Viðskipti innlent

Bjarni Áka að kaupa Humac aftur

Bjarni Ákason
Bjarni Ákason

Bjarni Ákason er kominn langleiðina með að kaupa Humac, sem er með umboð fyrir Apple á Norðurlöndunum. Þetta staðfesti Bjarni í samtali við Vísi í kvöld.

Bjarni var einn af aðaleigendum og framkvæmdastjóri Humac þar til í apríl á síðasta ári þegar hann seldi sinn hlut til Baugs Group. Nú vill hann hins vegar kaupa allt fyrirtækið.

„Þetta er komið langt en það er ekki búið að ganga frá öllu. Nú stendur yfir áreiðanleikakönnun en ég geri ráð fyrir þetta klárist um næstu helgi,"segir Bjarni.

Hann segir Humac vera flott félag í góðum rekstri. „Það er ekkert mál að reka þetta ef menn kunna til verka," segir Bjarni og hlær.

Aðspurður hvað hann borgi fyrir Humac vildi Bjarni ekki gefa upp neinar tölur. Þegar hann seldi á síðasta ári var verðmæti Humac um 1,5 milljarður.

Humac rekur 19 verslanir á Norðurlöndunum og alls starfa um 200 manns hjá fyrirtækinu samkvæmt heimasíðu þess.










Fleiri fréttir

Sjá meira


×