagfræðingar og fjármálaspekingar, bæði innanlands og utan, eru sammála um að að hann hafi ekki valdið starfi sínu.
Tengdar fréttir Krefst erlendrar rannsóknar á störfum Seðlabankans Davíð Odddsson seðlabankastjóri krefst þess að fram fari ítarleg rannsókn á vegum erlendra aðila á störfum Seðlabankans í aðdraganda bankahrunsins. Komi í ljós að mistök hafi verið gerð þurfi ekki að reka neinn, menn muni segja af sér. 18. nóvember 2008 09:32 Mest lesið Fylgdu ekki fyrirmælum um að skýra skrópgjaldið betur og fá sekt Neytendur Trump-tollarnir hafa tekið gildi Viðskipti innlent Reikna með að skila hagnaði á næsta ári Viðskipti innlent Frá Gamma til Arctica og nú Seðlabankans Viðskipti innlent Atvinnuleysi 2,8 prósent í júní Viðskipti innlent Fyrsta íslenska grænkera ostagerðin í hættu Viðskipti innlent Ráðin framkvæmdastjóri Magio – viðburðasmiðju Viðskipti innlent „Verið að auglýsa öryggi sem er falsöryggi“ Neytendur Ísland klemmist á milli í alþjóðlegu tollastríði Viðskipti innlent Alaska Airlines hefur daglegt flug til Keflavíkur næsta sumar Viðskipti innlent Fleiri fréttir Reikna með að skila hagnaði á næsta ári Frá Gamma til Arctica og nú Seðlabankans Atvinnuleysi 2,8 prósent í júní Trump-tollarnir hafa tekið gildi Ísland klemmist á milli í alþjóðlegu tollastríði Vonbrigði með makrílinn en síldin og loðnan veki von Ráðin framkvæmdastjóri Magio – viðburðasmiðju Trúa varla að tollahækkanirnar séu að skella á Alaska Airlines hefur daglegt flug til Keflavíkur næsta sumar Vefur og app Íslandsbanka lágu niðri Tímabundin dreifing á sjónvarpsefni Sýnar hjá Símanum Hækkun tolla eins og þruma úr heiðskíru lofti Forstjóraskipti hjá Ice-Group Kísiltollar gætu vel endað fyrir gerðardómi Hvalur hf. stefnir íslenska ríkinu Arion hagnaðist um tíu milljarða á öðrum fjórðungi Ferðum Play til London, Parísar og Berlínar „sjálfhætt“ Festi hagnast umfram væntingar Þota Play komin úr viðgerð eftir skemmdir vegna hagléls Evrópa verði upp á Kína komin verði af tollunum Sigurður viðskiptastjóri innviðalausna hjá Ofar Hagnaður minnkar um 38 prósent og arðgreiðsla óákveðin Funda með ráðherra vegna tollanna: „Ég ætla ekki að setjast í neitt dómarasæti“ Á ég að greiða inn á lánið eða spara? Loksins, mathöllin og fleiri staðir fá nýja rekstraraðila „Við erum að bæta við atvinnustoð í samfélaginu“ Kristján og Leó kaupa Landsbankahúsið á tæpa þrjá milljarða Sjómönnum sagt upp: Skipulagsbreytingar vegna veiðigjalda Vaxtalækkun í ágúst sé nánast útilokuð Opnuðu loks Hygge eftir 245 daga bið Sjá meira
Krefst erlendrar rannsóknar á störfum Seðlabankans Davíð Odddsson seðlabankastjóri krefst þess að fram fari ítarleg rannsókn á vegum erlendra aðila á störfum Seðlabankans í aðdraganda bankahrunsins. Komi í ljós að mistök hafi verið gerð þurfi ekki að reka neinn, menn muni segja af sér. 18. nóvember 2008 09:32