Viðskipti innlent

Fjárfestar frá Mið-Austurlöndum inn í íslenskt vatnsfyrirtæki

MYND/Heiða

Fjárfestar frá Mið-Austurlöndum hafa keypt hlut í íslenska vatnsfyrirtækinu Iceland Spring sem áður hét Þórsbrunnur.

Ölgerðin sér um framleiðslu Iceland Spring og árlega eru fluttar út um 700 gámaeiningar af vörunni frá Íslandi. Fram kemur í tilkynningu félagsins að hlutaféð verði aukið og eiga nýju fjárfestarnir, Water & Energy Corp., um helmingshlut í félaginu, Ölgerðin 20 prósent og bandaríska félagið Pure Holding 30 prósent.

Iceland Spring boðar stórsókn á Bandaríkjamarkaði samstarfi við þarlent fyrirtæki. Vatnið sem Iceland Spring flytur út er fengið úr sérstakri lind í Heiðmörk sem eingöngu rennur til Ölgerðarinnar.










Fleiri fréttir

Sjá meira


×